Skoða hvort Tinni, Tobbi og Kolbeinn geti snúið aftur til Akureyrar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. febrúar 2019 12:30 Reiknað er með að styttan yrði á Torfunefsbryggu á Akureyri. Vísir/Tryggvi Akureyrarstofa kannar nú möguleikann á því að reisa styttu af teiknimyndasöguhetjunum Tinna og Tobba á Torfunefsbryggju á Akureyri. Þeir félagar litu þar við í einni af Tinna-bókunum vinsælu. „Það svíkur engan sódavatnið á Akureyri,“ sagði Kolbeinn kafteinn á knæpu í bænum í stuttri heimsókn hans, Tinna og Tobba til Akureyrar í Tinna-bókinni Dularfulla stjarnan eftir belgíska teiknimyndahöfundinn Hergé. Akureyringar hafa lengi verið stoltir af þessari tengingu Tinna við bæinn og er þetta ekki í fyrsta sinn sem bæjaryfirvöld skoða hvort minnast megi heimsóknarinnar með einhverjum hætti.Rammar úr bókinni góðu.„Við höfum reynt við þetta einu sinni áður. Þá vorum við reyndar ekki að tala um styttu. Við vorum að velta fyrir því okkur að láta mála ramma úr Dularfullu stjörnunni, líklegast á Amaro-vegginn fræga niður í bæ, þá komust við aðeins í samband við rétthafana í Belgíu,“ segir Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu. Ekkert varð úr því en nýverið var starfsmönnum Akureyrarstofu falið það hlutverk að kanna hvað þurfi að gera til þess að fá leyfi til þess að reisa styttu af Tinna, Tobba og mögulega Kolbeini kaftein á Akureyri. „Við gerðum okkur grein fyrir því að þetta væri flókið og það er það sem við ætlum að gera næst, það er að setja okkur aftur í samband við rétthafana og kanna hvaða leyfi við þurfum að hafa, áður en við förum að hanna,“ segir Þórgnýr. Hugmyndin er að reisa styttuna á Torfunefsbryggju við miðbæ Akureyrar en Þórgnýr segir augjóst að Hergé hafi lagst í rannsóknarvinnu áður en hann teiknaði bæinn inn í bókina. „Það er nokkuð augljóst að þar hafa þeir komið að landi. Það er gaman að skoða rammana í bókinni út frá því hvaða upplýsingar Hergé hefur haft. Það er eiginleg alveg augljóst að hann hlýtur að hafa haft einhverjar ljósmyndir eða eitthvað til að styðjast við, því að þetta er ekki alveg út í bláinn. Þetta er ekki alveg ímyndað landslag.“KEA var eitt sinn áberandi á Akureyri og er áberandi í heimsókn félaganna til Akureyrar. Akureyri Styttur og útilistaverk Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Akureyrarstofa kannar nú möguleikann á því að reisa styttu af teiknimyndasöguhetjunum Tinna og Tobba á Torfunefsbryggju á Akureyri. Þeir félagar litu þar við í einni af Tinna-bókunum vinsælu. „Það svíkur engan sódavatnið á Akureyri,“ sagði Kolbeinn kafteinn á knæpu í bænum í stuttri heimsókn hans, Tinna og Tobba til Akureyrar í Tinna-bókinni Dularfulla stjarnan eftir belgíska teiknimyndahöfundinn Hergé. Akureyringar hafa lengi verið stoltir af þessari tengingu Tinna við bæinn og er þetta ekki í fyrsta sinn sem bæjaryfirvöld skoða hvort minnast megi heimsóknarinnar með einhverjum hætti.Rammar úr bókinni góðu.„Við höfum reynt við þetta einu sinni áður. Þá vorum við reyndar ekki að tala um styttu. Við vorum að velta fyrir því okkur að láta mála ramma úr Dularfullu stjörnunni, líklegast á Amaro-vegginn fræga niður í bæ, þá komust við aðeins í samband við rétthafana í Belgíu,“ segir Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu. Ekkert varð úr því en nýverið var starfsmönnum Akureyrarstofu falið það hlutverk að kanna hvað þurfi að gera til þess að fá leyfi til þess að reisa styttu af Tinna, Tobba og mögulega Kolbeini kaftein á Akureyri. „Við gerðum okkur grein fyrir því að þetta væri flókið og það er það sem við ætlum að gera næst, það er að setja okkur aftur í samband við rétthafana og kanna hvaða leyfi við þurfum að hafa, áður en við förum að hanna,“ segir Þórgnýr. Hugmyndin er að reisa styttuna á Torfunefsbryggju við miðbæ Akureyrar en Þórgnýr segir augjóst að Hergé hafi lagst í rannsóknarvinnu áður en hann teiknaði bæinn inn í bókina. „Það er nokkuð augljóst að þar hafa þeir komið að landi. Það er gaman að skoða rammana í bókinni út frá því hvaða upplýsingar Hergé hefur haft. Það er eiginleg alveg augljóst að hann hlýtur að hafa haft einhverjar ljósmyndir eða eitthvað til að styðjast við, því að þetta er ekki alveg út í bláinn. Þetta er ekki alveg ímyndað landslag.“KEA var eitt sinn áberandi á Akureyri og er áberandi í heimsókn félaganna til Akureyrar.
Akureyri Styttur og útilistaverk Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira