Vígja hjúkrunarheimili á Nesinu með útsýni í allar áttir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2019 10:09 Hjúkrunarheimilið í vetrarríki. Nýtt hjúkrunarheimili verður vígt á Seltjarnarnesi á morgun að viðstöddum bæjarstjóra og heilbrigðisráðherra. Nafn hjúkrunarheimilisins og merki verður ennfremur opinberað við sama tækifæri en haldin var hugmyndasamkeppni um nafn á hjúkrunarheimilið. Hjúkrunarheimilið samanstendur af fjórum tíu herbergja heimilum, alls 40 hjúkrunarrými ásamt miðlægum kjarna fyrir dagdvöl, sjúkraþjálfun, iðju og þjónustu fyrir allt að 25 manns.Esjan í bakgrunni.„Ákvörðun um byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi hefur markað tímamót í byggingarsögu stofnana fyrir aldraða hér á Nesinu. Þetta heimili hefur verið skipulagt og hannað frá grunni með það fyrir augum að vera raunverulegt heimili fólks sem heilsu sinnar vegna er ekki lengur fært um að búa á eigin vegum, þrátt fyrir margvíslegan stuðning. Markmiðið með hönnun heimilisins, staðsetningu húss og lóðar fyrir heimilið á Seltjarnarnesi var unnin í samræmi við stefnu stjórnvalda í öldrunarmálum og verður rekið eftir nýrri hugmyndafræði í öldrunarþjónustu. Hún felur í sér sameiningu á bestu kostum sjálfstæðrar búsetu og þess öryggis sem hjúkrunarheimili hefur upp á að bjóða. Þessi hugmyndafræði byggir á þátttöku íbúanna sjálfra og aðstandenda þeirra í hinu daglega lífi á heimilinu þar sem að starfsfólk og íbúar vinna saman að því að skapa virkt og hlýlegt samfélag. Öll hönnun hússins tekur mið af þessari hugmyndafræði,“ segir í tilkynningu frá bænum.Allir eru velkomnir á opnunina frá 13 til 15 laugardaginn 2. febrúar.„Fyrsta skóflustungan að hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi var tekin í júní 2014 í framhaldi af því að Seltjarnarnesbær úthlutaði ríkinu lóð á einum fegursta útsýnisstað Seltjarnarness, Safnatröð 1, með það í huga að opna þar heimili fyrir aldraða. Velferðarráðuneytið og Seltjarnarnesbær hafa byggt hjúkrunarheimilið þar sem að ríkið greiðir 85% af heildarkostnaði húsnæðisins og Seltjarnarnesbær 15% auk þess sem að Seltjarnarnesbær greiðir fyrir aðstöðu undir dagdvölina. Með stolti og gleði afhendir Seltjarnarnesbær húsnæðið nú í byrjun febrúar 2019, fullfrágengið til rekstraraðila heimilisins. Heilbrigðisráðuneytið hefur falið Vigdísarholti ehf., einkahlutafélagi í eigu ríkisins að annast rekstur hjúkrunarheimilisins. Gert er ráð fyrir að starfsemi hefjist í húsinu á allra næstu vikum en það verður tekið í notkun smám saman og vonast er til að það verði komið í fullan rekstur á næstu þremur mánuðum.“ Heilbrigðismál Seltjarnarnes Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Nýtt hjúkrunarheimili verður vígt á Seltjarnarnesi á morgun að viðstöddum bæjarstjóra og heilbrigðisráðherra. Nafn hjúkrunarheimilisins og merki verður ennfremur opinberað við sama tækifæri en haldin var hugmyndasamkeppni um nafn á hjúkrunarheimilið. Hjúkrunarheimilið samanstendur af fjórum tíu herbergja heimilum, alls 40 hjúkrunarrými ásamt miðlægum kjarna fyrir dagdvöl, sjúkraþjálfun, iðju og þjónustu fyrir allt að 25 manns.Esjan í bakgrunni.„Ákvörðun um byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi hefur markað tímamót í byggingarsögu stofnana fyrir aldraða hér á Nesinu. Þetta heimili hefur verið skipulagt og hannað frá grunni með það fyrir augum að vera raunverulegt heimili fólks sem heilsu sinnar vegna er ekki lengur fært um að búa á eigin vegum, þrátt fyrir margvíslegan stuðning. Markmiðið með hönnun heimilisins, staðsetningu húss og lóðar fyrir heimilið á Seltjarnarnesi var unnin í samræmi við stefnu stjórnvalda í öldrunarmálum og verður rekið eftir nýrri hugmyndafræði í öldrunarþjónustu. Hún felur í sér sameiningu á bestu kostum sjálfstæðrar búsetu og þess öryggis sem hjúkrunarheimili hefur upp á að bjóða. Þessi hugmyndafræði byggir á þátttöku íbúanna sjálfra og aðstandenda þeirra í hinu daglega lífi á heimilinu þar sem að starfsfólk og íbúar vinna saman að því að skapa virkt og hlýlegt samfélag. Öll hönnun hússins tekur mið af þessari hugmyndafræði,“ segir í tilkynningu frá bænum.Allir eru velkomnir á opnunina frá 13 til 15 laugardaginn 2. febrúar.„Fyrsta skóflustungan að hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi var tekin í júní 2014 í framhaldi af því að Seltjarnarnesbær úthlutaði ríkinu lóð á einum fegursta útsýnisstað Seltjarnarness, Safnatröð 1, með það í huga að opna þar heimili fyrir aldraða. Velferðarráðuneytið og Seltjarnarnesbær hafa byggt hjúkrunarheimilið þar sem að ríkið greiðir 85% af heildarkostnaði húsnæðisins og Seltjarnarnesbær 15% auk þess sem að Seltjarnarnesbær greiðir fyrir aðstöðu undir dagdvölina. Með stolti og gleði afhendir Seltjarnarnesbær húsnæðið nú í byrjun febrúar 2019, fullfrágengið til rekstraraðila heimilisins. Heilbrigðisráðuneytið hefur falið Vigdísarholti ehf., einkahlutafélagi í eigu ríkisins að annast rekstur hjúkrunarheimilisins. Gert er ráð fyrir að starfsemi hefjist í húsinu á allra næstu vikum en það verður tekið í notkun smám saman og vonast er til að það verði komið í fullan rekstur á næstu þremur mánuðum.“
Heilbrigðismál Seltjarnarnes Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira