Fólkið í Árneshreppi sagt með eindæmum þrjóskt og þrautseigt Kristján Már Unnarsson skrifar 4. febrúar 2019 21:00 Elín Agla Briem, hafnarstjóri Árneshrepps og þjóðmenningarbóndi, í viðtali á Drangsnesi þar sem dóttir hennar sækir skóla í vetur. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Svartsýni ríkir í Árneshreppi á Ströndum um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag til að endurvekja búðina sem lokað var í haust. Fjallað var um Árneshrepp í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Við sögðum frá því haust þegar einu búðinni var lokað í Árneshreppi. Í vetur er heldur engin kennsla í Finnbogastaðaskóla. Eina barnið, Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir, 10 ára, sækir skóla á Drangsnesi í vetur, í annað sveitarfélag, og móðir hennar, Elín Agla Briem, segir stefna í að samfélagið í Árneshreppi líði undir lok. „Núna eru náttúrlega merkin svo skýr. Skólinn var ekki settur í fyrsta sinn í 89 ár núna í haust. Og sá yngsti sem hefur vetursetu er 53 ára,“ sagði Elín Agla. Allir aðrir eru yfir sextugt.Á hlaðinu á Melum. Úlfar Eyjólfsson á Krossnesi, Björn Torfason á Melum, Guðlaugur Ágústsson á Steinstúni og Júlía Fossdal á Melum spjalla við fréttamann.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bændurnir sem við hittum á hlaðinu á Melum í haust voru svartsýnir. „Það tekur enginn við, það er ekkert lífvænlegt. Fólk vill ekkert vera á svona stöðum,“ sagði Úlfar Eyjólfsson, en hann hætti sauðfjárbúskap á Krossnesi fyrir tveimur árum. „Ég er nokkuð sannfærður um það því það er ekkert upp úr þessu að hafa núorðið,“ sagði Kristján Albertsson, bóndi á Melum.Ingólfur Benediktsson og Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir, bændur í Árnesi 2.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Íbúar hafa lengi þrýst á samgöngubætur til að rjúfa vetrareinangrun. „Það er voða erfitt að segja það núna að einhverjar samgöngur bjargi einhverjum málum þegar komið er á þetta stig. Ef þetta hefði verið fyrir 20 árum síðan, - allavegana að fólki sæi að það væri eitthvað verið að gera, hefði verið frumskilyrði. En það sést ekki neitt,“ sagði Ingólfur Benediktsson, bóndi í Árnesi 2.Íbúar komu saman á föstudag og stofnuðu Verzlunarfjelag Árneshrepps ehf. Myndin er tekin við inngang verslunarhúsnæðisins.Litli Hjalli/Jón G. Guðjónsson.En Árneshreppsbúar þrauka enn og síðastliðinn föstudag stofnuðu þeir nýtt verslunarfélag sem fékk nafnið Verzlunarfjelag Árneshrepps ehf. Á fréttasíðu Árneshreppsbúa, Litla-Hjalla, segir að íbúar hafi frá því versluninni var lokað í haust þurft að panta vörur og fá þær sendar með flugi.Við upphaf stofnfundarins. Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti og Skúli Gautason, verkefnisstjóri Áfram Árneshreppur, byggðaþróunarverkefnis Byggðastofnunar.Litli Hjalli/Jón G. Guðjónsson.Góð mæting hafi verið á stofnfundinn og bjartsýni ríkt. Um fjórar milljónir króna hafi safnast í hlutafé frá tæplega sjötíu hluthöfum en sett var 100.000 króna hámark á hlutafjárkaup til að tryggja dreifða eignaraðild. Stefnt sé að því að opna verslunina strax á vormánuðum með takmarkaðan opnunartíma og síðan með fullum opnunartíma í sumarbyrjun. Stofnfundur nýja félagsins var haldinn í verslunarhúsnæðinu í Norðurfirði.Litli Hjalli/Jón G. Guðjónsson.„Þetta er náttúrlega með eindæmum þrjóskt og þrautseigt fólk og hefur sýnt það í gegnum tíðina. Það fer allt í eyði á Hornströndum og allt í eyði upp að Árneshreppi. En þarna er eitthvað sem hefur haldið og heldur enn. Það er fólk þarna sem býr þarna og nýtur lífsins og á mjög gott líf. Það er rosalega gott að búa í Árneshreppi,“ sagði Elín Agla. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árneshreppur Hornstrandir Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. 28. september 2018 22:00 Hrafn segir ögurstund í Árneshreppi og ekki annað í boði en að standa saman Eftir hatrammar deilur í Árneshreppi tóku fulltrúar andstæðra fylkinga hver utan um annan í dag, staðráðnir í að standa saman, þótt menn séu áfram ósammála um Hvalárvirkjun. 