Töff töfrabrögð í fjörutíu ár Benedikt Bóas skrifar 1. febrúar 2019 07:00 Sýningin í fyrra heppnaðist vel með skjáinn á bak við. Hann ætlar að taka þessa sýningu upp og kannski gefa út. Tíminn mun leiða það í ljós. Sýningin verður með öllu klassíska efninu; rakvélarblöðum, hugsanalestri og sjónhverfingum og öllu þar á milli. „Ég get ekki alveg séð fyrir mér viðbrögðin í dag við 12 ára barni inni á vínveitingastöðum að skemmta liðinu. Fyrir utan að vera ungur var ég svo lítill og seinþroska að ég leit út eins og ég væri 7 ára,“ segir Ingó Geirdal, töframaður með meiru, en hann var farinn að skemmta í Hollywood, Skiphól og Þórskaffi aðeins lítill gutti. Í ár eru 40 ár síðan hann kom fyrst opinberlega fram. Skömmu síðar var hann kominn í Stundina okkar og þaðan lá leiðin inn á skemmtistaði bæjarins. „Ég var fastbókaður í Hollywood í hverri viku. Var að koma fram upp úr miðnætti. Þetta vakti lukku og var mikill skóli fyrir mann,“ segir hann.„Þegar maður er búinn að æfa atriðin í tugi ára þá er maður orðinn það sjóaður að það skiptir engu máli hve nálægt fólk er. Ég kem stundum fram hjá fyrirtækjum og félagasamtökum og þá hef ég verið að koma fram í návígi. Það skiptir engu máli. Þessi atriði virka á skjáum og sviði,“ segir Ingó.Ingó ætlar að halda afmælissýningu í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 10. febrúar. Hann hefur sett saman það besta sem hann kann og verður sýningunni varpað upp á skjá svo allir geta séð sem best. „Salurinn er mjög skemmtilegur til að halda töfrasýningu. Þarna verða öll mín bestu atriði, bæði þau sem ég hef verið að sýna í gegnum tíðina og þau nýlegustu. Þarna verða rakvélarblöðin flugbeittu, hugsanalestur og sjónhverfingar og allt þar á milli. Einnig ætla ég að taka þessi sem eru spari og maður hefur ekki gert í mörg ár. Það sem er skemmtilegt við Salinn er að það eru ekki nein slæm sæti. Til að auka upplifunina verð ég með skjá fyrir ofan sviðið og er búinn að ráða vin minn frá Sagafilm sem ætlar að taka þetta upp og sýna í nærmynd. Fólk kemur til með að sjá allt mjög vel,“ segir hann og leggur áherslu á orðið mjög. Margir þekkja Ingó einnig fyrir að fara fimum fingrum um gítarinn en nýverið urðu mannabreytingar í hljómsveitinni Dimmu sem hefur rokkað og rólað í mörg herrans ár. „Hljómsveitin er 15 ára í ár, Stefán Jakobsson söngvari er búinn að vera í átta ár og Egill er núna nýkominn inn. Við erum að fara að spila aftur í lok mars og byrjum að spila í Skyrgerðinni í Hveragerði og svo verður meira og minna komið fram á tónleikum víða um land. Planið er svo að semja eitthvað nýtt og koma frá sér á árinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira
„Ég get ekki alveg séð fyrir mér viðbrögðin í dag við 12 ára barni inni á vínveitingastöðum að skemmta liðinu. Fyrir utan að vera ungur var ég svo lítill og seinþroska að ég leit út eins og ég væri 7 ára,“ segir Ingó Geirdal, töframaður með meiru, en hann var farinn að skemmta í Hollywood, Skiphól og Þórskaffi aðeins lítill gutti. Í ár eru 40 ár síðan hann kom fyrst opinberlega fram. Skömmu síðar var hann kominn í Stundina okkar og þaðan lá leiðin inn á skemmtistaði bæjarins. „Ég var fastbókaður í Hollywood í hverri viku. Var að koma fram upp úr miðnætti. Þetta vakti lukku og var mikill skóli fyrir mann,“ segir hann.„Þegar maður er búinn að æfa atriðin í tugi ára þá er maður orðinn það sjóaður að það skiptir engu máli hve nálægt fólk er. Ég kem stundum fram hjá fyrirtækjum og félagasamtökum og þá hef ég verið að koma fram í návígi. Það skiptir engu máli. Þessi atriði virka á skjáum og sviði,“ segir Ingó.Ingó ætlar að halda afmælissýningu í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 10. febrúar. Hann hefur sett saman það besta sem hann kann og verður sýningunni varpað upp á skjá svo allir geta séð sem best. „Salurinn er mjög skemmtilegur til að halda töfrasýningu. Þarna verða öll mín bestu atriði, bæði þau sem ég hef verið að sýna í gegnum tíðina og þau nýlegustu. Þarna verða rakvélarblöðin flugbeittu, hugsanalestur og sjónhverfingar og allt þar á milli. Einnig ætla ég að taka þessi sem eru spari og maður hefur ekki gert í mörg ár. Það sem er skemmtilegt við Salinn er að það eru ekki nein slæm sæti. Til að auka upplifunina verð ég með skjá fyrir ofan sviðið og er búinn að ráða vin minn frá Sagafilm sem ætlar að taka þetta upp og sýna í nærmynd. Fólk kemur til með að sjá allt mjög vel,“ segir hann og leggur áherslu á orðið mjög. Margir þekkja Ingó einnig fyrir að fara fimum fingrum um gítarinn en nýverið urðu mannabreytingar í hljómsveitinni Dimmu sem hefur rokkað og rólað í mörg herrans ár. „Hljómsveitin er 15 ára í ár, Stefán Jakobsson söngvari er búinn að vera í átta ár og Egill er núna nýkominn inn. Við erum að fara að spila aftur í lok mars og byrjum að spila í Skyrgerðinni í Hveragerði og svo verður meira og minna komið fram á tónleikum víða um land. Planið er svo að semja eitthvað nýtt og koma frá sér á árinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira