Greint var frá því í ensku pressunni að Bin Salman ætlaði sér að kaupa United fyrir 3,8 milljarða punda en það er alrangt samkvæmt fjölmiðlaráðherranum sem blés á þessar sögusagnir í dag.
Reports claiming that HRH the Crown Prince Mohammed Bin Salman intends on buying @ManUtd are completely false. Manchester United held a meeting with @PIFSaudi to discuss sponsorship opportunity . No deal has been materialized.
— تركي الشبانه (@TurkiAlshabanah) February 17, 2019
Hann bætti svo við að Manchester United hefði vissulega sest niður með fjárfestingasjóð í Sádi-Arabíu þar sem ræddir voru styrktarmöguleikar en ekki hefur verið gengið formlega frá neinu.
Síðast í október greindi Sky Sports frá því að Manchester United væri ekki til sölu þegar fyrst var sagt frá meintum áhuga Bin Salman.
Manchester United er í eigu Glazer-fjölskyldunnar bandarísku sem tilkynnti um 208 milljóna punda tekjur á öðrum fjórðungi ársins en búist er við að tekjur Manchester United á þessu fjármálaári verði á milli 615-630 milljónir punda.
Prinsinn í Sádi-Arabíu er einn ríkasti og voldugasti maður heims og er talið nokkuð víst að hann ætli sér að komast í Evrópufótboltann á næstu misserum.
Nágrannar hans frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Katar hafa verið duglegir að fjárfesta í fótboltaliðum en Sheik Mansour á Manchester City og þá er Paris Saint-Germain í eigu Qatar Sports Investments.