Vinnubrögð KPMG verulega ámælisverð að mati Persónuverndar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. febrúar 2019 07:45 Ráðhús Garðabæjar. Fréttablaðið/Ernir Lög voru brotin þegar viðkvæmar persónuupplýsingar voru birtar á vef Garðabæjar á síðasta ári. Ráðgjafafyrirtækið KPMG er húðskammað af Persónuvernd sem hóf rannsókn eftir fréttaflutning af málinu.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 á síðasta ári að þrjú sveitarfélög birtu viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna, til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar, á vefjum sem hýstu opið bókhald sveitarfélaganna Kerfið sem sveitarfélögin notuðust við var keypt af KPMG. Í svari sviðstjóra fyrirtækisins til Persónuverndar sagði að málið mæti rekja til uppfærslu hjá Microsoft, en hugbúnaður frá bandaríska tæknifyrirtækinu var notaður til þess að birta opið bókhald sveitarfélaganna. Í svari Garðabæjar til Persónuverndar segir að við hönnun og framsetningu hins opna bókhalds hafi meðal annars verið lagt til grundvallar að útgjöld undir 500 þúsund krónum skyldu undanskilin. KPMG hafi séð um að útfæra þá forsendu að beiðni Garðabæjar. Það hafi átt að tryggja að ekki væri hægt að kalla fram upplýsingar sem geti talist persónupplýsingar eða viðkvæmar upplýsingar. Þá hafi engar skýringar borist frá KMPG af hverju þetta hafi ekki virkað sem skyldi, né hafi starfsmenn Garðabæjar geta staðfest niðurstöður KPMG að rekja mætti öryggisbrestinn til þeirrar uppfærslu sem fyrirtækið nefndi. KPMG.vísir/gettyHægt að nálgast upplýsingar um 14 einstaklinga Persónuvernd óskaði einnig eftir upplýsingum frá Microsoft á Íslandi um hvenær umrædd uppfærsla hafi verið framkvæmd. Í svari Microsoft sagði að valmöguleikinn sem gerði það að verkum að upplýsingarnar fóru á netið hafi verið fyrst kynntur í apríl 2016, umræddar upplýsingar voru birtar um ári síðar. Í niðurstöðu Persónuverndar segir að það hafi verið „verulega ámælisvert“ af hálfu KMPG að viðhafa þau vinnubrögð að ekki væri gengið úr skugga um að ekki væri mögulegt að nálgast upplýsingar um einstaklinga úr því kerfi sem notast var við. Komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að lög um Persónuverd hafi verið brotin í málinu en þar sem eldri lög hafi gilt þegar brotið var framið, því gæti Persónuvernd ekki lagt á stjórnvaldssekt vegna málsins. Er lagt fyrir Garðabæ að gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig. Í svarinu segir einnig að Garðabær hafi brugðist strax við málinu, tekið umræddar upplýsingar af netinu og borin hafi verið fram afsökunarbeiðni og unnið að því að hafa samband við þá einstaklinga sem áttu hlut að máli. Samkvæmt greiningu Garðabæjar var hægt að nálgast upplýsingar um fjórtán skjólstæðinga í 50 tilvikum. Ekkert bendi þó til að umræddar upplýsingar hafi verið vistaðar, þeim dreift eða þær nýttar með öðrum hætti. Garðabær Persónuvernd Tengdar fréttir Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. 28. apríl 2018 19:23 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
Lög voru brotin þegar viðkvæmar persónuupplýsingar voru birtar á vef Garðabæjar á síðasta ári. Ráðgjafafyrirtækið KPMG er húðskammað af Persónuvernd sem hóf rannsókn eftir fréttaflutning af málinu.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 á síðasta ári að þrjú sveitarfélög birtu viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna, til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar, á vefjum sem hýstu opið bókhald sveitarfélaganna Kerfið sem sveitarfélögin notuðust við var keypt af KPMG. Í svari sviðstjóra fyrirtækisins til Persónuverndar sagði að málið mæti rekja til uppfærslu hjá Microsoft, en hugbúnaður frá bandaríska tæknifyrirtækinu var notaður til þess að birta opið bókhald sveitarfélaganna. Í svari Garðabæjar til Persónuverndar segir að við hönnun og framsetningu hins opna bókhalds hafi meðal annars verið lagt til grundvallar að útgjöld undir 500 þúsund krónum skyldu undanskilin. KPMG hafi séð um að útfæra þá forsendu að beiðni Garðabæjar. Það hafi átt að tryggja að ekki væri hægt að kalla fram upplýsingar sem geti talist persónupplýsingar eða viðkvæmar upplýsingar. Þá hafi engar skýringar borist frá KMPG af hverju þetta hafi ekki virkað sem skyldi, né hafi starfsmenn Garðabæjar geta staðfest niðurstöður KPMG að rekja mætti öryggisbrestinn til þeirrar uppfærslu sem fyrirtækið nefndi. KPMG.vísir/gettyHægt að nálgast upplýsingar um 14 einstaklinga Persónuvernd óskaði einnig eftir upplýsingum frá Microsoft á Íslandi um hvenær umrædd uppfærsla hafi verið framkvæmd. Í svari Microsoft sagði að valmöguleikinn sem gerði það að verkum að upplýsingarnar fóru á netið hafi verið fyrst kynntur í apríl 2016, umræddar upplýsingar voru birtar um ári síðar. Í niðurstöðu Persónuverndar segir að það hafi verið „verulega ámælisvert“ af hálfu KMPG að viðhafa þau vinnubrögð að ekki væri gengið úr skugga um að ekki væri mögulegt að nálgast upplýsingar um einstaklinga úr því kerfi sem notast var við. Komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að lög um Persónuverd hafi verið brotin í málinu en þar sem eldri lög hafi gilt þegar brotið var framið, því gæti Persónuvernd ekki lagt á stjórnvaldssekt vegna málsins. Er lagt fyrir Garðabæ að gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig. Í svarinu segir einnig að Garðabær hafi brugðist strax við málinu, tekið umræddar upplýsingar af netinu og borin hafi verið fram afsökunarbeiðni og unnið að því að hafa samband við þá einstaklinga sem áttu hlut að máli. Samkvæmt greiningu Garðabæjar var hægt að nálgast upplýsingar um fjórtán skjólstæðinga í 50 tilvikum. Ekkert bendi þó til að umræddar upplýsingar hafi verið vistaðar, þeim dreift eða þær nýttar með öðrum hætti.
Garðabær Persónuvernd Tengdar fréttir Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. 28. apríl 2018 19:23 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. 28. apríl 2018 19:23
Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44