29. maí 2018 20:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Svartsýni ríkir í Árneshreppi á Ströndum um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag til að endurvekja búðina sem lokað var í haust. Fjallað var um Árneshrepp í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Við sögðum frá því haust þegar einu búðinni var lokað í Árneshreppi. Í vetur er heldur engin kennsla í Finnbogastaðaskóla. Eina barnið, Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir, 10 ára, sækir skóla á Drangsnesi í vetur, í annað sveitarfélag, og móðir hennar, Elín Agla Briem, segir stefna í að samfélagið í Árneshreppi líði undir lok. „Núna eru náttúrlega merkin svo skýr. Skólinn var ekki settur í fyrsta sinn í 89 ár núna í haust. Og sá yngsti sem hefur vetursetu er 53 ára,“ sagði Elín Agla. Allir aðrir eru yfir sextugt.Á hlaðinu á Melum. Úlfar Eyjólfsson á Krossnesi, Björn Torfason á Melum, Guðlaugur Ágústsson á Steinstúni og Júlía Fossdal á Melum spjalla við fréttamann.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bændurnir sem við hittum á hlaðinu á Melum í haust voru svartsýnir. „Það tekur enginn við, það er ekkert lífvænlegt. Fólk vill ekkert vera á svona stöðum,“ sagði Úlfar Eyjólfsson, en hann hætti sauðfjárbúskap á Krossnesi fyrir tveimur árum. „Ég er nokkuð sannfærður um það því það er ekkert upp úr þessu að hafa núorðið,“ sagði Kristján Albertsson, bóndi á Melum.Ingólfur Benediktsson og Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir, bændur í Árnesi 2.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Íbúar hafa lengi þrýst á samgöngubætur til að rjúfa vetrareinangrun. „Það er voða erfitt að segja það núna að einhverjar samgöngur bjargi einhverjum málum þegar komið er á þetta stig. Ef þetta hefði verið fyrir 20 árum síðan, - allavegana að fólki sæi að það væri eitthvað verið að gera, hefði verið frumskilyrði. En það sést ekki neitt,“ sagði Ingólfur Benediktsson, bóndi í Árnesi 2.Íbúar komu saman á föstudag og stofnuðu Verzlunarfjelag Árneshrepps ehf. Myndin er tekin við inngang verslunarhúsnæðisins.Litli Hjalli/Jón G. Guðjónsson.En Árneshreppsbúar þrauka enn og síðastliðinn föstudag stofnuðu þeir nýtt verslunarfélag sem fékk nafnið Verzlunarfjelag Árneshrepps ehf. Á fréttasíðu Árneshreppsbúa, Litla-Hjalla, segir að íbúar hafi frá því versluninni var lokað í haust þurft að panta vörur og fá þær sendar með flugi.Við upphaf stofnfundarins. Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti og Skúli Gautason, verkefnisstjóri Áfram Árneshreppur, byggðaþróunarverkefnis Byggðastofnunar.Litli Hjalli/Jón G. Guðjónsson.Góð mæting hafi verið á stofnfundinn og bjartsýni ríkt. Um fjórar milljónir króna hafi safnast í hlutafé frá tæplega sjötíu hluthöfum en sett var 100.000 króna hámark á hlutafjárkaup til að tryggja dreifða eignaraðild. Stefnt sé að því að opna verslunina strax á vormánuðum með takmarkaðan opnunartíma og síðan með fullum opnunartíma í sumarbyrjun. Stofnfundur nýja félagsins var haldinn í verslunarhúsnæðinu í Norðurfirði.Litli Hjalli/Jón G. Guðjónsson.„Þetta er náttúrlega með eindæmum þrjóskt og þrautseigt fólk og hefur sýnt það í gegnum tíðina. Það fer allt í eyði á Hornströndum og allt í eyði upp að Árneshreppi. En þarna er eitthvað sem hefur haldið og heldur enn. Það er fólk þarna sem býr þarna og nýtur lífsins og á mjög gott líf. Það er rosalega gott að búa í Árneshreppi,“ sagði Elín Agla. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Árneshreppur Hornstrandir Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. 28. september 2018 22:00 Hrafn segir ögurstund í Árneshreppi og ekki annað í boði en að standa saman Eftir hatrammar deilur í Árneshreppi tóku fulltrúar andstæðra fylkinga hver utan um annan í dag, staðráðnir í að standa saman, þótt menn séu áfram ósammála um Hvalárvirkjun. 29. maí 2018 20:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30
Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. 28. september 2018 22:00
Hrafn segir ögurstund í Árneshreppi og ekki annað í boði en að standa saman Eftir hatrammar deilur í Árneshreppi tóku fulltrúar andstæðra fylkinga hver utan um annan í dag, staðráðnir í að standa saman, þótt menn séu áfram ósammála um Hvalárvirkjun. 29. maí 2018 20:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent