Breska lávarðadeildin undirlögð af úldnu keti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. febrúar 2019 09:00 Breska lávarðadeildin þykir ein virðulegasta stofnun Bretlands. María Lilja Þrastardóttir blótar þorra í lávarðadeildinni með Íslendingum um næstu helgi. Hugmyndin fæddist eftir daprasta blót sögunnar í fyrra. Komast inn fyrir dyr lávarðadeildarinnar með úldin mat í skjóli afmælis fullveldisins. „Það var töluvert mál að ná að sannfæra þau um að leyfa okkur að halda þessa sérstöku hátíð með þessum sérstaka mat á þessum virðulega stað,“ segir Garðar Agnarsson Hall matreiðslumeistari um aðdraganda þess að 130 Íslendingar munu blóta þorra í Lávarðadeild breska þingsins um næstu helgi. Garðar, sem er matreiðslumeistari í lávarðadeildinni, segir að hugmyndin hafi fæðst í fyrra eftir daprasta blót Íslendinga sem sögur fara af í London. „Það var ansi dapurt, haldið á pöbb með tannstönglamat. En þá fæddist þessi hugmynd og ég ræddi málið við Ingu Lísu Middleton sem var ekki lengi að koma af stað frábærum hópi Íslendinga til að skipuleggja þetta,“ segir Garðar og bætir við að Íslendingafélagið í London hafi lognast út af fyrir nokkrum árum.María Lilja Þrastardóttir.Garðar segir alls ekki sjálfsagt að fá að halda svona viðburð á þessum stað og því síður með svona mat. „Ég þurfti að útskýra ítarlega fyrir þeim hvernig þorramatur virkar og náði að sannfæra þá um að það væri ómögulegt að útvega hann öðruvísi en fá hann sendan frá Íslandi, segir Garðar og vísar til þess að þótt hægt sé að fá leigða Sali í Lávarðadeildinni, fylgi því ávallt veitingasala á staðnum. Aðspurður viðurkennir Garðar að hafa beitt fullveldisafmælinu á lávarðana. Já já, það var alveg punktur, að við værum að fara að halda þarna upp á 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Hann segir viðtökurnar hafa verið frábærar og selst hafi upp á blótið á rúmum sólarhring. „Það komast 130 manns fyrir og þá er þett setið. Heiðursgestur blótsins verður Lord Viscount Craigavon. „Hann er alveg sérstakur Íslandsvinur og er alveg þekktur fyrir að vera íslendingum innan handar í borginni,“ segir Garðar. Að öðru leiti verða skemmtiatriði að mestu í höndum íslendinga, þeirra á meðal verða íslensskir djassarar og söngfuglar í Íslendingakór Guðnýjar Sigurðardóttur sem starfræktur er í London. Veislustjórinn sem auglýstur var og flytja átti inn frá fróni hefur hins vegar tilkynnt forföll en þau Garðar og Inga Lísa segjast þegar komin með nokkra í sigtið þótt fyrirvarinn sé stuttur. „Já auðvitað, ég hef alltaf stefnt á breska þingið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem var snögg að tryggja sér sæti á blótið ásamt eiginmanni sínum, Orra Páli Dýrasyni. Hún segist ekki hafa farið áður á þorrablót í London en nú stefni hún beint á lávarðadeildina. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Þorrablót Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
María Lilja Þrastardóttir blótar þorra í lávarðadeildinni með Íslendingum um næstu helgi. Hugmyndin fæddist eftir daprasta blót sögunnar í fyrra. Komast inn fyrir dyr lávarðadeildarinnar með úldin mat í skjóli afmælis fullveldisins. „Það var töluvert mál að ná að sannfæra þau um að leyfa okkur að halda þessa sérstöku hátíð með þessum sérstaka mat á þessum virðulega stað,“ segir Garðar Agnarsson Hall matreiðslumeistari um aðdraganda þess að 130 Íslendingar munu blóta þorra í Lávarðadeild breska þingsins um næstu helgi. Garðar, sem er matreiðslumeistari í lávarðadeildinni, segir að hugmyndin hafi fæðst í fyrra eftir daprasta blót Íslendinga sem sögur fara af í London. „Það var ansi dapurt, haldið á pöbb með tannstönglamat. En þá fæddist þessi hugmynd og ég ræddi málið við Ingu Lísu Middleton sem var ekki lengi að koma af stað frábærum hópi Íslendinga til að skipuleggja þetta,“ segir Garðar og bætir við að Íslendingafélagið í London hafi lognast út af fyrir nokkrum árum.María Lilja Þrastardóttir.Garðar segir alls ekki sjálfsagt að fá að halda svona viðburð á þessum stað og því síður með svona mat. „Ég þurfti að útskýra ítarlega fyrir þeim hvernig þorramatur virkar og náði að sannfæra þá um að það væri ómögulegt að útvega hann öðruvísi en fá hann sendan frá Íslandi, segir Garðar og vísar til þess að þótt hægt sé að fá leigða Sali í Lávarðadeildinni, fylgi því ávallt veitingasala á staðnum. Aðspurður viðurkennir Garðar að hafa beitt fullveldisafmælinu á lávarðana. Já já, það var alveg punktur, að við værum að fara að halda þarna upp á 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Hann segir viðtökurnar hafa verið frábærar og selst hafi upp á blótið á rúmum sólarhring. „Það komast 130 manns fyrir og þá er þett setið. Heiðursgestur blótsins verður Lord Viscount Craigavon. „Hann er alveg sérstakur Íslandsvinur og er alveg þekktur fyrir að vera íslendingum innan handar í borginni,“ segir Garðar. Að öðru leiti verða skemmtiatriði að mestu í höndum íslendinga, þeirra á meðal verða íslensskir djassarar og söngfuglar í Íslendingakór Guðnýjar Sigurðardóttur sem starfræktur er í London. Veislustjórinn sem auglýstur var og flytja átti inn frá fróni hefur hins vegar tilkynnt forföll en þau Garðar og Inga Lísa segjast þegar komin með nokkra í sigtið þótt fyrirvarinn sé stuttur. „Já auðvitað, ég hef alltaf stefnt á breska þingið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem var snögg að tryggja sér sæti á blótið ásamt eiginmanni sínum, Orra Páli Dýrasyni. Hún segist ekki hafa farið áður á þorrablót í London en nú stefni hún beint á lávarðadeildina.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Þorrablót Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira