Verslunarfólk fagnar dauðadómi plastpoka Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. febrúar 2019 07:15 Umhverfisráðherra tekur stríðið gegn plasti föstum tökum. Fréttablaðið/Eyþór Framkvæmdastjórar Krónunnar og Samkaupa fagna frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, þar sem skorin er upp herör gegn plastpokum. Verslanirnar segja bannið við að afhenda burðarpoka úr plasti án endurgjalds sem kemur til framkvæmda í sumar og endanlegt bann við afhendingu slíkra poka í ársbyrjun 2021 vera í takt við þeirra áherslur og eitthvað sem kallað hafi verið eftir. „Við höfðum heyrt af þessu og höfum verið að þrýsta á svona aðgerðir í langan tíma þannig að við fögnum þessu frumvarpi,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Eins og komið hefur fram er um að ræða innleiðingu á tilskipun ESB en frumvarp Guðmundar Inga gengur lengra en lágmarkskröfur tilskipunarinnar gera ráð fyrir. „Við erum mjög jákvæð gagnvart þessum breytingum og þetta er í takt við okkar áherslur,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar. Hún segir að fyrir liggi að verslanir Krónunnar verði plastpokalausar með öllu fyrir lok ársins. Frumvarpið rími því vel við áherslur fyrirtækisins um minni plastnotkun. Aðspurð segir Gréta María að litlu plastpokarnir sem fáanlegir hafa verið án endurgjalds, á rúllum við kassa og við ávaxtastanda, muni hverfa úr verslunum Krónunnar og aðrar lausnir komi í staðinn. Plastburðarpokar þeir sem enn eru til sölu séu úr 80 prósent endurunnu plasti. „En þeir hverfa úr búðum Krónunnar á næstu mánuðum.“ Gunnar Egill segir að Samkaup, sem rekur auk Samkaupsverslana einnig Nettó, Kjörbúðina, Krambúðina og Seljakjör, hafi farið í umhverfisvænni poka með minna plastinnihaldi fyrir nokkrum árum og unnið markvisst að því að hvetja til notkunar á fjölnotapokum og birgja til að huga að umhverfisvænni lausnum. Gunnar Egill segir að litlu ókeypis plastpokarnir muni væntanlega heyra sögunni til að auki. „Mér finnst líklegt að við fjarlægjum þá alfarið frekar en að rukka fyrir þá gjald en við erum að skoða aðrar lausnir sem gætu leyst það af hólmi.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
Framkvæmdastjórar Krónunnar og Samkaupa fagna frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, þar sem skorin er upp herör gegn plastpokum. Verslanirnar segja bannið við að afhenda burðarpoka úr plasti án endurgjalds sem kemur til framkvæmda í sumar og endanlegt bann við afhendingu slíkra poka í ársbyrjun 2021 vera í takt við þeirra áherslur og eitthvað sem kallað hafi verið eftir. „Við höfðum heyrt af þessu og höfum verið að þrýsta á svona aðgerðir í langan tíma þannig að við fögnum þessu frumvarpi,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Eins og komið hefur fram er um að ræða innleiðingu á tilskipun ESB en frumvarp Guðmundar Inga gengur lengra en lágmarkskröfur tilskipunarinnar gera ráð fyrir. „Við erum mjög jákvæð gagnvart þessum breytingum og þetta er í takt við okkar áherslur,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar. Hún segir að fyrir liggi að verslanir Krónunnar verði plastpokalausar með öllu fyrir lok ársins. Frumvarpið rími því vel við áherslur fyrirtækisins um minni plastnotkun. Aðspurð segir Gréta María að litlu plastpokarnir sem fáanlegir hafa verið án endurgjalds, á rúllum við kassa og við ávaxtastanda, muni hverfa úr verslunum Krónunnar og aðrar lausnir komi í staðinn. Plastburðarpokar þeir sem enn eru til sölu séu úr 80 prósent endurunnu plasti. „En þeir hverfa úr búðum Krónunnar á næstu mánuðum.“ Gunnar Egill segir að Samkaup, sem rekur auk Samkaupsverslana einnig Nettó, Kjörbúðina, Krambúðina og Seljakjör, hafi farið í umhverfisvænni poka með minna plastinnihaldi fyrir nokkrum árum og unnið markvisst að því að hvetja til notkunar á fjölnotapokum og birgja til að huga að umhverfisvænni lausnum. Gunnar Egill segir að litlu ókeypis plastpokarnir muni væntanlega heyra sögunni til að auki. „Mér finnst líklegt að við fjarlægjum þá alfarið frekar en að rukka fyrir þá gjald en við erum að skoða aðrar lausnir sem gætu leyst það af hólmi.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira