Umsvif RÚV stóra vandamálið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. febrúar 2019 08:00 Stjórnarformenn Torgs og Árvakurs vilja leyfa áfengisauglýsingar í fjölmiðum á Íslandi. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Vöxtur RÚV, áfengisauglýsingar og afnám virðisaukaskatts af áskriftum eru á meðal þess sem stjórnarformenn Torgs, útgefanda Fréttablaðsins, og Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, nefna þegar inntir eftir afstöðu til fjölmiðlafrumvarps Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Frumvarpinu er ætlað að styrkja einkarekna miðla um 300 til 400 milljónir króna á ári með því að endurgreiða hátt í 25 prósent ritstjórnarkostnaðar. Þó þannig að hver miðill fái að hámarki 50 milljónir á ári. „Við leggjum til að það sé ekki verið að leggja frekari álögur á ríkissjóð heldur einfaldlega finna þeim peningum sem þegar eru teknir af fólki í landinu fyrir fjölmiðlarekstur annan farveg, til einkamiðlanna,“ segir Einar Þór Sverrisson, stjórnarformaður Torgs. Félagið leggur til að einum milljarði, af þeim 4,7 milljörðum sem áætlaðir eru á fjárlögum til RÚV, verði endurúthlutað til einkamiðlanna og gerð sparnaðarkrafa á RÚV á móti. Hann segir tillögu Torgs raunhæfa og félagslega ábyrga. Með henni væri fjármagni veitt í einkarekna miðla en á sama tíma „stigið á bremsuna varðandi stjórnlausan vöxt RÚV án þess að leggja til að RÚV verði lagt niður“. Þá segist Einar frekar á því að efla eigi kjarnastarfsemi RÚV. Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs, nefnir Ríkisútvarpið einnig. „Við viljum takmarka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði við tiltekna fjárhæð. Þeir eru mjög fyrirferðarmiklir og gera einkareknum fjölmiðlum erfitt fyrir. Það mætti til dæmis loka Rás 2, hætta að skrifa á vefinn og mætti leyfa Ríkisútvarpinu að afla milljarðs í auglýsingar en ekki á þriðja milljarð.“ Einar vill að stjórnvöld íhugi tillögur Torgs alvarlega. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að staðan á þessum fjölmiðlamarkaði er sú að það er ekki sjálfsagt að hér sé haldið úti einkareknum miðlum.“ Þá gagnrýnir hann að sérstaklega sé kveðið á um að fjölmiðlar í höfuðborginni þurfi að hafa þrjá starfsmenn til þess að fá stuðning frá ríkinu þegar sett er fram krafa um fjölbreytt efnistök og sjálfstæða heimildaöflun. Þröskuldurinn sé of lágur. Árvakur er ekki hrifinn af þaki á endurgreiðslum, að sögn Sigurbjörns. Hann segist frekar vilja að endurgreiðslan væri bundin við prósentu. „Við viljum að það sé farin leið sem er farin á Norðurlöndum, í gegnum skattkerfið. Við nefnum sex atriði í lokin á umsögn okkar. Það er afnám eða endurgreiðsla virðisaukaskatts á áskriftum prentmiðla, tryggingargjald hjá starfsfólki fjölmiðla afnumið, umsvif Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði takmörkuð, áfengisauglýsingar leyfðar, rekstrarkostnaður endurgreiddur og skilyrði fyrir endurgreiðslu verði sem víðtækust,“ segir Sigurbjörn. Hann tekur fram að áfengisauglýsingar tíðkist til að mynda í Svíþjóð. Þar hafi það verið gert, þó með ákveðnum takmörkunum. „Auðvitað myndi þetta verða drjúgur póstur fyrir fjölmiðla af því þetta gera flestir erlendir fjölmiðlar sem við erum í óbeinni samkeppni við.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Sjá meira
Vöxtur RÚV, áfengisauglýsingar og afnám virðisaukaskatts af áskriftum eru á meðal þess sem stjórnarformenn Torgs, útgefanda Fréttablaðsins, og Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, nefna þegar inntir eftir afstöðu til fjölmiðlafrumvarps Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Frumvarpinu er ætlað að styrkja einkarekna miðla um 300 til 400 milljónir króna á ári með því að endurgreiða hátt í 25 prósent ritstjórnarkostnaðar. Þó þannig að hver miðill fái að hámarki 50 milljónir á ári. „Við leggjum til að það sé ekki verið að leggja frekari álögur á ríkissjóð heldur einfaldlega finna þeim peningum sem þegar eru teknir af fólki í landinu fyrir fjölmiðlarekstur annan farveg, til einkamiðlanna,“ segir Einar Þór Sverrisson, stjórnarformaður Torgs. Félagið leggur til að einum milljarði, af þeim 4,7 milljörðum sem áætlaðir eru á fjárlögum til RÚV, verði endurúthlutað til einkamiðlanna og gerð sparnaðarkrafa á RÚV á móti. Hann segir tillögu Torgs raunhæfa og félagslega ábyrga. Með henni væri fjármagni veitt í einkarekna miðla en á sama tíma „stigið á bremsuna varðandi stjórnlausan vöxt RÚV án þess að leggja til að RÚV verði lagt niður“. Þá segist Einar frekar á því að efla eigi kjarnastarfsemi RÚV. Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs, nefnir Ríkisútvarpið einnig. „Við viljum takmarka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði við tiltekna fjárhæð. Þeir eru mjög fyrirferðarmiklir og gera einkareknum fjölmiðlum erfitt fyrir. Það mætti til dæmis loka Rás 2, hætta að skrifa á vefinn og mætti leyfa Ríkisútvarpinu að afla milljarðs í auglýsingar en ekki á þriðja milljarð.“ Einar vill að stjórnvöld íhugi tillögur Torgs alvarlega. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að staðan á þessum fjölmiðlamarkaði er sú að það er ekki sjálfsagt að hér sé haldið úti einkareknum miðlum.“ Þá gagnrýnir hann að sérstaklega sé kveðið á um að fjölmiðlar í höfuðborginni þurfi að hafa þrjá starfsmenn til þess að fá stuðning frá ríkinu þegar sett er fram krafa um fjölbreytt efnistök og sjálfstæða heimildaöflun. Þröskuldurinn sé of lágur. Árvakur er ekki hrifinn af þaki á endurgreiðslum, að sögn Sigurbjörns. Hann segist frekar vilja að endurgreiðslan væri bundin við prósentu. „Við viljum að það sé farin leið sem er farin á Norðurlöndum, í gegnum skattkerfið. Við nefnum sex atriði í lokin á umsögn okkar. Það er afnám eða endurgreiðsla virðisaukaskatts á áskriftum prentmiðla, tryggingargjald hjá starfsfólki fjölmiðla afnumið, umsvif Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði takmörkuð, áfengisauglýsingar leyfðar, rekstrarkostnaður endurgreiddur og skilyrði fyrir endurgreiðslu verði sem víðtækust,“ segir Sigurbjörn. Hann tekur fram að áfengisauglýsingar tíðkist til að mynda í Svíþjóð. Þar hafi það verið gert, þó með ákveðnum takmörkunum. „Auðvitað myndi þetta verða drjúgur póstur fyrir fjölmiðla af því þetta gera flestir erlendir fjölmiðlar sem við erum í óbeinni samkeppni við.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Sjá meira