Syrgir Salvador hinn ljúfa og krefst svara Ari Brynjólfsson skrifar 15. febrúar 2019 06:15 Kattavinurinn Freyja Jónsdóttir missti Salvador, sem hún saknar vitanlega sárt, en á læðuna Tinnu og vel fer á með þeim. Fréttablaðið/Anton Brink Kötturinn Salvador fannst drepinn fyrir utan heimili Freyju Jónsdóttur í Þingholtunum í Reykjavík snemma dags fimmtudaginn 24. janúar síðastliðinn. „Átta um morguninn bönkuðu skólakrakkar upp á hjá mér, ungur nágranni minn, sem er mikill vinur Salvadors, kallaði á mig. Stúlka sem átti leið hjá rétti mér Salvador og sagði að hann væri dauður,“ segir Freyja. Hún sá Salvador síðast á lífi kvöldið áður. „Hann var svo sofandi í körfunni sinni klukkan eitt, en hann fer iðulega út snemma morguns til að fylgjast með krökkunum á leiðinni í menntaskólann.“ Freyja segir Salvador meinlausan og vinalegan. Salvador var krufinn og í niðurstöðu dýralæknis kemur fram að líkur séu á að kötturinn hafi verið bitinn af hundi. Lítið gat hafi verið á vinstri hlið inn í nýrað, honum hafi síðan blætt út. Sjálf vill Freyja ekki útiloka að áhald hafi verið notað. „Annaðhvort var hann bitinn af hundi, þá vísvitandi, eða hann var rekinn í gegn af einhverjum sem vissi hvað hann var að gera.“ Árni Stefán Árnason, lögfræðingur sem sérhæfir sig í dýravernd, segir að það varði allt að tveggja ára fangelsi að drepa kött, eigi það bæði við ef hundi sé sigað á kött eða ef dýr sé rekið í gegn. Matvælastofnun tekur við öllum tilkynningum um mál af þessu tagi og kærir þau til lögreglu ef stofnunin metur tilefni til. Árni Stefán segir að staðan sé einfaldlega sú að dýrum sé mismunað eftir tegundum. „Ef einhver myndi drepa hest þá væri MAST og lögreglan komin í málið, en af því að þetta er gæludýr þá virðast önnur lögmál gilda.“ Freyja segir erfitt að tilkynna mál af þessu tagi og auðvelt sé að rekast á veggi. Hún segir gott fólk starfa hjá Matvælastofnun en það sé ráðalaust. „Sá sem ég talaði við sagði ekkert hægt að gera nema fleiri dæmi komi fram. Ég hef heyrt um sams konar hluti hér í hverfinu en það eru ekki allir sem treysta sér til þess að fara alla leið til að tilkynna.“ Freyja segir sárt að missa Salvador, sérstaklega á þennan hátt þar sem um var að ræða meinlausan og vinalegan heimiliskött. „Hann var fjögurra ára gamall þegar hann kom til mín, hann hafði áður verið í dýraathvarfinu. Hann var ekki í góðu ásigkomulagi, en frá því hann kom til mín fyrir sex árum hefur hann verið hvers manns hugljúfi.“ Freyja ætlar ekki að gefast upp. „Ég vil bara fá að vita hver myrti köttinn minn.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Reykjavík Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Fleiri fréttir Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Sjá meira
Kötturinn Salvador fannst drepinn fyrir utan heimili Freyju Jónsdóttur í Þingholtunum í Reykjavík snemma dags fimmtudaginn 24. janúar síðastliðinn. „Átta um morguninn bönkuðu skólakrakkar upp á hjá mér, ungur nágranni minn, sem er mikill vinur Salvadors, kallaði á mig. Stúlka sem átti leið hjá rétti mér Salvador og sagði að hann væri dauður,“ segir Freyja. Hún sá Salvador síðast á lífi kvöldið áður. „Hann var svo sofandi í körfunni sinni klukkan eitt, en hann fer iðulega út snemma morguns til að fylgjast með krökkunum á leiðinni í menntaskólann.“ Freyja segir Salvador meinlausan og vinalegan. Salvador var krufinn og í niðurstöðu dýralæknis kemur fram að líkur séu á að kötturinn hafi verið bitinn af hundi. Lítið gat hafi verið á vinstri hlið inn í nýrað, honum hafi síðan blætt út. Sjálf vill Freyja ekki útiloka að áhald hafi verið notað. „Annaðhvort var hann bitinn af hundi, þá vísvitandi, eða hann var rekinn í gegn af einhverjum sem vissi hvað hann var að gera.“ Árni Stefán Árnason, lögfræðingur sem sérhæfir sig í dýravernd, segir að það varði allt að tveggja ára fangelsi að drepa kött, eigi það bæði við ef hundi sé sigað á kött eða ef dýr sé rekið í gegn. Matvælastofnun tekur við öllum tilkynningum um mál af þessu tagi og kærir þau til lögreglu ef stofnunin metur tilefni til. Árni Stefán segir að staðan sé einfaldlega sú að dýrum sé mismunað eftir tegundum. „Ef einhver myndi drepa hest þá væri MAST og lögreglan komin í málið, en af því að þetta er gæludýr þá virðast önnur lögmál gilda.“ Freyja segir erfitt að tilkynna mál af þessu tagi og auðvelt sé að rekast á veggi. Hún segir gott fólk starfa hjá Matvælastofnun en það sé ráðalaust. „Sá sem ég talaði við sagði ekkert hægt að gera nema fleiri dæmi komi fram. Ég hef heyrt um sams konar hluti hér í hverfinu en það eru ekki allir sem treysta sér til þess að fara alla leið til að tilkynna.“ Freyja segir sárt að missa Salvador, sérstaklega á þennan hátt þar sem um var að ræða meinlausan og vinalegan heimiliskött. „Hann var fjögurra ára gamall þegar hann kom til mín, hann hafði áður verið í dýraathvarfinu. Hann var ekki í góðu ásigkomulagi, en frá því hann kom til mín fyrir sex árum hefur hann verið hvers manns hugljúfi.“ Freyja ætlar ekki að gefast upp. „Ég vil bara fá að vita hver myrti köttinn minn.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Reykjavík Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Fleiri fréttir Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“