Rútan ók inn í nýfallið snjóflóðið Jakob Bjarnar skrifar 4. febrúar 2019 13:08 Blint var og keyrði önnur rútan í flóðið en það náðist að kippa rútunni úr skaflinum og komu þá moksturstæki og ruddu veginn. Helga Snævarr segir þetta lífsreynslu sem gleymist seint. Hópurinn sem lenti í snjóflóðum í Hvalnesskriðum á Þjóðvegi 1 á suðausturlandi á ellefta tímanum í morgun er kominn heilu og höldnu á Djúpavog. Að sögn Helgu Snævarr Kristjánsdóttur fararstjóra í annarri rútunni sem keyrði fram á nýfallið flóðið var hópurinn sem þar var á ferð af blönduðu þjóðerni. Og fannst þetta býsna mikið ævintýri. Tvær rútur frá SBA Norðurleið voru á leið frá Höfn á austurleið þegar þau keyrðu fram á snjóflóðið sem Vísir greindi frá í morgun. „Við komum að flóðinu mínútu eftir að það féll. Það var svo blint, skyggni núll og bílstjórinn sá ekki skaflinn fyrr en hann var kominn inn í hann,“ segir Helga í samtali við Vísi.Ótrúlega margir á ferðinni í þessari vetrarfærð Engin slys urðu á fólki en þetta var vænt flóð sem lokaði veginum. Um var að ræða tvær rútur frá SBA og svo var önnur frá Snælandi Grímssyni að koma úr hinni áttinni. „Það er mikil hreyfing í fjöllunum þarna fyrir ofan. Svo féll annað flóð meðan við vorum að bíða eftir vegagerðinni eða mokstrinum.Frá Hvalnesskriðum nú áðan. Miklar skriður eru þar sem snjóflóðið féll og mikil hreyfing í fjöllum. Helga segir furðu mikla umferð í þeirri miklu vetrarfærð sem nú er.Þarna komu að margir bílaleigubílar, ótrúlega margir á ferð í þessari vetrarfærð. Við snerum því fólki við, og reyndum að koma því úr skriðusvæðinu sjálfu. Þarna eru miklar skriður, en háar girðingar sem björguðu miklu. Ef girðingin hefði ekki verið hefði seinna flóðið farið á einhvern af bílunum.“Lífsreynsla sem fólk gleymir seint Helga segir þau á hringferð með hóp blandaðs þjóðernis. Átta daga hringferð og er afar spennandi fyrir fólk að fara um hið mikla vetrarríki sem nú er á Íslandi. „Jájá, fólki er brugðið, brá sérstaklega þegar það sá seinna flóðið falla. Sá þá að þetta er stórhættulegt. Þetta er lífsreynsla sem þau gleyma ekki en þetta er fólk frá löndum þar sem lítið er um snjó.“ Moksturstæki komu og opnuðu veginn og hópurinn er nú kominn á Djúpavog, fólk er að fá sér hressingu og fara yfir stöðuna. Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Snjóflóð féll á Þjóðveg 1 um Hvalnesskriður Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. 4. febrúar 2019 11:38 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Hópurinn sem lenti í snjóflóðum í Hvalnesskriðum á Þjóðvegi 1 á suðausturlandi á ellefta tímanum í morgun er kominn heilu og höldnu á Djúpavog. Að sögn Helgu Snævarr Kristjánsdóttur fararstjóra í annarri rútunni sem keyrði fram á nýfallið flóðið var hópurinn sem þar var á ferð af blönduðu þjóðerni. Og fannst þetta býsna mikið ævintýri. Tvær rútur frá SBA Norðurleið voru á leið frá Höfn á austurleið þegar þau keyrðu fram á snjóflóðið sem Vísir greindi frá í morgun. „Við komum að flóðinu mínútu eftir að það féll. Það var svo blint, skyggni núll og bílstjórinn sá ekki skaflinn fyrr en hann var kominn inn í hann,“ segir Helga í samtali við Vísi.Ótrúlega margir á ferðinni í þessari vetrarfærð Engin slys urðu á fólki en þetta var vænt flóð sem lokaði veginum. Um var að ræða tvær rútur frá SBA og svo var önnur frá Snælandi Grímssyni að koma úr hinni áttinni. „Það er mikil hreyfing í fjöllunum þarna fyrir ofan. Svo féll annað flóð meðan við vorum að bíða eftir vegagerðinni eða mokstrinum.Frá Hvalnesskriðum nú áðan. Miklar skriður eru þar sem snjóflóðið féll og mikil hreyfing í fjöllum. Helga segir furðu mikla umferð í þeirri miklu vetrarfærð sem nú er.Þarna komu að margir bílaleigubílar, ótrúlega margir á ferð í þessari vetrarfærð. Við snerum því fólki við, og reyndum að koma því úr skriðusvæðinu sjálfu. Þarna eru miklar skriður, en háar girðingar sem björguðu miklu. Ef girðingin hefði ekki verið hefði seinna flóðið farið á einhvern af bílunum.“Lífsreynsla sem fólk gleymir seint Helga segir þau á hringferð með hóp blandaðs þjóðernis. Átta daga hringferð og er afar spennandi fyrir fólk að fara um hið mikla vetrarríki sem nú er á Íslandi. „Jájá, fólki er brugðið, brá sérstaklega þegar það sá seinna flóðið falla. Sá þá að þetta er stórhættulegt. Þetta er lífsreynsla sem þau gleyma ekki en þetta er fólk frá löndum þar sem lítið er um snjó.“ Moksturstæki komu og opnuðu veginn og hópurinn er nú kominn á Djúpavog, fólk er að fá sér hressingu og fara yfir stöðuna.
Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Snjóflóð féll á Þjóðveg 1 um Hvalnesskriður Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. 4. febrúar 2019 11:38 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Snjóflóð féll á Þjóðveg 1 um Hvalnesskriður Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. 4. febrúar 2019 11:38
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent