Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2019 16:10 Vel fór á með þeim Pompeo og Guðlaugi Þór í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm Sérstökum samráðsvettvangi á sviði viðskipta á milli Íslands og Bandaríkjanna verður komið á fót til að auka viðskipti og fjárfestingar á milli ríkjanna. Þetta tilkynntu þeir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á sameiginlegum blaðamannafundi eftir fund þeirra í Hörpu í dag. Pompeo fundaði með íslenska starfsbróður sínum og ræddu þeir meðal annars um viðskipti, öryggismál og norðurslóðir. Að þeim fundi loknum hitti bandaríski utanríkisráðherrann Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þau eru sögð hafa rætt um loftslagsmál, kjarnorkuafvopnun, norðurskautsmál auk tvíhliða samskipta ríkjanna. Guðlaugur Þór tilkynnti að þeir Pompeo hefðu í dag ákveðið að stofna viðræðuvettvang í viðskiptamálum. Í honum fælist meðal annars tvíhliða viðræður embættismanna en einnig einkageirans með það markmið að auka viðskipti og fjárfestingar á milli landann og efla tengsl einkageiranna. Pompeo sagðist telja að samráðsvettvangurinn myndi skila árangri strax en einnig til lengri framtíðar. Viðskiptasamband ríkjanna væri sterkt en hægt væri að bæta það enn frekar. Mikilvægt væri að fá einkaaðila til að tala saman og sjá tækifærin og markaðina sem væru til staðar í hvoru landinu fyrir sig. „Hvort sem það verður með formlegum viðskiptasamningi, sem væri mjög góð útkoma ef okkur tækist það, eða með almennum skilningi á að draga úr kostnaði, fyrirstöðum og hindrunum í vegi fyrirtækja að vinna í löndunum þá væri það líka gott,“ sagði Pompeo þegar hann var spurður hvort að fríverslunarsamningur á milli Íslands og Bandaríkjanna væri jafnvel í spilunum. Guðlaugur Þór sagði að aðild Íslands að Evrópska efnahagsbandalaginu kæmi ekki í veg fyrir að hægt væri að gera fríverslunarsamning við Bandaríkin þar sem Ísland væri ekki hluti af tollabandalagi Evrópusambandsins. „Auðvitað viljum við náið viðskiptasamband við Bandaríkin og fríverslunarsamningur er auðvitað eitthvað sem við sækjumst eftir,“ sagði Guðlaugur Þór.Vanrækja ekki lengur vini sína Pompeo lofaði hlutverk Íslands innan Atlantshafsbandalagsins og skaut í leiðinni á fyrri ríkisstjórn Baracks Obama forseta sem hann gaf í skyn að hefði vanrækt bandalagsþjóðir eins og Íslands og Austur-Evrópuþjóðir sem hann heimsótti fyrr í ferð sinni til Evrópu. „Við tökum ekki lengur vini okkar, sanna bandamenn, félaga okkar sem gefnum hlut. Við höfum einfaldlega ekki efni á að vanrækja þá. Til þess eru hagkerfi okkar bundin of nánum böndum,“ sagði bandaríski utanríkisráðherrann.Hægt er að horfa á blaðamannafund Pompeo og Guðlaugs Þórs í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Klippa: Blaðamannafundur Mike Pompeo og Guðlaugs Þórs Bandaríkin Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Sérstökum samráðsvettvangi á sviði viðskipta á milli Íslands og Bandaríkjanna verður komið á fót til að auka viðskipti og fjárfestingar á milli ríkjanna. Þetta tilkynntu þeir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á sameiginlegum blaðamannafundi eftir fund þeirra í Hörpu í dag. Pompeo fundaði með íslenska starfsbróður sínum og ræddu þeir meðal annars um viðskipti, öryggismál og norðurslóðir. Að þeim fundi loknum hitti bandaríski utanríkisráðherrann Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þau eru sögð hafa rætt um loftslagsmál, kjarnorkuafvopnun, norðurskautsmál auk tvíhliða samskipta ríkjanna. Guðlaugur Þór tilkynnti að þeir Pompeo hefðu í dag ákveðið að stofna viðræðuvettvang í viðskiptamálum. Í honum fælist meðal annars tvíhliða viðræður embættismanna en einnig einkageirans með það markmið að auka viðskipti og fjárfestingar á milli landann og efla tengsl einkageiranna. Pompeo sagðist telja að samráðsvettvangurinn myndi skila árangri strax en einnig til lengri framtíðar. Viðskiptasamband ríkjanna væri sterkt en hægt væri að bæta það enn frekar. Mikilvægt væri að fá einkaaðila til að tala saman og sjá tækifærin og markaðina sem væru til staðar í hvoru landinu fyrir sig. „Hvort sem það verður með formlegum viðskiptasamningi, sem væri mjög góð útkoma ef okkur tækist það, eða með almennum skilningi á að draga úr kostnaði, fyrirstöðum og hindrunum í vegi fyrirtækja að vinna í löndunum þá væri það líka gott,“ sagði Pompeo þegar hann var spurður hvort að fríverslunarsamningur á milli Íslands og Bandaríkjanna væri jafnvel í spilunum. Guðlaugur Þór sagði að aðild Íslands að Evrópska efnahagsbandalaginu kæmi ekki í veg fyrir að hægt væri að gera fríverslunarsamning við Bandaríkin þar sem Ísland væri ekki hluti af tollabandalagi Evrópusambandsins. „Auðvitað viljum við náið viðskiptasamband við Bandaríkin og fríverslunarsamningur er auðvitað eitthvað sem við sækjumst eftir,“ sagði Guðlaugur Þór.Vanrækja ekki lengur vini sína Pompeo lofaði hlutverk Íslands innan Atlantshafsbandalagsins og skaut í leiðinni á fyrri ríkisstjórn Baracks Obama forseta sem hann gaf í skyn að hefði vanrækt bandalagsþjóðir eins og Íslands og Austur-Evrópuþjóðir sem hann heimsótti fyrr í ferð sinni til Evrópu. „Við tökum ekki lengur vini okkar, sanna bandamenn, félaga okkar sem gefnum hlut. Við höfum einfaldlega ekki efni á að vanrækja þá. Til þess eru hagkerfi okkar bundin of nánum böndum,“ sagði bandaríski utanríkisráðherrann.Hægt er að horfa á blaðamannafund Pompeo og Guðlaugs Þórs í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Klippa: Blaðamannafundur Mike Pompeo og Guðlaugs Þórs
Bandaríkin Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira