Syrgir Salvador hinn ljúfa og krefst svara Ari Brynjólfsson skrifar 15. febrúar 2019 06:15 Kattavinurinn Freyja Jónsdóttir missti Salvador, sem hún saknar vitanlega sárt, en á læðuna Tinnu og vel fer á með þeim. Fréttablaðið/Anton Brink Kötturinn Salvador fannst drepinn fyrir utan heimili Freyju Jónsdóttur í Þingholtunum í Reykjavík snemma dags fimmtudaginn 24. janúar síðastliðinn. „Átta um morguninn bönkuðu skólakrakkar upp á hjá mér, ungur nágranni minn, sem er mikill vinur Salvadors, kallaði á mig. Stúlka sem átti leið hjá rétti mér Salvador og sagði að hann væri dauður,“ segir Freyja. Hún sá Salvador síðast á lífi kvöldið áður. „Hann var svo sofandi í körfunni sinni klukkan eitt, en hann fer iðulega út snemma morguns til að fylgjast með krökkunum á leiðinni í menntaskólann.“ Freyja segir Salvador meinlausan og vinalegan. Salvador var krufinn og í niðurstöðu dýralæknis kemur fram að líkur séu á að kötturinn hafi verið bitinn af hundi. Lítið gat hafi verið á vinstri hlið inn í nýrað, honum hafi síðan blætt út. Sjálf vill Freyja ekki útiloka að áhald hafi verið notað. „Annaðhvort var hann bitinn af hundi, þá vísvitandi, eða hann var rekinn í gegn af einhverjum sem vissi hvað hann var að gera.“ Árni Stefán Árnason, lögfræðingur sem sérhæfir sig í dýravernd, segir að það varði allt að tveggja ára fangelsi að drepa kött, eigi það bæði við ef hundi sé sigað á kött eða ef dýr sé rekið í gegn. Matvælastofnun tekur við öllum tilkynningum um mál af þessu tagi og kærir þau til lögreglu ef stofnunin metur tilefni til. Árni Stefán segir að staðan sé einfaldlega sú að dýrum sé mismunað eftir tegundum. „Ef einhver myndi drepa hest þá væri MAST og lögreglan komin í málið, en af því að þetta er gæludýr þá virðast önnur lögmál gilda.“ Freyja segir erfitt að tilkynna mál af þessu tagi og auðvelt sé að rekast á veggi. Hún segir gott fólk starfa hjá Matvælastofnun en það sé ráðalaust. „Sá sem ég talaði við sagði ekkert hægt að gera nema fleiri dæmi komi fram. Ég hef heyrt um sams konar hluti hér í hverfinu en það eru ekki allir sem treysta sér til þess að fara alla leið til að tilkynna.“ Freyja segir sárt að missa Salvador, sérstaklega á þennan hátt þar sem um var að ræða meinlausan og vinalegan heimiliskött. „Hann var fjögurra ára gamall þegar hann kom til mín, hann hafði áður verið í dýraathvarfinu. Hann var ekki í góðu ásigkomulagi, en frá því hann kom til mín fyrir sex árum hefur hann verið hvers manns hugljúfi.“ Freyja ætlar ekki að gefast upp. „Ég vil bara fá að vita hver myrti köttinn minn.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Reykjavík Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
Kötturinn Salvador fannst drepinn fyrir utan heimili Freyju Jónsdóttur í Þingholtunum í Reykjavík snemma dags fimmtudaginn 24. janúar síðastliðinn. „Átta um morguninn bönkuðu skólakrakkar upp á hjá mér, ungur nágranni minn, sem er mikill vinur Salvadors, kallaði á mig. Stúlka sem átti leið hjá rétti mér Salvador og sagði að hann væri dauður,“ segir Freyja. Hún sá Salvador síðast á lífi kvöldið áður. „Hann var svo sofandi í körfunni sinni klukkan eitt, en hann fer iðulega út snemma morguns til að fylgjast með krökkunum á leiðinni í menntaskólann.“ Freyja segir Salvador meinlausan og vinalegan. Salvador var krufinn og í niðurstöðu dýralæknis kemur fram að líkur séu á að kötturinn hafi verið bitinn af hundi. Lítið gat hafi verið á vinstri hlið inn í nýrað, honum hafi síðan blætt út. Sjálf vill Freyja ekki útiloka að áhald hafi verið notað. „Annaðhvort var hann bitinn af hundi, þá vísvitandi, eða hann var rekinn í gegn af einhverjum sem vissi hvað hann var að gera.“ Árni Stefán Árnason, lögfræðingur sem sérhæfir sig í dýravernd, segir að það varði allt að tveggja ára fangelsi að drepa kött, eigi það bæði við ef hundi sé sigað á kött eða ef dýr sé rekið í gegn. Matvælastofnun tekur við öllum tilkynningum um mál af þessu tagi og kærir þau til lögreglu ef stofnunin metur tilefni til. Árni Stefán segir að staðan sé einfaldlega sú að dýrum sé mismunað eftir tegundum. „Ef einhver myndi drepa hest þá væri MAST og lögreglan komin í málið, en af því að þetta er gæludýr þá virðast önnur lögmál gilda.“ Freyja segir erfitt að tilkynna mál af þessu tagi og auðvelt sé að rekast á veggi. Hún segir gott fólk starfa hjá Matvælastofnun en það sé ráðalaust. „Sá sem ég talaði við sagði ekkert hægt að gera nema fleiri dæmi komi fram. Ég hef heyrt um sams konar hluti hér í hverfinu en það eru ekki allir sem treysta sér til þess að fara alla leið til að tilkynna.“ Freyja segir sárt að missa Salvador, sérstaklega á þennan hátt þar sem um var að ræða meinlausan og vinalegan heimiliskött. „Hann var fjögurra ára gamall þegar hann kom til mín, hann hafði áður verið í dýraathvarfinu. Hann var ekki í góðu ásigkomulagi, en frá því hann kom til mín fyrir sex árum hefur hann verið hvers manns hugljúfi.“ Freyja ætlar ekki að gefast upp. „Ég vil bara fá að vita hver myrti köttinn minn.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Reykjavík Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira