Harpa Ósk heillaði gamla hetjutenórinn upp úr skónum Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2019 13:38 Harpa Ósk má vel við una en hún er einhver glæsilegasta söngkona sem Kristján hefur séð. fbl/stefán/ernir Kristján Jóhannsson tenór, einhver þekktasti og besti söngvari Íslands fyrr og síðar, sparar ekki lofið um Hörpu Ósk Björnsdóttur sönkonu, en hún var valin Rödd ársins í söngkeppninni Vox Domini sem fram fór um síðustu helgi. Þar var Kristján staddur enda tóku nemendur hans þátt í keppninni. „Ég varð ofsalega hrifinn af ungri konu sem söng, man ekki ættarnafnið en hún heitir Harpa, bæði mjög falleg, flott, góður flutningur og glæsirödd sem er eitthvað sem ég hef ekki heyrt hér í að minnsta kosti tuttugu ár. Já, Harpa Ósk Björnsdóttir,“ sagði Kristján Jóhannsson sem var ásamt Völu Matt gestur útvarpsþáttarins Bítið í morgun. Kristján segir þetta einstakt, slík rödd kemur ekki fram nema með áratuga millibili. Sjálfur var hann ánægður með sinn hlut en nemendur hans, Jóhann Schram Reed og Guðmundur Karl Eiríksson góða hluti í keppninni og Kristján metur framtíðina í söngnum góða á Íslandi. Allt er þetta fólk sem er undir þrítugu.Kristján lék á als oddi í viðtalinu, sem svo oft áður og kom víða við en þau Vala voru mætt í þáttinn til að ræða fréttir vikunnar. Kristján notaði tækifærið til að koma þessu að, en minnti á að ungt fólk megi ekki halda að allt komi upp í hendurnar á því. Það þurfi að hafa fyrir hlutunum. Sjálfur hafi hann farið um land allt til að koma sér á framfæri. Þetta er allt í hausnum á manni. „Það er sagt að heimskur maður geti ekki sungið vel,“ sagði Kristján. Og benti á að margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Þeir séu ekki nema svona um 50 söngvarar sem tilheyra úrvalsdeildinni og eru að syngja í stærstu húsunum. Nú séu hann og Kristinn Sigmundsson, þessir karldrumbar eins og Kristján orðar það, búnir að gösla þetta í 40 ár og tímabært að unga fólkið fari að láta að sér kveða. Menning Tónlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Kristján Jóhannsson tenór, einhver þekktasti og besti söngvari Íslands fyrr og síðar, sparar ekki lofið um Hörpu Ósk Björnsdóttur sönkonu, en hún var valin Rödd ársins í söngkeppninni Vox Domini sem fram fór um síðustu helgi. Þar var Kristján staddur enda tóku nemendur hans þátt í keppninni. „Ég varð ofsalega hrifinn af ungri konu sem söng, man ekki ættarnafnið en hún heitir Harpa, bæði mjög falleg, flott, góður flutningur og glæsirödd sem er eitthvað sem ég hef ekki heyrt hér í að minnsta kosti tuttugu ár. Já, Harpa Ósk Björnsdóttir,“ sagði Kristján Jóhannsson sem var ásamt Völu Matt gestur útvarpsþáttarins Bítið í morgun. Kristján segir þetta einstakt, slík rödd kemur ekki fram nema með áratuga millibili. Sjálfur var hann ánægður með sinn hlut en nemendur hans, Jóhann Schram Reed og Guðmundur Karl Eiríksson góða hluti í keppninni og Kristján metur framtíðina í söngnum góða á Íslandi. Allt er þetta fólk sem er undir þrítugu.Kristján lék á als oddi í viðtalinu, sem svo oft áður og kom víða við en þau Vala voru mætt í þáttinn til að ræða fréttir vikunnar. Kristján notaði tækifærið til að koma þessu að, en minnti á að ungt fólk megi ekki halda að allt komi upp í hendurnar á því. Það þurfi að hafa fyrir hlutunum. Sjálfur hafi hann farið um land allt til að koma sér á framfæri. Þetta er allt í hausnum á manni. „Það er sagt að heimskur maður geti ekki sungið vel,“ sagði Kristján. Og benti á að margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Þeir séu ekki nema svona um 50 söngvarar sem tilheyra úrvalsdeildinni og eru að syngja í stærstu húsunum. Nú séu hann og Kristinn Sigmundsson, þessir karldrumbar eins og Kristján orðar það, búnir að gösla þetta í 40 ár og tímabært að unga fólkið fari að láta að sér kveða.
Menning Tónlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira