Sjaldgæft en kemur fyrir að hringormar finnist í fólki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 22:00 Mynd birt með leyfi Karls Skírnissonar í tengslum við umfjöllunina. Hringormur hefur fundist þrettán sinnum í fólki á Íslandi frá árinu 2004 svo vitað sé. Tilfellin má rekja til þess að snæddur hefur verið illa hreinsaður eða lítið eldaður fiskur. Dýrafræðingur segir þó enga þó ástæðu til að óttast það að borða fisk. Síðasta tilfellið sem vitað er um hér á landi var í janúar á þessu ári en líklega eru tilfellin fleiri en vitað er um. „Við vitum kannski ekki nema um brot af þeim, þetta gæti verið býsna algengt. Það sem við höfum verið að fá hér á Keldum það sem af er öldinni er svona næstum því eitt tilfelli á ári,“ segir Karl Skírnisson, dýrafræðingur við tilraunastöð HÍ að Keldum. Karl hefur skrifað ítarlegar og fróðlegar greinar um hringorma. Það eru þriðja stigs lirfur hringorma sem kemur fyrir að séu étnar lifandi en þær geta valdið miklum óþægindum. „Þeir lifa í maganum og setjast þar í slímhúðina og valda verkjum og hjá mörgum valda þeir svona uppsölutilfinningu,“ segir Karl. Þetta getur tekið marga daga oft alveg upp í viku áður en að ormarnir ganga upp í kok. „Menn ræskja sig kannski duglega og þá hrökkva þeir upp úr þeim, koma á tannburstann. Stundum koma þeir aftur á móti hina leiðina og enginn veit neitt.“ Einkum er tvennt til ráða til að koma í veg fyrir smit að sögn Karls. „Það þarf alls ekki að óttast það að borða fisk en hreinsa úr þeim hringorma, alla vega passa það að þeir séu ekki lifandi, eða þá að passa það að kjarnahitinn í fiskinum komist upp í 70 gráður eða svo þannig að próteinið í þessum fiskum eðlis sviptist þannig að þeir drepist.“ Dýr Heilbrigðismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Sjá meira
Hringormur hefur fundist þrettán sinnum í fólki á Íslandi frá árinu 2004 svo vitað sé. Tilfellin má rekja til þess að snæddur hefur verið illa hreinsaður eða lítið eldaður fiskur. Dýrafræðingur segir þó enga þó ástæðu til að óttast það að borða fisk. Síðasta tilfellið sem vitað er um hér á landi var í janúar á þessu ári en líklega eru tilfellin fleiri en vitað er um. „Við vitum kannski ekki nema um brot af þeim, þetta gæti verið býsna algengt. Það sem við höfum verið að fá hér á Keldum það sem af er öldinni er svona næstum því eitt tilfelli á ári,“ segir Karl Skírnisson, dýrafræðingur við tilraunastöð HÍ að Keldum. Karl hefur skrifað ítarlegar og fróðlegar greinar um hringorma. Það eru þriðja stigs lirfur hringorma sem kemur fyrir að séu étnar lifandi en þær geta valdið miklum óþægindum. „Þeir lifa í maganum og setjast þar í slímhúðina og valda verkjum og hjá mörgum valda þeir svona uppsölutilfinningu,“ segir Karl. Þetta getur tekið marga daga oft alveg upp í viku áður en að ormarnir ganga upp í kok. „Menn ræskja sig kannski duglega og þá hrökkva þeir upp úr þeim, koma á tannburstann. Stundum koma þeir aftur á móti hina leiðina og enginn veit neitt.“ Einkum er tvennt til ráða til að koma í veg fyrir smit að sögn Karls. „Það þarf alls ekki að óttast það að borða fisk en hreinsa úr þeim hringorma, alla vega passa það að þeir séu ekki lifandi, eða þá að passa það að kjarnahitinn í fiskinum komist upp í 70 gráður eða svo þannig að próteinið í þessum fiskum eðlis sviptist þannig að þeir drepist.“
Dýr Heilbrigðismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Sjá meira