Snjóflóðið hæglega getað sópað fólki niður í fjöru Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 4. febrúar 2019 15:45 Óli Stefán Flóventsson ók inn í snjóflóðið í morgun. Aðsend Einn ökumannanna sem kom að snjóflóðinu sem féll yfir Þjóðveg 1 í Hvalnesskriðum telur að vegfarendur hafi verið þar í hættu. Engin slys urðu þó á fólki og þakkar hann stálgrindverki að ekki fór verr. Óli Stefán Flóventsson, sem margir þekkja af þjálfunarstörfum í knattspyrnu, segist hafa ekið rakleiðis inn í snjóflóðið sem féll yfir veginn á ellefta tímanum í morgun. Hann segir í samtali við Vísi að skyggnið hafi verið lítið fyrir austan í morgun og að hann hafi ekki rekið augun í skaflinn á veginum fyrr en það var orðið of seint. Það eina í stöðunni fyrir hann hafi því verið að halda fast í stýrið og aka rakleiðis inn í snjóflóðið. Þar sat bíll hans fastur og segir Óli að ómögulegt hafi verið að opna dyr bílsins. Honum hafi engu að síður tekist að krafsa sig út. Þá fyrst segist Óli hafa áttað sig á því að hann hafði ekið inn í snjóflóð.Sjá einnig: Rútan ók inn í nýfallið snjóflóðið Töluverð umferð var á svæðinu í morgun, til að mynda óku þrjár rútur fram á snjóflóðið eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Meðan beðið var eftir því að Vegagerðin kæmi á vettvang og ryddi veginn segir Óli að einhverjir vegfarendur hafi yfirgefið bíla sína til að aðstoða þá ökumenn sem sátu fastir á veginum. Viðstöddum stóð þó ekki á sama þegar annað snjófljóð féll úr hlíðinni og hafnaði á varnarvegg, sem Óli lýsir sem stálgirðingu. Höggið var mikið og segir Óli að snjórinn hafi dreifst yfir vegfarendur. Óhætt sé að áætla að ef ekki hefði verið fyrir girðinguna hefði snjóflóðið „sópað fólkinu niður í fjöru,“ eins Óli kemst að orði. Þá hafi viðstaddir áttað sig á því að líklega væru þeir í hættu og því tekið sig til við að losa fasta bíla. Rúturnar hafi bakkað í skjól og bíll Óla dreginn út úr skaflinum. Þrátt fyrir höggið segir Óli að bíll sinn hafi verið ökufær og tókst honum að halda leið sinni áfram. Vegurinn sé þó ennþá lokaður, ef marka má heimasíðu Vegagerðarinnar. Hér að neðan má sjá Facebook-færslu Óla Stefáns um aðstæður á vettvangi. Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Snjóflóð féll á Þjóðveg 1 um Hvalnesskriður Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. 4. febrúar 2019 11:38 Rútan ók inn í nýfallið snjóflóðið Hópurinn sem keyrði fram á snjóflóðin fyrir austan kominn á Djúpavog. 4. febrúar 2019 13:08 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Einn ökumannanna sem kom að snjóflóðinu sem féll yfir Þjóðveg 1 í Hvalnesskriðum telur að vegfarendur hafi verið þar í hættu. Engin slys urðu þó á fólki og þakkar hann stálgrindverki að ekki fór verr. Óli Stefán Flóventsson, sem margir þekkja af þjálfunarstörfum í knattspyrnu, segist hafa ekið rakleiðis inn í snjóflóðið sem féll yfir veginn á ellefta tímanum í morgun. Hann segir í samtali við Vísi að skyggnið hafi verið lítið fyrir austan í morgun og að hann hafi ekki rekið augun í skaflinn á veginum fyrr en það var orðið of seint. Það eina í stöðunni fyrir hann hafi því verið að halda fast í stýrið og aka rakleiðis inn í snjóflóðið. Þar sat bíll hans fastur og segir Óli að ómögulegt hafi verið að opna dyr bílsins. Honum hafi engu að síður tekist að krafsa sig út. Þá fyrst segist Óli hafa áttað sig á því að hann hafði ekið inn í snjóflóð.Sjá einnig: Rútan ók inn í nýfallið snjóflóðið Töluverð umferð var á svæðinu í morgun, til að mynda óku þrjár rútur fram á snjóflóðið eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Meðan beðið var eftir því að Vegagerðin kæmi á vettvang og ryddi veginn segir Óli að einhverjir vegfarendur hafi yfirgefið bíla sína til að aðstoða þá ökumenn sem sátu fastir á veginum. Viðstöddum stóð þó ekki á sama þegar annað snjófljóð féll úr hlíðinni og hafnaði á varnarvegg, sem Óli lýsir sem stálgirðingu. Höggið var mikið og segir Óli að snjórinn hafi dreifst yfir vegfarendur. Óhætt sé að áætla að ef ekki hefði verið fyrir girðinguna hefði snjóflóðið „sópað fólkinu niður í fjöru,“ eins Óli kemst að orði. Þá hafi viðstaddir áttað sig á því að líklega væru þeir í hættu og því tekið sig til við að losa fasta bíla. Rúturnar hafi bakkað í skjól og bíll Óla dreginn út úr skaflinum. Þrátt fyrir höggið segir Óli að bíll sinn hafi verið ökufær og tókst honum að halda leið sinni áfram. Vegurinn sé þó ennþá lokaður, ef marka má heimasíðu Vegagerðarinnar. Hér að neðan má sjá Facebook-færslu Óla Stefáns um aðstæður á vettvangi.
Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Snjóflóð féll á Þjóðveg 1 um Hvalnesskriður Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. 4. febrúar 2019 11:38 Rútan ók inn í nýfallið snjóflóðið Hópurinn sem keyrði fram á snjóflóðin fyrir austan kominn á Djúpavog. 4. febrúar 2019 13:08 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Snjóflóð féll á Þjóðveg 1 um Hvalnesskriður Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. 4. febrúar 2019 11:38
Rútan ók inn í nýfallið snjóflóðið Hópurinn sem keyrði fram á snjóflóðin fyrir austan kominn á Djúpavog. 4. febrúar 2019 13:08