Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 19. febrúar 2019 17:16 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. Vísir/Egill Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti í dag um nýtt neðsta skattþrep. Þetta nýja skattþrep á að lækka skattbyrði lágtekjufólks um rúm tvö prósentustig. Til að fjármagna þessar aðgerðir hyggst ríkisstjórnin fórna samsköttun í kerfinu. Hið nýja skattþrep er 32,94 prósent eða fjórum prósentustigum lægra en lægra þrepið í tveggja þrepa skattkerfi. Þetta lægsta skattþrep er upp í tekjur 325 þúsund krónur. Fram kom í máli Bjarna að þessi breyting ætti eftir að auka ráðstöfunartekjur þess sem er með 325 þúsund krónur í mánaðarlaun um rúmar 80 þúsund krónur á ári. Bjarni tilkynnti um þessar fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum á sérstökum blaðamannafundi í fjármála - og efnahagsráðuneytinu í dag en kynningu hans má sjá í spilaranum hér neðar í fréttinni.Dæmi um það hvaða áhrif breytingarnar hafa á tiltekna hópa samkvæmt útreikningum stjórnvalda.Ráðherra tók dæmi um það hvaða áhrif breytingarnar myndu hafa á barnafólk, til dæmis einstætt foreldri með tvö börn þar sem annað barnið er yngra en sjö ára. Inn í dæmið koma einnig breytingar á barnabótakerfinu. Sé foreldrið með 300 þúsund krónur á mánuði hækka barnabætur um 114.400 krónur á þessu ári. Skattar lækka um 81.100 krónur og nema áhrifin alls því 195.500 krónum. Fyrir foreldra í sambúð sem eiga tvö börn, og annað yngra en sjö ára, með samanlagðar mánaðartekjur upp á eina milljón króna þýða breytingarnar áhrif um alls 269.100 krónur. Þar nemur hækkun barnabóta 106.900 krónum og lækkun skatta 162.200 krónum. Í dag áttu fjármálaráðherra, forsætisráðherra og félagsmálaráðherra fund með fulltrúum vinnumarkaðarins þar sem þessar breytingar voru ræddar. Forystumenn stéttarfélaganna VR, Eflingar, VLFA og VLFG lýstu að loknum fundi yfir reiði og vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar. Samtök atvinnulífsins telja aftur á móti að tillögur stjórnvalda séu raunsæjar og ábyrgar.Klippa: Endurskoðun skattkerfis - BlaðamannafundurFréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti í dag um nýtt neðsta skattþrep. Þetta nýja skattþrep á að lækka skattbyrði lágtekjufólks um rúm tvö prósentustig. Til að fjármagna þessar aðgerðir hyggst ríkisstjórnin fórna samsköttun í kerfinu. Hið nýja skattþrep er 32,94 prósent eða fjórum prósentustigum lægra en lægra þrepið í tveggja þrepa skattkerfi. Þetta lægsta skattþrep er upp í tekjur 325 þúsund krónur. Fram kom í máli Bjarna að þessi breyting ætti eftir að auka ráðstöfunartekjur þess sem er með 325 þúsund krónur í mánaðarlaun um rúmar 80 þúsund krónur á ári. Bjarni tilkynnti um þessar fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum á sérstökum blaðamannafundi í fjármála - og efnahagsráðuneytinu í dag en kynningu hans má sjá í spilaranum hér neðar í fréttinni.Dæmi um það hvaða áhrif breytingarnar hafa á tiltekna hópa samkvæmt útreikningum stjórnvalda.Ráðherra tók dæmi um það hvaða áhrif breytingarnar myndu hafa á barnafólk, til dæmis einstætt foreldri með tvö börn þar sem annað barnið er yngra en sjö ára. Inn í dæmið koma einnig breytingar á barnabótakerfinu. Sé foreldrið með 300 þúsund krónur á mánuði hækka barnabætur um 114.400 krónur á þessu ári. Skattar lækka um 81.100 krónur og nema áhrifin alls því 195.500 krónum. Fyrir foreldra í sambúð sem eiga tvö börn, og annað yngra en sjö ára, með samanlagðar mánaðartekjur upp á eina milljón króna þýða breytingarnar áhrif um alls 269.100 krónur. Þar nemur hækkun barnabóta 106.900 krónum og lækkun skatta 162.200 krónum. Í dag áttu fjármálaráðherra, forsætisráðherra og félagsmálaráðherra fund með fulltrúum vinnumarkaðarins þar sem þessar breytingar voru ræddar. Forystumenn stéttarfélaganna VR, Eflingar, VLFA og VLFG lýstu að loknum fundi yfir reiði og vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar. Samtök atvinnulífsins telja aftur á móti að tillögur stjórnvalda séu raunsæjar og ábyrgar.Klippa: Endurskoðun skattkerfis - BlaðamannafundurFréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent