Hafró telur veiðar á hrefnu og langreyðum ekki hafa haft neikvæð áhrif á stofnana Atli Ísleifsson skrifar 18. febrúar 2019 17:55 Nýleg skýrsla Hagfræðistofnun um hvalveiðar hefur verið umdeild. Vísir/Vilhelm Stofn hrefnu og stofn langreyðar eru í góðu ástandi og hafa veiðar undanfarinna áratuga ekki haft nein merkjanleg neikvæð áhrif á stofnana. Þetta kemur fram í minnisblaði Hafrannsóknastofnunar sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra óskaði eftir í kjölfar útkomu skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Óskaði ráðherra um áliti Hafrannsóknastofnunar á þeim vistfræðilegu forsendum sem Hagfræðistofnun grundvallar niðurstöður sínar á. Skýrslan kom út þann 16. janúar síðastliðinn og kom þar fram að engin gögn bendi til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki væri að finna marktækar vísbendingar um að veiðarnar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Fjölmargir hafa gagnrýnt skýrsluna, meðal annars forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja og aðjúknt í líffræði við HÍ.Þörf á frekari rannsóknum á hvölum Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur er höfundur minnisblaðsins og segir ljóst að hvalir skipa veigamikið hlutverk í vistkerfi sjávar við landið og nauðsynlegt sé að rannsaka þá betur sem hluta af vistkerfisnálgun við stjórnun nýtingar auðlinda hafsins. Hann segir að hrefnu hafi fækkað mikið á grunnsævi við Ísland frá síðustu aldamótum. Bendi talningar ekki til að þar sé um að ræða minntun í stofnstærð hefur hafi útbreiðslan hnikast norður vegna fækkunar mikilvægra fæðutegunda (síli og loðna) að sumarlagi. Í minnisblaðinu segir að raunveiði undanfarinna ára hafi verið langt undir mörkum ráðgjafar Hafró um hvalveiðar sem nemur nú 217 hrefnum á ári og 161 langreyði. Í skýrslu Hagfræðistofnunar var einnig talað um að með því að auka veiðar á hvölum, og fjölga þeim hvalastofnum sem veiða má, sé þannig hægt að stækka aðra fiskistofna sem myndi leiða af sér ábata fyrir þjóðarbúið. Hvalveiðar Tengdar fréttir Langreyðar lentu í hættuflokki yrði farið að ráðum Hagfræðistofnunar Náttúrufræðistofnun bendir á að drepa þyrfti allt að 16.000 langreyðar til að ná þeirra aukningu í aflaverðmæti sem Hagfræðistofnun talar um að hægt væri að ná með veiðum á hvalnum. 23. janúar 2019 17:41 Mat í skýrslu um áhrif hvalveiða of varfærið Hagfræðingur sem vann að skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða svarar gagnrýni um skýrsluna þannig að fáir hafi gagnrýnt hana efnislega. 19. janúar 2019 13:00 Ráðherra furðar sig á innihaldi hvalveiðiskýrslu Mótmælir því harðlega að náttúruverndarsamtök séu skilgreind sem hryðjuverkasamtök. 18. janúar 2019 12:04 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Sjá meira
Stofn hrefnu og stofn langreyðar eru í góðu ástandi og hafa veiðar undanfarinna áratuga ekki haft nein merkjanleg neikvæð áhrif á stofnana. Þetta kemur fram í minnisblaði Hafrannsóknastofnunar sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra óskaði eftir í kjölfar útkomu skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Óskaði ráðherra um áliti Hafrannsóknastofnunar á þeim vistfræðilegu forsendum sem Hagfræðistofnun grundvallar niðurstöður sínar á. Skýrslan kom út þann 16. janúar síðastliðinn og kom þar fram að engin gögn bendi til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki væri að finna marktækar vísbendingar um að veiðarnar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Fjölmargir hafa gagnrýnt skýrsluna, meðal annars forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja og aðjúknt í líffræði við HÍ.Þörf á frekari rannsóknum á hvölum Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur er höfundur minnisblaðsins og segir ljóst að hvalir skipa veigamikið hlutverk í vistkerfi sjávar við landið og nauðsynlegt sé að rannsaka þá betur sem hluta af vistkerfisnálgun við stjórnun nýtingar auðlinda hafsins. Hann segir að hrefnu hafi fækkað mikið á grunnsævi við Ísland frá síðustu aldamótum. Bendi talningar ekki til að þar sé um að ræða minntun í stofnstærð hefur hafi útbreiðslan hnikast norður vegna fækkunar mikilvægra fæðutegunda (síli og loðna) að sumarlagi. Í minnisblaðinu segir að raunveiði undanfarinna ára hafi verið langt undir mörkum ráðgjafar Hafró um hvalveiðar sem nemur nú 217 hrefnum á ári og 161 langreyði. Í skýrslu Hagfræðistofnunar var einnig talað um að með því að auka veiðar á hvölum, og fjölga þeim hvalastofnum sem veiða má, sé þannig hægt að stækka aðra fiskistofna sem myndi leiða af sér ábata fyrir þjóðarbúið.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Langreyðar lentu í hættuflokki yrði farið að ráðum Hagfræðistofnunar Náttúrufræðistofnun bendir á að drepa þyrfti allt að 16.000 langreyðar til að ná þeirra aukningu í aflaverðmæti sem Hagfræðistofnun talar um að hægt væri að ná með veiðum á hvalnum. 23. janúar 2019 17:41 Mat í skýrslu um áhrif hvalveiða of varfærið Hagfræðingur sem vann að skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða svarar gagnrýni um skýrsluna þannig að fáir hafi gagnrýnt hana efnislega. 19. janúar 2019 13:00 Ráðherra furðar sig á innihaldi hvalveiðiskýrslu Mótmælir því harðlega að náttúruverndarsamtök séu skilgreind sem hryðjuverkasamtök. 18. janúar 2019 12:04 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Sjá meira
Langreyðar lentu í hættuflokki yrði farið að ráðum Hagfræðistofnunar Náttúrufræðistofnun bendir á að drepa þyrfti allt að 16.000 langreyðar til að ná þeirra aukningu í aflaverðmæti sem Hagfræðistofnun talar um að hægt væri að ná með veiðum á hvalnum. 23. janúar 2019 17:41
Mat í skýrslu um áhrif hvalveiða of varfærið Hagfræðingur sem vann að skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða svarar gagnrýni um skýrsluna þannig að fáir hafi gagnrýnt hana efnislega. 19. janúar 2019 13:00
Ráðherra furðar sig á innihaldi hvalveiðiskýrslu Mótmælir því harðlega að náttúruverndarsamtök séu skilgreind sem hryðjuverkasamtök. 18. janúar 2019 12:04