"Vinnubrögðin finnast mér óásættanleg“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. febrúar 2019 19:17 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki hafa fengið boð á samtalsfund borgarfulltrúa og þingmanna sem fór fram í Höfða í dag. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, segist vera hissa á því að hún hafi ekki fengið boð á samtalsfund þingmanna og borgarfulltrúa sem fór fram í Höfða í dag. Ástæðan fyrir því að henni barst ekki boðið er sú að sendandi boðsins gerði innsláttarvillu þegar hann skrifaði netfangið hennar. „Ég var bara svo hissa og ég átti ekki til eitt einasta aukatekið orð. Ég glennti upp augun. Öllum boðið nema mér,“ segir Inga í samtali við fréttastofu. Hún heyrði fyrst af fundinum frá Kolbrúnu Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, sem var á leiðinni á fundinn.Þú hefur þá ekki komist á fundinn í tæka tíð?„Ég fékk ekkert boð og ég fer nú ekki að mæta sem boðflenna,“ segir Inga sem hefði viljað fá afsökunarbeiðni og að vandað hefði verið til verka. Hún segir það liggja fyrir að þegar bréfritari sendir tölvupóst á netfang sem er ekki til komi strax melding þess efnis frá postmaster. „Ég er bara hissa á því að vinnubrögðin skuli ekki vera vandaðri en þetta. Það var ekkert ætlunin að skilja mig útundan. Ég er ekki að segja það, alls ekki, en mér finnst þetta bara ekki vönduð vinnubrögð. Það má alveg fylgja því eftir, þegar eru ekki fleiri á boðslistanum en þetta, að það sé ekki víst að allir hafi fengið þetta boð. Ég er nú að reyna að horfa fram hjá því að viðkomandi fylgist ekki með því hvort postmaster sendi til baka að þetta netfang sé ekki gilt.“ Inga vakti athygli á þessu á Facebook síðu sinni en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifaði í ummælaþræði við færsluna að hún hefði fengið fundarboð eins og aðrir. Hann hafi farið yfir listann til öryggis. Á listanum sem hann birti má sjá innsláttarvillu þegar netfang Ingu hefur verið ritað því það vantaði bókstafinn „i“ í ingasaeland(hjá)althingi.is. Alþingi Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, segist vera hissa á því að hún hafi ekki fengið boð á samtalsfund þingmanna og borgarfulltrúa sem fór fram í Höfða í dag. Ástæðan fyrir því að henni barst ekki boðið er sú að sendandi boðsins gerði innsláttarvillu þegar hann skrifaði netfangið hennar. „Ég var bara svo hissa og ég átti ekki til eitt einasta aukatekið orð. Ég glennti upp augun. Öllum boðið nema mér,“ segir Inga í samtali við fréttastofu. Hún heyrði fyrst af fundinum frá Kolbrúnu Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, sem var á leiðinni á fundinn.Þú hefur þá ekki komist á fundinn í tæka tíð?„Ég fékk ekkert boð og ég fer nú ekki að mæta sem boðflenna,“ segir Inga sem hefði viljað fá afsökunarbeiðni og að vandað hefði verið til verka. Hún segir það liggja fyrir að þegar bréfritari sendir tölvupóst á netfang sem er ekki til komi strax melding þess efnis frá postmaster. „Ég er bara hissa á því að vinnubrögðin skuli ekki vera vandaðri en þetta. Það var ekkert ætlunin að skilja mig útundan. Ég er ekki að segja það, alls ekki, en mér finnst þetta bara ekki vönduð vinnubrögð. Það má alveg fylgja því eftir, þegar eru ekki fleiri á boðslistanum en þetta, að það sé ekki víst að allir hafi fengið þetta boð. Ég er nú að reyna að horfa fram hjá því að viðkomandi fylgist ekki með því hvort postmaster sendi til baka að þetta netfang sé ekki gilt.“ Inga vakti athygli á þessu á Facebook síðu sinni en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifaði í ummælaþræði við færsluna að hún hefði fengið fundarboð eins og aðrir. Hann hafi farið yfir listann til öryggis. Á listanum sem hann birti má sjá innsláttarvillu þegar netfang Ingu hefur verið ritað því það vantaði bókstafinn „i“ í ingasaeland(hjá)althingi.is.
Alþingi Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira