Áslaug Arna um stjórnmálin: „Ég vil fara langt“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 22:28 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður, ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar ætlar sér langt á vettvangi stjórnmálanna og hyggst njóta þess eins lengi og hún getur að sinna þingstörfum. Vísir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður, ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar ætlar sér langt á vettvangi stjórnmálanna og hyggst njóta þess eins lengi og hún getur að sinna þingstörfum. Áslaug Arna var gestur Sindra Sindrasonar í Íslandi í dag. Farið var um víðan völl en Áslaug ræddi um áherslur sínar í pólitík, mál sem hún brennur fyrir á Alþingi og framtíðardrauma sína á vettvangi stjórnmálanna. „Svo eru stjórnmálin svo óútreiknanleg. Það er ótrúlega erfitt að segja til um það hvað gerist og hvað maður er lengi í þessu og hvenær maður vill gera eitthvað annað. Ég held við þurfum líka að gera stjórnmálin að þannig vettvangi að það sé eftirsóknarvert að komast þangað, að það séu fleiri sem gefi sig að stjórnmálum og berjist fyrir því að komast þangað vegna þess að við þurfum fjölbreytt fólk og alls konar fólk,“ sagði Áslaug. Aðspurð hvað hún ætlaði sér í stjórnmálum sagði Áslaug: „Ég vil fara langt“.Vill gera iðnmenntun hærra undir höfði Áslaug segir að andrúmsloftið á Alþingi hafi verið fremur skrítið undanfarna daga, meðal annars vegna Klaustursmálsins. Það hafi tekið athygli frá mikilvægum málum sem verið sé að vinna að í þinginu. „Stemningin hefur kannski alveg verið betri en ríkisstjórnarsamstarfið gengur vel og það er gaman að vinna að öllum þessum málum sem við erum að gera og auðvitað finnst manni að þau mættu fá meiri athygli þessa dagana.“ Undanfarið hefur Áslaug Arna ötullega að því að breyta viðhorfum í garð iðnmenntunar. Hún vill gera henni hærra undir höfði og gera fólki í iðngeiranum kleift að sækja sér meiri menntun. Þá segist hún vinna að því að auðvelda málsmeðferð um nálgunarbann sem hafi verið þung í vöfum. Hún kynntist því í störfum sínum sem lögreglufulltrúi eitt sumarið. „Það er komið í nefnd núna og gæti orðið að lögum mjög fljótlega vona ég,“ segir Áslaug.Áslaug Arna hefur lagt sig fram um að sinna fjölbreyttum störfum.Starf lögreglumannsins gefandi Hún segir að það hafi verið afar gefandi að starfa sem lögreglumaður. Það hafi í raun verið einstakt. „því felst er að vera mikið innan um fólk og eiga við fólk. Og koma auðvitað að erfiðum aðstæðum en þú ert alltaf að gefa af þér og hjálpa og að gera það besta í þeim aðstæðum sem eru búnar að skapast.“Hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni. Alþingi Tengdar fréttir Þeir sem ala á neikvæðni verða á endanum undir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Bára Halldórsdóttir aktívisti og Magga Stína, tónlistarkona og nýr formaður Samtaka leigjenda, settust á rökstóla nú rétt fyrir jól. Þær eru ólíkar en e 22. desember 2018 07:30 Áslaug Arna leggur til opnari háskóla Þingmaður Sjálfstæðisflokksins smíðar nú frumvarp um opnari háskóla, þar sem reynsla úr atvinnulífinu og fjölbreytt þekking yrði metin til inngöngu. 7. janúar 2019 06:00 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður, ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar ætlar sér langt á vettvangi stjórnmálanna og hyggst njóta þess eins lengi og hún getur að sinna þingstörfum. Áslaug Arna var gestur Sindra Sindrasonar í Íslandi í dag. Farið var um víðan völl en Áslaug ræddi um áherslur sínar í pólitík, mál sem hún brennur fyrir á Alþingi og framtíðardrauma sína á vettvangi stjórnmálanna. „Svo eru stjórnmálin svo óútreiknanleg. Það er ótrúlega erfitt að segja til um það hvað gerist og hvað maður er lengi í þessu og hvenær maður vill gera eitthvað annað. Ég held við þurfum líka að gera stjórnmálin að þannig vettvangi að það sé eftirsóknarvert að komast þangað, að það séu fleiri sem gefi sig að stjórnmálum og berjist fyrir því að komast þangað vegna þess að við þurfum fjölbreytt fólk og alls konar fólk,“ sagði Áslaug. Aðspurð hvað hún ætlaði sér í stjórnmálum sagði Áslaug: „Ég vil fara langt“.Vill gera iðnmenntun hærra undir höfði Áslaug segir að andrúmsloftið á Alþingi hafi verið fremur skrítið undanfarna daga, meðal annars vegna Klaustursmálsins. Það hafi tekið athygli frá mikilvægum málum sem verið sé að vinna að í þinginu. „Stemningin hefur kannski alveg verið betri en ríkisstjórnarsamstarfið gengur vel og það er gaman að vinna að öllum þessum málum sem við erum að gera og auðvitað finnst manni að þau mættu fá meiri athygli þessa dagana.“ Undanfarið hefur Áslaug Arna ötullega að því að breyta viðhorfum í garð iðnmenntunar. Hún vill gera henni hærra undir höfði og gera fólki í iðngeiranum kleift að sækja sér meiri menntun. Þá segist hún vinna að því að auðvelda málsmeðferð um nálgunarbann sem hafi verið þung í vöfum. Hún kynntist því í störfum sínum sem lögreglufulltrúi eitt sumarið. „Það er komið í nefnd núna og gæti orðið að lögum mjög fljótlega vona ég,“ segir Áslaug.Áslaug Arna hefur lagt sig fram um að sinna fjölbreyttum störfum.Starf lögreglumannsins gefandi Hún segir að það hafi verið afar gefandi að starfa sem lögreglumaður. Það hafi í raun verið einstakt. „því felst er að vera mikið innan um fólk og eiga við fólk. Og koma auðvitað að erfiðum aðstæðum en þú ert alltaf að gefa af þér og hjálpa og að gera það besta í þeim aðstæðum sem eru búnar að skapast.“Hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni.
Alþingi Tengdar fréttir Þeir sem ala á neikvæðni verða á endanum undir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Bára Halldórsdóttir aktívisti og Magga Stína, tónlistarkona og nýr formaður Samtaka leigjenda, settust á rökstóla nú rétt fyrir jól. Þær eru ólíkar en e 22. desember 2018 07:30 Áslaug Arna leggur til opnari háskóla Þingmaður Sjálfstæðisflokksins smíðar nú frumvarp um opnari háskóla, þar sem reynsla úr atvinnulífinu og fjölbreytt þekking yrði metin til inngöngu. 7. janúar 2019 06:00 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Þeir sem ala á neikvæðni verða á endanum undir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Bára Halldórsdóttir aktívisti og Magga Stína, tónlistarkona og nýr formaður Samtaka leigjenda, settust á rökstóla nú rétt fyrir jól. Þær eru ólíkar en e 22. desember 2018 07:30
Áslaug Arna leggur til opnari háskóla Þingmaður Sjálfstæðisflokksins smíðar nú frumvarp um opnari háskóla, þar sem reynsla úr atvinnulífinu og fjölbreytt þekking yrði metin til inngöngu. 7. janúar 2019 06:00
Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26