Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Sylvía Hall skrifar 13. febrúar 2019 22:06 Stoðdeildin yrði fyrir börn í 3. til 10. bekk. Visir/Vilhelm Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík og myndu því öll þau börn sækja þann skóla í að hámarki níu mánuði áður en þau myndu hefja nám í sínum hverfisskóla. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Í tillögum starfshópsins segir að stoðdeildin yrði sett á laggirnar fyrir börn í 3. til 10. bekk sem þurfa sértækan stuðning við að hefja nám í íslenskum grunnskóla. Í þeim hópi séu börn flóttafólks, umsækjenda um alþjóðlega vernd og í einhverjum tilvikum börn innflytjenda sem ekki hafa skólagöngu að baki. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir þetta vera til þess að þessi hópur fái betri stuðning og aðgang að fagfólki. „Það er aðalatriði að við getum veitt þeim þessa næringu og skjól sem þessi hópur þarf á að halda og ef þeim er dreift í marga skóla getur verið að við höfum ekki það fagfólk og þá umgjörð sem þau þurfa á að halda. Ég tel að þeim sé enginn sérstakur greiði gerður með því að vera í almennum bekk með þennan veika og brotna bakgrunn,“ segir Helgi.116 börn fólks í leit að alþjóðlegri vernd skólagöngu í 12 grunnskólum í Reykjavík á árunum 2016 til 2018. Í dag er 21 slíkt barn í skólunum.Vísir/VilhelmLögbrot að sögn deildarstjóra Helga Helgadóttir, deildarstjóri sérkennslu í Vogaskóla, er ekki hrifin af tillögum starfshópsins. Hún segir þetta vera í andstöðu við starfið í Vogaskóla og hún geti ekki betur séð en að tillögurnar brjóti í bága við lög um grunnskóla og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í lögum um grunnskóla segir að koma eigi í veg fyrir mismunun vegna uppruna við nám og kennslu. Í aðalnámskrá segir að á grunnskólastigi eiga allir nemendur rétt á að stunda skyldunám í almennum grunnskólum án aðgreiningar sem öll börn eiga rétt á að sækja. Aðspurður hvort tillögur starfshópsins aðgreini ekki umræddan hóp frá öðrum grunnskólabörnum segir Helgi að það séu börn sem þurfi á sérstökum aðstæðum að halda til þess að geta vaxið og blómstrað í skólastarfi en menntun án aðgreiningar sé verkefni sem sé tekið mjög alvarlega hjá Reykjavíkurborg. Það sé reynt að komast til móts við þarfir allra barna og telur starfshópurinn að það sé best gert með þessum hætti. Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík og myndu því öll þau börn sækja þann skóla í að hámarki níu mánuði áður en þau myndu hefja nám í sínum hverfisskóla. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Í tillögum starfshópsins segir að stoðdeildin yrði sett á laggirnar fyrir börn í 3. til 10. bekk sem þurfa sértækan stuðning við að hefja nám í íslenskum grunnskóla. Í þeim hópi séu börn flóttafólks, umsækjenda um alþjóðlega vernd og í einhverjum tilvikum börn innflytjenda sem ekki hafa skólagöngu að baki. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir þetta vera til þess að þessi hópur fái betri stuðning og aðgang að fagfólki. „Það er aðalatriði að við getum veitt þeim þessa næringu og skjól sem þessi hópur þarf á að halda og ef þeim er dreift í marga skóla getur verið að við höfum ekki það fagfólk og þá umgjörð sem þau þurfa á að halda. Ég tel að þeim sé enginn sérstakur greiði gerður með því að vera í almennum bekk með þennan veika og brotna bakgrunn,“ segir Helgi.116 börn fólks í leit að alþjóðlegri vernd skólagöngu í 12 grunnskólum í Reykjavík á árunum 2016 til 2018. Í dag er 21 slíkt barn í skólunum.Vísir/VilhelmLögbrot að sögn deildarstjóra Helga Helgadóttir, deildarstjóri sérkennslu í Vogaskóla, er ekki hrifin af tillögum starfshópsins. Hún segir þetta vera í andstöðu við starfið í Vogaskóla og hún geti ekki betur séð en að tillögurnar brjóti í bága við lög um grunnskóla og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í lögum um grunnskóla segir að koma eigi í veg fyrir mismunun vegna uppruna við nám og kennslu. Í aðalnámskrá segir að á grunnskólastigi eiga allir nemendur rétt á að stunda skyldunám í almennum grunnskólum án aðgreiningar sem öll börn eiga rétt á að sækja. Aðspurður hvort tillögur starfshópsins aðgreini ekki umræddan hóp frá öðrum grunnskólabörnum segir Helgi að það séu börn sem þurfi á sérstökum aðstæðum að halda til þess að geta vaxið og blómstrað í skólastarfi en menntun án aðgreiningar sé verkefni sem sé tekið mjög alvarlega hjá Reykjavíkurborg. Það sé reynt að komast til móts við þarfir allra barna og telur starfshópurinn að það sé best gert með þessum hætti.
Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira