Kristaps Porzingis til Dallas eftir sjö manna skipti í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2019 10:30 Kristaps Porzingis. Getty/Abbie Parr Lettinn Kristaps Porzingis átti að vera framtíðarstjarna New York Knicks liðsins í NBA-deildinni en sú framtíðarsýn varð að engu í gær. Porzingis er nefnilega kominn til Dallas Mavericks eftir risa leikmannaskipti. Dallas Mavericks sér fyrir sér framtíðar dúndursamvinnu á milli Evrópubúanna Luka Doncic og Kristaps Porzingis sem munu nú í sameiningu væntanlega taka við liðinu af Þjóðverjanum Dirk Nowitzki.pic.twitter.com/rTCUW6qLzt — Kristaps Porzingis (@kporzee) February 1, 2019 Luka Doncic hefur slegið í gegn á fyrsta tímabili og sýnt fram á það að það er vel hægt að byggja NBA-lið í kringum hann. Kristaps Porzingis er enn að ná sér eftir krossbandsslit og var ekki byrjaður að spila með New York Knicks á tímabilinu. Í gær fréttir af óánægju hans með hversu illa gekk hjá New York Knicks liðinu og að hann vildi helst komast annað. Skömmu seinna var búið að skipta honum til Dallas Mavericks.From one young Mavs duo to the next. (via @ramonashelburne) pic.twitter.com/xdXFQE3Maq — NBA on ESPN (@ESPNNBA) February 1, 2019This is why the #Knicks can't have nice things They had a future star in Kristaps Porzingis and they ruined it, writes @SBondyNYDN: https://t.co/8FurTjG4rIpic.twitter.com/j3jd8TERGd — NY Daily News Sports (@NYDNSports) February 1, 2019Dallas Mavericks fær Kristaps Porzingis og að auki leikmennina Trey Burke, Courtney Lee og Tim Hardaway Jr. en í staðinn fær New York Knicks nýliðann efnilega Dennis Smith Jr., reynsluboltana Wesley Matthews og DeAndre Jordan og svo tvo framtíðarvalrétti í fyrstu umferð. Samingar þeirra Wesley Matthews og DeAndre Jordan eru að renna út og það getur vel farið svo að New York Knicks kaupi þá út. Matthews og Jordan myndu þá eflaust reyna að komast til liðs í titilbaráttu. Það efast enginn um það að Kristaps Porzingis var frábær leikmaður áður en hann meiddist og hann er enn þá bara 23 ára gamall. Porzingis var með 22,7 stig og 6,6 fráköst að meðaltali í fyrra en þessi 221 sentímetra maður var með 39,5 prósent þriggja stiga skotnýtingu.Kristaps Porzingis is already over his breakup with the #Knicks He didn't even give fans time to mourn: https://t.co/Zray9grdcipic.twitter.com/cjZNVKe6FN — NY Daily News Sports (@NYDNSports) February 1, 2019 NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Lettinn Kristaps Porzingis átti að vera framtíðarstjarna New York Knicks liðsins í NBA-deildinni en sú framtíðarsýn varð að engu í gær. Porzingis er nefnilega kominn til Dallas Mavericks eftir risa leikmannaskipti. Dallas Mavericks sér fyrir sér framtíðar dúndursamvinnu á milli Evrópubúanna Luka Doncic og Kristaps Porzingis sem munu nú í sameiningu væntanlega taka við liðinu af Þjóðverjanum Dirk Nowitzki.pic.twitter.com/rTCUW6qLzt — Kristaps Porzingis (@kporzee) February 1, 2019 Luka Doncic hefur slegið í gegn á fyrsta tímabili og sýnt fram á það að það er vel hægt að byggja NBA-lið í kringum hann. Kristaps Porzingis er enn að ná sér eftir krossbandsslit og var ekki byrjaður að spila með New York Knicks á tímabilinu. Í gær fréttir af óánægju hans með hversu illa gekk hjá New York Knicks liðinu og að hann vildi helst komast annað. Skömmu seinna var búið að skipta honum til Dallas Mavericks.From one young Mavs duo to the next. (via @ramonashelburne) pic.twitter.com/xdXFQE3Maq — NBA on ESPN (@ESPNNBA) February 1, 2019This is why the #Knicks can't have nice things They had a future star in Kristaps Porzingis and they ruined it, writes @SBondyNYDN: https://t.co/8FurTjG4rIpic.twitter.com/j3jd8TERGd — NY Daily News Sports (@NYDNSports) February 1, 2019Dallas Mavericks fær Kristaps Porzingis og að auki leikmennina Trey Burke, Courtney Lee og Tim Hardaway Jr. en í staðinn fær New York Knicks nýliðann efnilega Dennis Smith Jr., reynsluboltana Wesley Matthews og DeAndre Jordan og svo tvo framtíðarvalrétti í fyrstu umferð. Samingar þeirra Wesley Matthews og DeAndre Jordan eru að renna út og það getur vel farið svo að New York Knicks kaupi þá út. Matthews og Jordan myndu þá eflaust reyna að komast til liðs í titilbaráttu. Það efast enginn um það að Kristaps Porzingis var frábær leikmaður áður en hann meiddist og hann er enn þá bara 23 ára gamall. Porzingis var með 22,7 stig og 6,6 fráköst að meðaltali í fyrra en þessi 221 sentímetra maður var með 39,5 prósent þriggja stiga skotnýtingu.Kristaps Porzingis is already over his breakup with the #Knicks He didn't even give fans time to mourn: https://t.co/Zray9grdcipic.twitter.com/cjZNVKe6FN — NY Daily News Sports (@NYDNSports) February 1, 2019
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira