Innlent

Kennarasambandið flytur úr Kennarahúsinu

Andri Eysteinsson skrifar
Ragnar Þór Pétursson formaður Kennarasambandsins segir flutninginn í Borgartúnið stóra stund í sögu KÍ.
Ragnar Þór Pétursson formaður Kennarasambandsins segir flutninginn í Borgartúnið stóra stund í sögu KÍ. Vísir/ Vilhelm
27 ára veru Kennarasambands Íslands (KÍ) í Kennarahúsinu við Laufásveg 81 lýkur á vordögum. Í tilkynningu sem birtist á vef KÍ er greint frá því að sambandið hafi í dag gengið frá kaupum á sjöttu hæð byggingarinnar að Borgartúni 30.

Í tilkynningunni segir að nýtt húsnæði sambandsins mæti nútímakröfum félagsmanna um aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða en þau mál hafi aldrei verið í lagi á Laufásveginum. KÍ hefur lengi unnið að því að finna lausn á húsnæðismálum sínum en þau mál hafa verið viðfangsefni allra þinga sambandsins síðan 2005 samkvæmt tilkynningu.

„Það er býsna stór stund í sögu KÍ að færa starfsemina úr Kennarahúsinu. Tilfinningin er blendin. Þetta er þó nauðsynleg breyting svo byggja megi upp starfsemi sambandsins til framtíðar," segir Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍ í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×