Tímamót á Seltjarnarnesi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. febrúar 2019 09:00 Nýja hjúkrunarheimilið er hið glæsilegasta. Fréttablaðið/Seltjarnarnesbær Fjórum árum og átta mánuðum eftir að fyrsta skóflustungan var tekin að nýju hjúkrunarheimili við Safnatröð 1 á Seltjarnarnesi er heimilið nú fullklárað. Velferðarráðuneytið og Seltjarnarnesbær stóðu saman að framkvæmdunum. „Með stolti og gleði afhendir Seltjarnarnesbær húsnæðið nú í byrjun febrúar 2019, fullfrágengið til rekstraraðila heimilisins,“ segir í fréttatilkynningu frá bænum. Í dag klukkan 13.00 verður vígsluathöfn hjúkrunarheimilisins við Safnatröð þar sem boðið verður upp á sérstaka hátíðardagskrá auk þess sem klippt verður á borða og húsið blessað. Við það tækifæri verður nafn hjúkrunarheimilisins jafnframt kynnt. Samkvæmt upplýsingum frá Seltjarnarnesbæ er hjúkrunarheimilið hið glæsilegasta. Það samanstendur af fjórum heimilum, hvert og eitt með tíu herbergjum. Alls eru þetta því 40 hjúkrunarrými ásamt kjarna fyrir dagdvöl, sjúkraþjálfun, iðju og þjónustu. „Ákvörðun um byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi hefur markað tímamót í byggingarsögu stofnana fyrir aldraða hér á Nesinu,“ segir í fréttatilkynningunni. „Þetta heimili hefur verið skipulagt og hannað frá grunni með það fyrir augum að vera raunverulegt heimili fólks sem heilsu sinnar vegna er ekki lengur fært um að búa á eigin vegum.“ Hjúkrunarheimilið verður rekið eftir nýrri hugmyndafræði í öldrunarþjónustu sem felur í sér sameiningu á helstu kostum sjálfstæðrar búsetu og þess öryggis sem hjúkrunarheimili hafa upp á að bjóða. „Þessi hugmyndafræði byggir á þátttöku íbúanna sjálfra og aðstandenda þeirra í hinu daglega lífi á heimilinu, þar sem starfsfólk og íbúar vinna saman að því að skapa virkt og hlýlegt samfélag.“ Heilbrigðisráðuneytið hefur falið Vigdísarholti, einkahlutafélagi í eigu ríkisins, að annast rekstur hjúkrunarheimilisins og er gert ráð fyrir því að starfsemi hefjist í húsinu á allra næstu vikum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Seltjarnarnes Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Fjórum árum og átta mánuðum eftir að fyrsta skóflustungan var tekin að nýju hjúkrunarheimili við Safnatröð 1 á Seltjarnarnesi er heimilið nú fullklárað. Velferðarráðuneytið og Seltjarnarnesbær stóðu saman að framkvæmdunum. „Með stolti og gleði afhendir Seltjarnarnesbær húsnæðið nú í byrjun febrúar 2019, fullfrágengið til rekstraraðila heimilisins,“ segir í fréttatilkynningu frá bænum. Í dag klukkan 13.00 verður vígsluathöfn hjúkrunarheimilisins við Safnatröð þar sem boðið verður upp á sérstaka hátíðardagskrá auk þess sem klippt verður á borða og húsið blessað. Við það tækifæri verður nafn hjúkrunarheimilisins jafnframt kynnt. Samkvæmt upplýsingum frá Seltjarnarnesbæ er hjúkrunarheimilið hið glæsilegasta. Það samanstendur af fjórum heimilum, hvert og eitt með tíu herbergjum. Alls eru þetta því 40 hjúkrunarrými ásamt kjarna fyrir dagdvöl, sjúkraþjálfun, iðju og þjónustu. „Ákvörðun um byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi hefur markað tímamót í byggingarsögu stofnana fyrir aldraða hér á Nesinu,“ segir í fréttatilkynningunni. „Þetta heimili hefur verið skipulagt og hannað frá grunni með það fyrir augum að vera raunverulegt heimili fólks sem heilsu sinnar vegna er ekki lengur fært um að búa á eigin vegum.“ Hjúkrunarheimilið verður rekið eftir nýrri hugmyndafræði í öldrunarþjónustu sem felur í sér sameiningu á helstu kostum sjálfstæðrar búsetu og þess öryggis sem hjúkrunarheimili hafa upp á að bjóða. „Þessi hugmyndafræði byggir á þátttöku íbúanna sjálfra og aðstandenda þeirra í hinu daglega lífi á heimilinu, þar sem starfsfólk og íbúar vinna saman að því að skapa virkt og hlýlegt samfélag.“ Heilbrigðisráðuneytið hefur falið Vigdísarholti, einkahlutafélagi í eigu ríkisins, að annast rekstur hjúkrunarheimilisins og er gert ráð fyrir því að starfsemi hefjist í húsinu á allra næstu vikum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Seltjarnarnes Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira