Erfitt fyrir brotaþola að leita til lögreglu og ákæruvalds Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 13:02 Kolbrún segir fá mál rata inn á borð lögreglu og ákæruvalds. Vísir/Baldur Aðeins lítill hluti brota sem eiga sér stað með stafrænu kynferðisofbeldi rata inn á borð lögreglu og ákæruvalds. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir þolendur veigra sér við að leita til lögreglu svo myndefnið fái ekki frekari dreifingu og skoðun. Bæta þurfi lögin.Á málþingi sem haldið var um starfrænt kynferðisofbeldi kom fram að lagaumhverfið hér á landi nái ekki nægilega vel utan um brot af þessu tagi. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og doktorsnemi, sagði í erindi sínu ákall innan úr kerfinu að bæta verkferla og endurskoða lögin. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðasaksóknari tekur undir þessi orð og segir aðeins lítinn hluta rata inn á borð lögreglu og ákæruvalds þrátt fyrir fjölgun brota. Málin séu af allskyns toga, frá myndbirtingum yfir í ofbeldishótanir. „Svo höfum við líka séð að alvarlegri brot, þar sem að sakborningur nýtir sér það að hafa undir höndum kynferðislegt myndefni til þess að fá fram til dæmis kynmök. Við erum með tvo dóma í Hæstarétti annars vegar þar sem var sakfellt fyrir tilraun til nauðgunar og hins vegar þar sem var sakfellt fyrir nauðgun. Þar sem meðal annars þetta var notað, hótað var að birta svona myndefni ef að brotaþoli hefði ekki einhverskonar kynmök við geranda,“ segir hún.Brotunum fer fjölgandi Kolbrún segir vandann stærri en tölurnar sem lögreglan og ákæruvald hafi í höndunum um brotin. Það geri sér heldur ekki allir grein fyrir að myndbirtingar sem þessar séu refsiverðar. „Ég held líka að þetta séu mál sem eru kannski erfið fyrir brotaþola að leita með til lögreglu og ákæruvalds. Þetta er viðkvæmt. Það þýðir þá væntanlega það að ef að myndirnar eru til að það eru þá fleiri sem þurfa að skoða þær. Bæði hjá lögreglu og ákæruvaldi og jafnvel dómstólar ef málið fer þangað,“ segir hún. Aðspurð hvort hún telji að þurfi að endurskoða lögin svarar hún játandi. „Það er mín skoðun að það sé ástæða til þess að setja sérstakt ákvæði í kynferðisafbrotakaflann sem tekur á svona dreifingu,“ segir hún. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir „Brotaþolar í svona málum eru líka fullorðið fólk“ Ísland er ekki samanburðarhæft þegar kemur að löggjöf og vernd gegn starfrænu kynferðisofbeldi segir lögfræðingur og doktorsnemi. Rannsókn hennar sýnir að ákall sé innan úr kerfinu að taka málaflokkinn föstum tökum, bæta verkferla og endurskoða meðal annars ákvæði hegningarlaga um friðhelgi einkalífsins. 18. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Aðeins lítill hluti brota sem eiga sér stað með stafrænu kynferðisofbeldi rata inn á borð lögreglu og ákæruvalds. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir þolendur veigra sér við að leita til lögreglu svo myndefnið fái ekki frekari dreifingu og skoðun. Bæta þurfi lögin.Á málþingi sem haldið var um starfrænt kynferðisofbeldi kom fram að lagaumhverfið hér á landi nái ekki nægilega vel utan um brot af þessu tagi. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og doktorsnemi, sagði í erindi sínu ákall innan úr kerfinu að bæta verkferla og endurskoða lögin. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðasaksóknari tekur undir þessi orð og segir aðeins lítinn hluta rata inn á borð lögreglu og ákæruvalds þrátt fyrir fjölgun brota. Málin séu af allskyns toga, frá myndbirtingum yfir í ofbeldishótanir. „Svo höfum við líka séð að alvarlegri brot, þar sem að sakborningur nýtir sér það að hafa undir höndum kynferðislegt myndefni til þess að fá fram til dæmis kynmök. Við erum með tvo dóma í Hæstarétti annars vegar þar sem var sakfellt fyrir tilraun til nauðgunar og hins vegar þar sem var sakfellt fyrir nauðgun. Þar sem meðal annars þetta var notað, hótað var að birta svona myndefni ef að brotaþoli hefði ekki einhverskonar kynmök við geranda,“ segir hún.Brotunum fer fjölgandi Kolbrún segir vandann stærri en tölurnar sem lögreglan og ákæruvald hafi í höndunum um brotin. Það geri sér heldur ekki allir grein fyrir að myndbirtingar sem þessar séu refsiverðar. „Ég held líka að þetta séu mál sem eru kannski erfið fyrir brotaþola að leita með til lögreglu og ákæruvalds. Þetta er viðkvæmt. Það þýðir þá væntanlega það að ef að myndirnar eru til að það eru þá fleiri sem þurfa að skoða þær. Bæði hjá lögreglu og ákæruvaldi og jafnvel dómstólar ef málið fer þangað,“ segir hún. Aðspurð hvort hún telji að þurfi að endurskoða lögin svarar hún játandi. „Það er mín skoðun að það sé ástæða til þess að setja sérstakt ákvæði í kynferðisafbrotakaflann sem tekur á svona dreifingu,“ segir hún.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir „Brotaþolar í svona málum eru líka fullorðið fólk“ Ísland er ekki samanburðarhæft þegar kemur að löggjöf og vernd gegn starfrænu kynferðisofbeldi segir lögfræðingur og doktorsnemi. Rannsókn hennar sýnir að ákall sé innan úr kerfinu að taka málaflokkinn föstum tökum, bæta verkferla og endurskoða meðal annars ákvæði hegningarlaga um friðhelgi einkalífsins. 18. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
„Brotaþolar í svona málum eru líka fullorðið fólk“ Ísland er ekki samanburðarhæft þegar kemur að löggjöf og vernd gegn starfrænu kynferðisofbeldi segir lögfræðingur og doktorsnemi. Rannsókn hennar sýnir að ákall sé innan úr kerfinu að taka málaflokkinn föstum tökum, bæta verkferla og endurskoða meðal annars ákvæði hegningarlaga um friðhelgi einkalífsins. 18. febrúar 2019 20:00