Hvað er svona merkilegt við það að vera starfsmaður? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 17. febrúar 2019 14:25 Þegar vafrað er um híbýli alnetsins rekst maður á alls konar upplýsingar. Misgagnlega búta sem flestir fljóta inn í vitundina eitt augnablik og síðan út aftur. Lítið situr eftir nema endurtekningin sé slík að ákveðin atriði hamrist smám saman inn í mjúkan heilavefinn. Ef eitthvað er sagt eða sýnt nógu oft verður það hluti af orðræðunni. Hluti af meðvitundinni, jafnvel hluti af sjálfsmyndinni. Á Íslandi er t.d. svo gott að vera kona. Við sjáum sífellt tölulegar staðreyndir um hversu vel okkur hefur tekist að brúa kynjabilið – í atvinnulífi, stjórnmálum, með skiptingu fæðingarorlofs, hér og þar. Auðvitað eru enn verkefni til staðar en við stöndum okkur samt best! Já, vissulega njóta konur meira frjálsræðis hér en víða annars staðar, bjóðast tækifæri í atvinnulífinu og þar fram eftir götunum en hvað svo? Þegar aldur og heilsa eru skoðuð eru lífslíkur á Íslandi með þeim mestu í Evrópu. Meðalævilengd karla árið 2017 var 80,6 ár og meðalævilengd kvenna 83,9 ár á Íslandi árið 2017. En þegar skoðað er hvað Íslendingar geta reiknað með að lifa lengi við góða heilsu má reikna með að íslenskir karlmenn lifi við fulla heilsu að meðaltali í 71,5 ár og íslenskar konur í 66,2 ár. Konur eru meira frá vegna vinnutengdrar kulnunar og streitu og margt bendir til þess að ýmislegt á vinnustöðum þar sem konur eru í meirihluta ýti frekar undir kulnun. Rannsóknir benda til þess að konur eigi frekar við tilfinningalega örmögnun að stríða en karlar greinast frekar með einkenni bölsýnar. Aukin kulnun er meðal yngra fólks og kvenna. Þótt þessi viðvarandi streita sem orsakar kulnun tengist yfirleitt vinnu þá hafa nýjar rannsóknir bent á að viðvarandi streita getur tengst öðrum aðstæðum en vinnu. Það er einfaldlega of mikið að gera! Eru konur að gjalda fyrir allt þetta ,,frelsi“ á einhvern hátt? Bætist bara á vagninn sem þarf að draga? Fleiri verkefni sem þarf að leysa og stýra? Er allt svona frábært hjá okkur? Mál okkar allra En hverjum er þetta ástand að kenna? Ég leyfi mér að segja ástand því það er ástand þegar stórum hluta þjóðarinnar líður illa. Það hefur áhrif á börnin okkar og fjölskyldur þegar máttarstólpar í lífi okkar upplifa örmögnun. Þó svo konur lifi skemur við góða heilsu þá glíma karlmenn einnig við vanlíðan og há tíðni sjálfsvíga meðal ungra karlmanna á Íslandi er áhyggjuefni. Þetta er ekki einfalt mál og ljóst að þessi glíma við að halda góðu jafnvægi verður sífellt snúnari í samfélagi sem einkennist af hraða og lífsgæðakapphlaupi. Oft erum við okkar verstu óvinir þegar kemur að því setja kröfurnar. Hvernig verða þessar kröfur til? Hvernig myndast þessi klikkaða stemning? Þar kemur margt til en ljóst er að við þurfum að rísa upp og mótmæla þessari öldu fullkomnunar sem skellur endurtekið á fólki og það af slíku afli að erfitt er að standa í fæturna og ná að meta stöðuna af skynsemi. Við þurfum að leyfa okkur að segja nei eða láta hluti bíða. Við þurfum að leyfa okkur að vera venjuleg og njóta hversdagsleikans, slaka á með kaffibollann á morgnana eða hlusta á uppáhalds lagið okkar í bílnum áður en við förum á næsta fund. Talandi um fundi, þeir eru of margir og tilgangslausir. Fækkum þeim. Við þurfum að gefa okkur tíma til að spjalla við börnin okkar og unglingana, taka af öll þessi píp og tilkynningar á tækjunum og svara erindum þegar við höfum ákveðið að taka tíma til að svara þeim. Við þurfum að læra að elska okkur sjálf og samþykkja. En auk þess að taka ábyrgð og stjórn á ákveðnum sviðum þurfum við líka á skilningi atvinnurekenda að halda. Vinnustaðir þurfa að vera mannlegar stofnanir þar sem virðing er borin fyrir manneskjunni og skilningur er á að við höfum ýmiss konar hlutverk og skyldur í lífinu. Vinna er mikilvæg og auk þess að skapa tekjur hefur hún áhrif á sjálfsmyndina og mat á eigin virði. Mæta þarf fólki, í öllum störfum, af skilningi og sanngirni. Í flestum tilvikum uppskera atvinnurekendur ánægðari og betri starfsmenn sem sýna heilindi í starfi. Fólk ætti að njóta þess að vinna en þó þannig að það sé í góðu samhengi við aðra þætti lífsins. Við þurfum að sjá til þess að verkaskipting á heimilum sé sanngjörn og að fólk deili byrðunum. Í stuttu máli sagt þurfum við að byggja upp manneskjulegra samfélag þar sem fólk fær notið sín í leik og starfi. Þannig verðum við eins frábær og við getum orðið.Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar vafrað er um híbýli alnetsins rekst maður á alls konar upplýsingar. Misgagnlega búta sem flestir fljóta inn í vitundina eitt augnablik og síðan út aftur. Lítið situr eftir nema endurtekningin sé slík að ákveðin atriði hamrist smám saman inn í mjúkan heilavefinn. Ef eitthvað er sagt eða sýnt nógu oft verður það hluti af orðræðunni. Hluti af meðvitundinni, jafnvel hluti af sjálfsmyndinni. Á Íslandi er t.d. svo gott að vera kona. Við sjáum sífellt tölulegar staðreyndir um hversu vel okkur hefur tekist að brúa kynjabilið – í atvinnulífi, stjórnmálum, með skiptingu fæðingarorlofs, hér og þar. Auðvitað eru enn verkefni til staðar en við stöndum okkur samt best! Já, vissulega njóta konur meira frjálsræðis hér en víða annars staðar, bjóðast tækifæri í atvinnulífinu og þar fram eftir götunum en hvað svo? Þegar aldur og heilsa eru skoðuð eru lífslíkur á Íslandi með þeim mestu í Evrópu. Meðalævilengd karla árið 2017 var 80,6 ár og meðalævilengd kvenna 83,9 ár á Íslandi árið 2017. En þegar skoðað er hvað Íslendingar geta reiknað með að lifa lengi við góða heilsu má reikna með að íslenskir karlmenn lifi við fulla heilsu að meðaltali í 71,5 ár og íslenskar konur í 66,2 ár. Konur eru meira frá vegna vinnutengdrar kulnunar og streitu og margt bendir til þess að ýmislegt á vinnustöðum þar sem konur eru í meirihluta ýti frekar undir kulnun. Rannsóknir benda til þess að konur eigi frekar við tilfinningalega örmögnun að stríða en karlar greinast frekar með einkenni bölsýnar. Aukin kulnun er meðal yngra fólks og kvenna. Þótt þessi viðvarandi streita sem orsakar kulnun tengist yfirleitt vinnu þá hafa nýjar rannsóknir bent á að viðvarandi streita getur tengst öðrum aðstæðum en vinnu. Það er einfaldlega of mikið að gera! Eru konur að gjalda fyrir allt þetta ,,frelsi“ á einhvern hátt? Bætist bara á vagninn sem þarf að draga? Fleiri verkefni sem þarf að leysa og stýra? Er allt svona frábært hjá okkur? Mál okkar allra En hverjum er þetta ástand að kenna? Ég leyfi mér að segja ástand því það er ástand þegar stórum hluta þjóðarinnar líður illa. Það hefur áhrif á börnin okkar og fjölskyldur þegar máttarstólpar í lífi okkar upplifa örmögnun. Þó svo konur lifi skemur við góða heilsu þá glíma karlmenn einnig við vanlíðan og há tíðni sjálfsvíga meðal ungra karlmanna á Íslandi er áhyggjuefni. Þetta er ekki einfalt mál og ljóst að þessi glíma við að halda góðu jafnvægi verður sífellt snúnari í samfélagi sem einkennist af hraða og lífsgæðakapphlaupi. Oft erum við okkar verstu óvinir þegar kemur að því setja kröfurnar. Hvernig verða þessar kröfur til? Hvernig myndast þessi klikkaða stemning? Þar kemur margt til en ljóst er að við þurfum að rísa upp og mótmæla þessari öldu fullkomnunar sem skellur endurtekið á fólki og það af slíku afli að erfitt er að standa í fæturna og ná að meta stöðuna af skynsemi. Við þurfum að leyfa okkur að segja nei eða láta hluti bíða. Við þurfum að leyfa okkur að vera venjuleg og njóta hversdagsleikans, slaka á með kaffibollann á morgnana eða hlusta á uppáhalds lagið okkar í bílnum áður en við förum á næsta fund. Talandi um fundi, þeir eru of margir og tilgangslausir. Fækkum þeim. Við þurfum að gefa okkur tíma til að spjalla við börnin okkar og unglingana, taka af öll þessi píp og tilkynningar á tækjunum og svara erindum þegar við höfum ákveðið að taka tíma til að svara þeim. Við þurfum að læra að elska okkur sjálf og samþykkja. En auk þess að taka ábyrgð og stjórn á ákveðnum sviðum þurfum við líka á skilningi atvinnurekenda að halda. Vinnustaðir þurfa að vera mannlegar stofnanir þar sem virðing er borin fyrir manneskjunni og skilningur er á að við höfum ýmiss konar hlutverk og skyldur í lífinu. Vinna er mikilvæg og auk þess að skapa tekjur hefur hún áhrif á sjálfsmyndina og mat á eigin virði. Mæta þarf fólki, í öllum störfum, af skilningi og sanngirni. Í flestum tilvikum uppskera atvinnurekendur ánægðari og betri starfsmenn sem sýna heilindi í starfi. Fólk ætti að njóta þess að vinna en þó þannig að það sé í góðu samhengi við aðra þætti lífsins. Við þurfum að sjá til þess að verkaskipting á heimilum sé sanngjörn og að fólk deili byrðunum. Í stuttu máli sagt þurfum við að byggja upp manneskjulegra samfélag þar sem fólk fær notið sín í leik og starfi. Þannig verðum við eins frábær og við getum orðið.Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun