Getnaðarlimurinn í Gettu betur sendur út fyrir slysni Birgir Olgeirsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 18. febrúar 2019 14:20 Úr útsendingu Gettu betur síðastliðið föstudagskvöld. Skjáskot/RÚV Flennistór getnaðarlimur blasti við áhorfendum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, þegar Fjölbrautaskóli Garðabæjar og Fjölbrautaskóli Suðurlands áttust við síðastliðið föstudagskvöld. Spurningahöfundur Gettu betur segir getnaðarliminn hafa verið sendan út fyrir slysni. Mynd af umræddum getnaðarlim má sjá neðar í fréttinni. Um var að ræða þriðju viðureignina í átta liða úrslitum og var komið að lið í keppninni sem nefnist „Þríhöfðinn“ þar sem keppendur horfðu á brot úr kvikmyndinni Fight Club frá árinu 1999 úr smiðju leikstjórans David Fincher. Typpið inn í undirmeðvitundina Fight Club segir frá manni, leiknum af Edward Norton, sem er haldinn miklum ranghugmyndum sökum svefnleysis. Hann vingast við mann að nafni Tyler Durden, leikinn af Brad Pitt, og bralla þeir ýmislegt saman, í það minnsta eftir því sem karakter Edward Nortons kemst næst. Í myndinni ræða félagarnir ýmis konar andóf til að hrista upp í stoðum nútímasamfélagsins sem er, að þeirra mati, gegnsýrt doða og tilgangsleysi. Durden segir til dæmis persónu Edward Norton, sem er ekki nafngreindur í myndinni en jafnan titlaður sem „Sögumaðurinn“, frá því þegar hann vann sem sýningarstjóri í kvikmyndahúsi. Umræddum getnaðarlim brá fyrir í sekúndubrot í beinni útsendingu. Hér má sjá skjáskot af typpinu sem tekið er af vef RÚV.Skjáskot/RÚV Á þeim tíma voru filmuvélar enn þá notaðar í kvikmyndahúsum og sagðist Durden gera sér það að leik að skeyta einum ramma úr klámmynd, sem sést aðeins í nokkur sekúndubrot, inn í barnamyndir. Það varð til þess að áhorfendum í salnum var sýndur getnaðarlimur inn á milli atriða í teiknimyndum án þess að gera sér almennilega grein fyrir því. David Fincher, leikstjóri Fight Club, ákvað að heimfæra uppátækið yfir á myndina sjálfa. Getnaðarlimurinn sést til dæmis í örskotsstund í lokasenu myndarinnar þar sem Sögumaðurinn og Marla Singer, leikin af Helenu Bonham Carter, fylgjast með byggingum hrynja. Umrætt atriði var einmitt sýnt í Gettu betur síðastliðið föstudagskvöld og birtist getnaðarlimurinn því í þessum fjölskylduþætti á skjám landsmanna. Pottþétt ekki ætlun neins Sævar Helgi Bragason einn þriggja spurningahöfunda Gettu betur segir í samtali við Vísi að það hafi ekki verið ætlunin að senda umrætt typpi út í beinni útsendingu. Skotið hafi líklega farið fram hjá höfundi spurningarinnar, Vilhelm Antoni Jónssyni. Auk Sævars og Vilhelms semur Ingileif Friðriksdóttir spurningar fyrir þáttinn. Sævar Helgi Bragason.Fréttablaðið/Stefán „Þetta hefur bara slysast þarna inn,“ segir Sævar. „Þetta var pottþétt ekki ætlun neins, þetta hefur farið fram hjá okkur.“ Aðspurður segir Sævar að spurningahöfundar Gettu betur finni sjálfir myndefni til að hafa með spurningunum sem þeir semja. Sá hátturinn hafi einnig verið hafður á í tilfelli Fight Club-spurningarinnar og myndefnið líklega ekki skoðað nógu vel. Að sögn Sævars höfðu spurningahöfundar jafnframt ekki fengið fregnir af neinum kvörtunum vegna hins óvænta getnaðarlims, þó að vel geti verið að slíkt hefði borist dagskrárstjóra RÚV, Skarphéðni Guðmundssyni. Hann hafi enn fremur komið vinsamlegum tilmælum á framfæri við spurningahöfunda í kjölfar útsendingarinnar á föstudag. „Við fengum skeyti frá honum um að vera meðvituð um efnið sem við sendum út.“ Hér má nálgast útsendingu Gettu betur á föstudagskvöldið. Limnum bregður fyrir á mínútu 17:28. Bíó og sjónvarp Gettu betur Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Fleiri fréttir Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Sjá meira
Flennistór getnaðarlimur blasti við áhorfendum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, þegar Fjölbrautaskóli Garðabæjar og Fjölbrautaskóli Suðurlands áttust við síðastliðið föstudagskvöld. Spurningahöfundur Gettu betur segir getnaðarliminn hafa verið sendan út fyrir slysni. Mynd af umræddum getnaðarlim má sjá neðar í fréttinni. Um var að ræða þriðju viðureignina í átta liða úrslitum og var komið að lið í keppninni sem nefnist „Þríhöfðinn“ þar sem keppendur horfðu á brot úr kvikmyndinni Fight Club frá árinu 1999 úr smiðju leikstjórans David Fincher. Typpið inn í undirmeðvitundina Fight Club segir frá manni, leiknum af Edward Norton, sem er haldinn miklum ranghugmyndum sökum svefnleysis. Hann vingast við mann að nafni Tyler Durden, leikinn af Brad Pitt, og bralla þeir ýmislegt saman, í það minnsta eftir því sem karakter Edward Nortons kemst næst. Í myndinni ræða félagarnir ýmis konar andóf til að hrista upp í stoðum nútímasamfélagsins sem er, að þeirra mati, gegnsýrt doða og tilgangsleysi. Durden segir til dæmis persónu Edward Norton, sem er ekki nafngreindur í myndinni en jafnan titlaður sem „Sögumaðurinn“, frá því þegar hann vann sem sýningarstjóri í kvikmyndahúsi. Umræddum getnaðarlim brá fyrir í sekúndubrot í beinni útsendingu. Hér má sjá skjáskot af typpinu sem tekið er af vef RÚV.Skjáskot/RÚV Á þeim tíma voru filmuvélar enn þá notaðar í kvikmyndahúsum og sagðist Durden gera sér það að leik að skeyta einum ramma úr klámmynd, sem sést aðeins í nokkur sekúndubrot, inn í barnamyndir. Það varð til þess að áhorfendum í salnum var sýndur getnaðarlimur inn á milli atriða í teiknimyndum án þess að gera sér almennilega grein fyrir því. David Fincher, leikstjóri Fight Club, ákvað að heimfæra uppátækið yfir á myndina sjálfa. Getnaðarlimurinn sést til dæmis í örskotsstund í lokasenu myndarinnar þar sem Sögumaðurinn og Marla Singer, leikin af Helenu Bonham Carter, fylgjast með byggingum hrynja. Umrætt atriði var einmitt sýnt í Gettu betur síðastliðið föstudagskvöld og birtist getnaðarlimurinn því í þessum fjölskylduþætti á skjám landsmanna. Pottþétt ekki ætlun neins Sævar Helgi Bragason einn þriggja spurningahöfunda Gettu betur segir í samtali við Vísi að það hafi ekki verið ætlunin að senda umrætt typpi út í beinni útsendingu. Skotið hafi líklega farið fram hjá höfundi spurningarinnar, Vilhelm Antoni Jónssyni. Auk Sævars og Vilhelms semur Ingileif Friðriksdóttir spurningar fyrir þáttinn. Sævar Helgi Bragason.Fréttablaðið/Stefán „Þetta hefur bara slysast þarna inn,“ segir Sævar. „Þetta var pottþétt ekki ætlun neins, þetta hefur farið fram hjá okkur.“ Aðspurður segir Sævar að spurningahöfundar Gettu betur finni sjálfir myndefni til að hafa með spurningunum sem þeir semja. Sá hátturinn hafi einnig verið hafður á í tilfelli Fight Club-spurningarinnar og myndefnið líklega ekki skoðað nógu vel. Að sögn Sævars höfðu spurningahöfundar jafnframt ekki fengið fregnir af neinum kvörtunum vegna hins óvænta getnaðarlims, þó að vel geti verið að slíkt hefði borist dagskrárstjóra RÚV, Skarphéðni Guðmundssyni. Hann hafi enn fremur komið vinsamlegum tilmælum á framfæri við spurningahöfunda í kjölfar útsendingarinnar á föstudag. „Við fengum skeyti frá honum um að vera meðvituð um efnið sem við sendum út.“ Hér má nálgast útsendingu Gettu betur á föstudagskvöldið. Limnum bregður fyrir á mínútu 17:28.
Bíó og sjónvarp Gettu betur Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Fleiri fréttir Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Sjá meira