Segja tilskipun ESB eyðileggja internetið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. febrúar 2019 07:00 Það styttist í úrslitastundina í tæplega þriggja ára löngu lobbíistastríði um nýja höfundarréttartilskipun sem verið hefur í smíðum í Brussel í tæp þrjú ár. Helstu hagsmunaaðilar á sviði annars vegar höfundarréttar og hins vegar upplýsingamiðlunar í Evrópu, og reyndar heiminum öllum hafa skipst í fylkingar með og á móti tilskipuninni. Annar hópurinn, með tónlistarmenn, kvikmyndaframleiðendur og alla helstu fjölmiðla Evrópu innanborðs, segir tilskipunina nauðsynlega til að stemma stigu við alræði og rányrkju netrisanna Google, YouTube, Facebook og Twitter, sem hagnist gríðarlega á ólöglegum deilingum höfundarvarins efnis, án þess að eigendur efnisins og rétthafar fái nokkuð í sinn hlut. Hinn hópurinn, sem í eru ekki aðeins netrisarnir sjálfir heldur einnig fjölmörg mannréttindasamtök og talsmenn tjáningar- og upplýsingafrelsis, segir að tilskipunin muni binda enda á frjálsa miðlun upplýsinga og breyta internetinu eins og við þekkjum það og jafnvel eyðileggja það alveg. Talsmenn tilskipunarinnar á vettvangi Evrópusambandsins hafa brugðist hart við gagnrýninni og vísa henni á bug sem falsfréttum runnum undan rifjum netrisanna Google, YouTube, Facebook og Twitter. Hugmyndin sé að færa höfundarréttinn inn í 21. öldina og rétta hlut tónlistarmanna, kvikmyndaframleiðenda, fjölmiðla og annarra rétthafa enda raunveruleikinn sá að netrisarnir taki til sín lungann af tekjum þeirra. Tilskipunin verður borin upp til samþykktar í viðeigandi nefnd Evrópuþingsins næsta mánudag og verði hún samþykkt þar fer hún til almennrar atkvæðagreiðslu í Evrópuþinginu annaðhvort seint í mars eða snemma í apríl. Búast má við að stríðandi fylkingar nýti sér nú komandi kosningar til Evrópuþingsins og þrýsti sem aldrei fyrr á þingmenn sem hyggja á endurkjör. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Það styttist í úrslitastundina í tæplega þriggja ára löngu lobbíistastríði um nýja höfundarréttartilskipun sem verið hefur í smíðum í Brussel í tæp þrjú ár. Helstu hagsmunaaðilar á sviði annars vegar höfundarréttar og hins vegar upplýsingamiðlunar í Evrópu, og reyndar heiminum öllum hafa skipst í fylkingar með og á móti tilskipuninni. Annar hópurinn, með tónlistarmenn, kvikmyndaframleiðendur og alla helstu fjölmiðla Evrópu innanborðs, segir tilskipunina nauðsynlega til að stemma stigu við alræði og rányrkju netrisanna Google, YouTube, Facebook og Twitter, sem hagnist gríðarlega á ólöglegum deilingum höfundarvarins efnis, án þess að eigendur efnisins og rétthafar fái nokkuð í sinn hlut. Hinn hópurinn, sem í eru ekki aðeins netrisarnir sjálfir heldur einnig fjölmörg mannréttindasamtök og talsmenn tjáningar- og upplýsingafrelsis, segir að tilskipunin muni binda enda á frjálsa miðlun upplýsinga og breyta internetinu eins og við þekkjum það og jafnvel eyðileggja það alveg. Talsmenn tilskipunarinnar á vettvangi Evrópusambandsins hafa brugðist hart við gagnrýninni og vísa henni á bug sem falsfréttum runnum undan rifjum netrisanna Google, YouTube, Facebook og Twitter. Hugmyndin sé að færa höfundarréttinn inn í 21. öldina og rétta hlut tónlistarmanna, kvikmyndaframleiðenda, fjölmiðla og annarra rétthafa enda raunveruleikinn sá að netrisarnir taki til sín lungann af tekjum þeirra. Tilskipunin verður borin upp til samþykktar í viðeigandi nefnd Evrópuþingsins næsta mánudag og verði hún samþykkt þar fer hún til almennrar atkvæðagreiðslu í Evrópuþinginu annaðhvort seint í mars eða snemma í apríl. Búast má við að stríðandi fylkingar nýti sér nú komandi kosningar til Evrópuþingsins og þrýsti sem aldrei fyrr á þingmenn sem hyggja á endurkjör.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira