30 milljónir til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela Atli Ísleifsson skrifar 18. febrúar 2019 18:17 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi við Juan Guaidó, forseta þjóðþings Venesúela, fyrr í dag. vísir/vilhelm Íslensk stjórnvöld munu verja þrjátíu milljónum króna til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela með stuðningi við starfsemi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu og segir að upphæðin sé til viðbótar tuttugu milljóna króna framlagi sem var ráðstafað til hjálpar flóttafólki frá Venesúela í samstarfi við SOS-Barnaþorp í lok janúar. Einnig segir að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafi fyrr í dag rætt við Juan Guaidó, forseta þjóðþings Venesúela, og greint honum frá stuðningi ríkisstjórnar Íslands við hann sem forseta til bráðabirgða og framlagi Íslands til mannúðaraðstoðar. „Við ræddum almennt um stöðuna í Venesúela og mikilvægi þess að alþjóðasamfélagið beiti sér áfram fyrir frjálsum og friðsamlegum kosningum í Venesúela. Það var gott að geta greint frá fjárhagsstuðningi okkar við flóttafólk frá Venesúela, enda þörfin brýn,“ er haft eftir Guðlaugi Þór.Juan Guaidó, þingforsetinn og sjálfsyfirlýstur forseti Venesúela.Vísir/EPARæddi við Venesúelamenn búsetta á Íslandi Í tilkynningunni segir að Guðlaugur Þór og Guaidó hafi einnig rætt áframhaldandi friðsæl mótmæli í Venesúela og aðgerðir stjórnar Nicolasar Maduro, sem meðal annars hafi komið í veg fyrir að mannúðaraðstoð berist þeim sem á þurfa að halda. „Áður hafði Guðlaugur Þór rætt við Oswaldo Perez og Maríu Carolinu Osorio frá Venesúela en þau eru búsett er hér á landi. Þau höfðu sína sögu að segja um hvernig ástandið hefur hríðversnað í Venesúela. Hitabeltissjúkdómar sem ekki hafa sést í landinu láta nú á sér kræla og vannæring og lyfjaskortur veldur aukinni tíðni dauðsfalla bæði meðal barna og fullorðinna.Utanríkisráðherra hitti Oswaldo Perez og Maríu Carolinu Osorio frá VenesúelaUtanríkisráðuneytiðEins og fram hefur komið lýsti Guðlaugur Þór yfir stuðningi íslenskra stjórnvalda við Juan Guaidó sem bráðabirgðaforseta Venesúela þann 4. febrúar síðastliðinn, um leið og hann skoraði á þarlend stjórnvöld að efna til frjálsra og lýðræðislegra kosninga í samræmi við vilja þjóðarinnar,“ segir í tilkynningunni. Flóttamenn Utanríkismál Venesúela Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Hvað gengur Bandaríkjunum til? Meirihluti Lima-hópsins svokallaða, hóps ríkja Suður-Ameríku og Kanada, hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó. 5. febrúar 2019 16:15 Bandaríkjamenn reyna að koma vistum til Venesúela Bandarískar herflugvél lenti í dag í kólumbíska bænum Cucuta með vistir sem eiga að berast til Venesúela. 16. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Íslensk stjórnvöld munu verja þrjátíu milljónum króna til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela með stuðningi við starfsemi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu og segir að upphæðin sé til viðbótar tuttugu milljóna króna framlagi sem var ráðstafað til hjálpar flóttafólki frá Venesúela í samstarfi við SOS-Barnaþorp í lok janúar. Einnig segir að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafi fyrr í dag rætt við Juan Guaidó, forseta þjóðþings Venesúela, og greint honum frá stuðningi ríkisstjórnar Íslands við hann sem forseta til bráðabirgða og framlagi Íslands til mannúðaraðstoðar. „Við ræddum almennt um stöðuna í Venesúela og mikilvægi þess að alþjóðasamfélagið beiti sér áfram fyrir frjálsum og friðsamlegum kosningum í Venesúela. Það var gott að geta greint frá fjárhagsstuðningi okkar við flóttafólk frá Venesúela, enda þörfin brýn,“ er haft eftir Guðlaugi Þór.Juan Guaidó, þingforsetinn og sjálfsyfirlýstur forseti Venesúela.Vísir/EPARæddi við Venesúelamenn búsetta á Íslandi Í tilkynningunni segir að Guðlaugur Þór og Guaidó hafi einnig rætt áframhaldandi friðsæl mótmæli í Venesúela og aðgerðir stjórnar Nicolasar Maduro, sem meðal annars hafi komið í veg fyrir að mannúðaraðstoð berist þeim sem á þurfa að halda. „Áður hafði Guðlaugur Þór rætt við Oswaldo Perez og Maríu Carolinu Osorio frá Venesúela en þau eru búsett er hér á landi. Þau höfðu sína sögu að segja um hvernig ástandið hefur hríðversnað í Venesúela. Hitabeltissjúkdómar sem ekki hafa sést í landinu láta nú á sér kræla og vannæring og lyfjaskortur veldur aukinni tíðni dauðsfalla bæði meðal barna og fullorðinna.Utanríkisráðherra hitti Oswaldo Perez og Maríu Carolinu Osorio frá VenesúelaUtanríkisráðuneytiðEins og fram hefur komið lýsti Guðlaugur Þór yfir stuðningi íslenskra stjórnvalda við Juan Guaidó sem bráðabirgðaforseta Venesúela þann 4. febrúar síðastliðinn, um leið og hann skoraði á þarlend stjórnvöld að efna til frjálsra og lýðræðislegra kosninga í samræmi við vilja þjóðarinnar,“ segir í tilkynningunni.
Flóttamenn Utanríkismál Venesúela Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Hvað gengur Bandaríkjunum til? Meirihluti Lima-hópsins svokallaða, hóps ríkja Suður-Ameríku og Kanada, hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó. 5. febrúar 2019 16:15 Bandaríkjamenn reyna að koma vistum til Venesúela Bandarískar herflugvél lenti í dag í kólumbíska bænum Cucuta með vistir sem eiga að berast til Venesúela. 16. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Vargöld í Venesúela: Hvað gengur Bandaríkjunum til? Meirihluti Lima-hópsins svokallaða, hóps ríkja Suður-Ameríku og Kanada, hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó. 5. febrúar 2019 16:15
Bandaríkjamenn reyna að koma vistum til Venesúela Bandarískar herflugvél lenti í dag í kólumbíska bænum Cucuta með vistir sem eiga að berast til Venesúela. 16. febrúar 2019 23:30