Verkalýðsleiðtogi ósáttur við þátttöku Íslands í Júróvisjón Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2019 14:29 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Baldur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lýsir megnri óánægju sinni með að Ríkisútvarpið ætli að senda keppendur til þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Vísar hún til ofbeldisverka gestgjafanna Ísraela. Fyrrverandi þingmaður telur þátttöku Íslands stuðla að frekari kúgun Palestínumanna. Sigur Ísraela í söngvakeppninni í fyrra þýðir að söngvakeppnin í ár fer fram í Tel Aviv um miðjan maí. Enn á eftir að velja atriði Íslands en undankeppnin hefst á RÚV um næstu helgi. Úrslitin liggja fyrir 2. mars. Nokkur umræða hefur skapast um hvort að Ísland ætti að mótmæla framferði Ísraela gagnvart Palestínumönnum í tengslum við keppnina í ár. Sólveig Anna ljær rödd sína þeim boðskap í harðorðri Facebook-færslu í dag. „Ætlar RÚV í alvöru að taka þátt í Eurovision? Ætlar RÚV í alvöru að senda skemmtiatriði til Tel Aviv? Erum við í alvöru þannig fólk að þjáningar, kúgun, pyntingar og morð skipta okkur engu máli ef okkur er boðið í partí hjá gerendunum?“ skrifar Sólveig Anna án þess að vísa berum orðum til málefna Palestínu. Færslunni fylgir þó mynd sem líkist fána Palestínumanna. „Á í alvöru að bjóða okkur sem [höfum] snefil af siðferðiskennd uppá þetta hneyksli? Í boði sjónvarps „allra [landsmanna]“?“ Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, gerir að því skóna í athugasemd við færslu Sólveigar Önnu að þátttaka Íslands í keppninni geti liðkað fyrir ofbeldisverkum gegn Palestínumönnum. „Árið 2014 drap Ísraelsher 132 börn og unglinga á Gazaströndinni og væntanlega mun stuðningur RÚV og íslenskra tónlistarmanna við ísraelsk stjórnvöld gera þeim kle[i]t að drepa en[n] fleiri á þessu ári. Skömm RÚV og þeirra tón[l]istarmanna sem taka þátt í þessu ógeði er mikil,“ skrifar Þór. Eurovision Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lýsir megnri óánægju sinni með að Ríkisútvarpið ætli að senda keppendur til þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Vísar hún til ofbeldisverka gestgjafanna Ísraela. Fyrrverandi þingmaður telur þátttöku Íslands stuðla að frekari kúgun Palestínumanna. Sigur Ísraela í söngvakeppninni í fyrra þýðir að söngvakeppnin í ár fer fram í Tel Aviv um miðjan maí. Enn á eftir að velja atriði Íslands en undankeppnin hefst á RÚV um næstu helgi. Úrslitin liggja fyrir 2. mars. Nokkur umræða hefur skapast um hvort að Ísland ætti að mótmæla framferði Ísraela gagnvart Palestínumönnum í tengslum við keppnina í ár. Sólveig Anna ljær rödd sína þeim boðskap í harðorðri Facebook-færslu í dag. „Ætlar RÚV í alvöru að taka þátt í Eurovision? Ætlar RÚV í alvöru að senda skemmtiatriði til Tel Aviv? Erum við í alvöru þannig fólk að þjáningar, kúgun, pyntingar og morð skipta okkur engu máli ef okkur er boðið í partí hjá gerendunum?“ skrifar Sólveig Anna án þess að vísa berum orðum til málefna Palestínu. Færslunni fylgir þó mynd sem líkist fána Palestínumanna. „Á í alvöru að bjóða okkur sem [höfum] snefil af siðferðiskennd uppá þetta hneyksli? Í boði sjónvarps „allra [landsmanna]“?“ Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, gerir að því skóna í athugasemd við færslu Sólveigar Önnu að þátttaka Íslands í keppninni geti liðkað fyrir ofbeldisverkum gegn Palestínumönnum. „Árið 2014 drap Ísraelsher 132 börn og unglinga á Gazaströndinni og væntanlega mun stuðningur RÚV og íslenskra tónlistarmanna við ísraelsk stjórnvöld gera þeim kle[i]t að drepa en[n] fleiri á þessu ári. Skömm RÚV og þeirra tón[l]istarmanna sem taka þátt í þessu ógeði er mikil,“ skrifar Þór.
Eurovision Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira