Slóvenska undrið í NBA-deildinni er á pari við Jordan og LeBron Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. febrúar 2019 11:00 Luka Doncic verður að öllum líkindum nýliði ársins. vísir/getty Slóvenski landsliðsmaðurinn Luka Doncic verður kjörinn nýliði ársins í NBA-deildinni. Það er orðið alveg morgunljóst þrátt fyrir að enn er mikið eftir af mótinu. Hann er gjörsamlega búinn að fara á kostum. Doncic er að spila svo vel að hann er að eiga sögulega gott nýliðaár sem er á pari við ofurstjörnur eins og Michael Jordan, LeBron James og Oscar Robertson. Ekki amalegt fyrir 19 ára gamlan Slóvena. Doncic kom inn í deildina í sumar eftir að vera valinn þriðji í nýliðavalinu af Atlanta Hawks en skipt til Dallas Mavericks. Ákvörðun sem að Atlanta gæti séð eftir um langa hríð. Slóveninn kom inn nánast sem fullmótaður karlmaður en hann var útnefndur besti leikmaður úrslitahelgi Meistaradeildarinnar síðasta vor þar sem að hann leiddi Real Madrid til sigurs. Hann var svo aðalmaðurinn í slóvenska landsliðinu sem varð Evrópumeistari árið 2017, þá 18 ára.Fjórir á undan Luka Doncic er í fyrstu 55 leikjunum sínum í NBA-deildinni búinn að skora að meðaltali 20,7 stig í leik, taka 7,2 fráköst og gefa 5,6 stoðsendingar. Aðeins fjórir aðrir hafa náð því að skora yfir 20 stig, taka fimm fráköst og gefa fimm stoðsendinar að meðaltali í leik á nýliðaári sínu í NBA-deildinni. Það eru mennirnir sem nefndir voru hér að ofan; Michael Jordan tímabilið 1984-1985 (28,2 - 6,5 - 5,9), LeBron James tímabilið 2003-2004 (20,9 - 5,5 - 5,9), Oscar Robertson tímabilið 1960-1961 (30,5 - 10,1 - 9,7) og svo Tyreke Evans tímabilið 2009-2010 (20,1 - 5,3 - 5,8). Sá síðastnefndi hefur ekki náð sömu hæðum og hinir. Doncic þarf vissulega að halda dampi út tímabilið til að komast í þennan magnaða hóp en hann virðist ekki líklegur til að slaka á. Hann var útnefndur nýliði mánaðarins í vesturdeildinni fyrir nóvember, desember og janúar.Ekki í stjörnuleiknum Slóveninn magnaði varð undir lok janúar fyrsti táningurinn í sögu NBA-deildarinnar til að skora yfir 30 stig í þrennuleik en hann fór hamförum á móti Toronto Raptors 27. janúar og skoraði 35 stig, tók tólf fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Hann er búinn að hlaða í þrjár þrennur á tímabilinu og varð fyrsti táningurinn í sögu NBA-deildarinnar til að ná fleiri en einni þrennu fyrir tvítugt. Þá varð hann yngsti leikmaðurinn í sögunni (19 ára og 333 daga gamall) til að ná annarri tvennunni á ferlinum en metið átti Lonzo Ball hjá Lakers (20 ára og 23 daga gamall). Þrátt fyrir ótrúlegt tímabil var Doncic ekki valinn í stjörnuleikinn, ekki einu sinni sem varamaður, þannig að hann fær kærkomna hvíld um stjörnuhelgina og getur hlaðið batteríin fyrir lokaátökin í NBA-deildinni og stefnt hraðbyri að því að komast í sögubækurnar á sömu blaðsíðu og Jordan og LeBron. NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Slóvenski landsliðsmaðurinn Luka Doncic verður kjörinn nýliði ársins í NBA-deildinni. Það er orðið alveg morgunljóst þrátt fyrir að enn er mikið eftir af mótinu. Hann er gjörsamlega búinn að fara á kostum. Doncic er að spila svo vel að hann er að eiga sögulega gott nýliðaár sem er á pari við ofurstjörnur eins og Michael Jordan, LeBron James og Oscar Robertson. Ekki amalegt fyrir 19 ára gamlan Slóvena. Doncic kom inn í deildina í sumar eftir að vera valinn þriðji í nýliðavalinu af Atlanta Hawks en skipt til Dallas Mavericks. Ákvörðun sem að Atlanta gæti séð eftir um langa hríð. Slóveninn kom inn nánast sem fullmótaður karlmaður en hann var útnefndur besti leikmaður úrslitahelgi Meistaradeildarinnar síðasta vor þar sem að hann leiddi Real Madrid til sigurs. Hann var svo aðalmaðurinn í slóvenska landsliðinu sem varð Evrópumeistari árið 2017, þá 18 ára.Fjórir á undan Luka Doncic er í fyrstu 55 leikjunum sínum í NBA-deildinni búinn að skora að meðaltali 20,7 stig í leik, taka 7,2 fráköst og gefa 5,6 stoðsendingar. Aðeins fjórir aðrir hafa náð því að skora yfir 20 stig, taka fimm fráköst og gefa fimm stoðsendinar að meðaltali í leik á nýliðaári sínu í NBA-deildinni. Það eru mennirnir sem nefndir voru hér að ofan; Michael Jordan tímabilið 1984-1985 (28,2 - 6,5 - 5,9), LeBron James tímabilið 2003-2004 (20,9 - 5,5 - 5,9), Oscar Robertson tímabilið 1960-1961 (30,5 - 10,1 - 9,7) og svo Tyreke Evans tímabilið 2009-2010 (20,1 - 5,3 - 5,8). Sá síðastnefndi hefur ekki náð sömu hæðum og hinir. Doncic þarf vissulega að halda dampi út tímabilið til að komast í þennan magnaða hóp en hann virðist ekki líklegur til að slaka á. Hann var útnefndur nýliði mánaðarins í vesturdeildinni fyrir nóvember, desember og janúar.Ekki í stjörnuleiknum Slóveninn magnaði varð undir lok janúar fyrsti táningurinn í sögu NBA-deildarinnar til að skora yfir 30 stig í þrennuleik en hann fór hamförum á móti Toronto Raptors 27. janúar og skoraði 35 stig, tók tólf fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Hann er búinn að hlaða í þrjár þrennur á tímabilinu og varð fyrsti táningurinn í sögu NBA-deildarinnar til að ná fleiri en einni þrennu fyrir tvítugt. Þá varð hann yngsti leikmaðurinn í sögunni (19 ára og 333 daga gamall) til að ná annarri tvennunni á ferlinum en metið átti Lonzo Ball hjá Lakers (20 ára og 23 daga gamall). Þrátt fyrir ótrúlegt tímabil var Doncic ekki valinn í stjörnuleikinn, ekki einu sinni sem varamaður, þannig að hann fær kærkomna hvíld um stjörnuhelgina og getur hlaðið batteríin fyrir lokaátökin í NBA-deildinni og stefnt hraðbyri að því að komast í sögubækurnar á sömu blaðsíðu og Jordan og LeBron.
NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira