Elta sauðfé í þjóðgarði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. febrúar 2019 06:45 Frá Þingvöllum. „Það er væntanlega einhvers staðar gat á girðingu,“ segir Gunnar Þórir Þorkelsson héraðsdýralæknir sem sendi á dögunum bréf til Bláskógabyggðar vegna kinda í þjóðgarðinum á Þingvöllum. „Matvælastofnun hafa borist ábendingar um, að innan þjóðgarðs á Þingvöllum gangi hópur sauðfjár sjálfala og aðgæslulaus,“ sagði í bréfi héraðsdýralæknisins sem vitnaði í lög um velferð dýra. Þau skuli að vetri til hafa skjól fyrir öllum veðrum og þörfum þeirra á að sinna einu sinni á dag. „Auk ofangreinds er einnig brýnt að ná til þessa fjár þar sem Matvælastofnun hefur borist tilkynning um að fé sé að sleppa milli varnarhólfa Landnámshólfs og Grímsness- og Laugardalshólfs,“ skrifaði Gunnar Þórir. „Nauðsynlegt er að athuga hvort þetta fé sé í röngu varnarhólfi. Eins er mikilvægt að staðfest sé hver sé umráðamaður fjárins, svo unnt sé að kanna almennan aðbúnað fjár í hans umsjá verði þörf talin á.“ Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður segir nokkuð hafa verið um lausagöngu sauðfjár í þjóðgarðinum undanfarin ár. Ástæðan sé að hluta sú að viðhaldi þjóðgarðsgirðingar að austanverðu sé ábótavant. Úr því hafi loks verið bætt í fyrra og fé í þjóðgarðinum þá fækkað eitthvað. „Hins vegar er girðingin fyrir ofan Almannagjá nokkuð lek. Einnig eru þar nokkur hlið sem ferðamenn skilja oft eftir opin. Þar fyrir utan er eitthvert fé sem mögulega hefur komist þar inn vegna framkvæmda á Haki á síðasta ári,“ útskýrir Einar. Laga eigi girðinguna við Almannagjá fyrir vorið. „Girðingin fyrir ofan Almannagjá er sauðfjárveikigirðing og því eiga þær kindur sem koma ofan af niður í sigdældina ekki afturkvæmt til síns heima samkvæmt laganna hljóðan.“ Einar segir nú áætlað að um tíu kindur séu í þjóðgarðinum vestanverðum og að einhverjar kindur séu líka austanmegin. „Það er mikill snjór núna og jarðbönn þó að þær geti nærst nokkuð á birkigróðri,“ segir þjóðgarðsvörður. Hægt sé að rekja spor þeirra í snjónum og stefnt sé að því að ná skepnunum á næstu dögum. „Féð verður handsamað næstu daga,“ staðfestir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Dýraheilbrigði Landbúnaður Þjóðgarðar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
„Það er væntanlega einhvers staðar gat á girðingu,“ segir Gunnar Þórir Þorkelsson héraðsdýralæknir sem sendi á dögunum bréf til Bláskógabyggðar vegna kinda í þjóðgarðinum á Þingvöllum. „Matvælastofnun hafa borist ábendingar um, að innan þjóðgarðs á Þingvöllum gangi hópur sauðfjár sjálfala og aðgæslulaus,“ sagði í bréfi héraðsdýralæknisins sem vitnaði í lög um velferð dýra. Þau skuli að vetri til hafa skjól fyrir öllum veðrum og þörfum þeirra á að sinna einu sinni á dag. „Auk ofangreinds er einnig brýnt að ná til þessa fjár þar sem Matvælastofnun hefur borist tilkynning um að fé sé að sleppa milli varnarhólfa Landnámshólfs og Grímsness- og Laugardalshólfs,“ skrifaði Gunnar Þórir. „Nauðsynlegt er að athuga hvort þetta fé sé í röngu varnarhólfi. Eins er mikilvægt að staðfest sé hver sé umráðamaður fjárins, svo unnt sé að kanna almennan aðbúnað fjár í hans umsjá verði þörf talin á.“ Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður segir nokkuð hafa verið um lausagöngu sauðfjár í þjóðgarðinum undanfarin ár. Ástæðan sé að hluta sú að viðhaldi þjóðgarðsgirðingar að austanverðu sé ábótavant. Úr því hafi loks verið bætt í fyrra og fé í þjóðgarðinum þá fækkað eitthvað. „Hins vegar er girðingin fyrir ofan Almannagjá nokkuð lek. Einnig eru þar nokkur hlið sem ferðamenn skilja oft eftir opin. Þar fyrir utan er eitthvert fé sem mögulega hefur komist þar inn vegna framkvæmda á Haki á síðasta ári,“ útskýrir Einar. Laga eigi girðinguna við Almannagjá fyrir vorið. „Girðingin fyrir ofan Almannagjá er sauðfjárveikigirðing og því eiga þær kindur sem koma ofan af niður í sigdældina ekki afturkvæmt til síns heima samkvæmt laganna hljóðan.“ Einar segir nú áætlað að um tíu kindur séu í þjóðgarðinum vestanverðum og að einhverjar kindur séu líka austanmegin. „Það er mikill snjór núna og jarðbönn þó að þær geti nærst nokkuð á birkigróðri,“ segir þjóðgarðsvörður. Hægt sé að rekja spor þeirra í snjónum og stefnt sé að því að ná skepnunum á næstu dögum. „Féð verður handsamað næstu daga,“ staðfestir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.
Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Dýraheilbrigði Landbúnaður Þjóðgarðar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira