Upplifði mjög hættulegar aðstæður þegar stórar þakplötur fuku við Melaskóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2019 10:23 Frá vettvangi í morgun. Myndin er tekin Melaskólamegin við NEshagann. Í bakgrunni má sjá íþróttahús Hagaskóla, með upplýstar rúður. Nokkrar þakplötur sjást liggjandi þar fyrir framan. Ragna Sara Jónsdóttir Fjöldi þakplatna fauk af þaki íþróttahúss Hagaskóla í vesturbæ Reykjavíkur á níunda tímanum í morgun. Móðir á leið heim eftir að hafa fylgt börnum sínum í leik- og grunnskóla í næsta nágrenni varð vitni að því þegar plöturnar fuku hver á fætur annarri. Hún vill ekki hugsa það til enda hvað hefði gerst ef plöturnar hefðu fokið fimmtán mínútum fyrr þegar fjöldi barna var á leið í skólann. Afar hvasst er á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Ragna Sara Jónsdóttir var á leiðinni fram hjá íþróttahúsi Hagaskóla um klukkan korter eða tíu mínútur í níu. „Ég heyrði einhverja skruðninga, lít við og sé svo tvær þakplötur koma fjúkandi. Svo þrjár, svo fjórar. Þær voru risastórar og komu fljúgandi ofan af þakinu,“ segir Ragna Sara. Stærðin sé líklega sjö til átta metrar á lengd sinnum einn metri. Í strætóskýli á Neshaga, beint fyrir framan íþróttahús Hagaskóla, hafi staðið tvær manneskjur. „Það munaði svo litlu að plöturnar hefðu getað lent á skýlinu, og þá allt brotnað. Ég held að þessar manneskjur hafi verið með heyrnartól því þær stóðu kyrrar. Ég var einhvern veginn að reyna að gera þeim viðvart.“ Hún hafi sjálf átt fótum fjör að launa undan plötum sem fuku í áttina að henni við gangbrautina yfir Neshagann, milli íþróttahússins og Melaskóla. „Ímyndaðu þér ef það hefðu verið lítil börn á leiðinni í skólann. Þetta voru mjög hættulegar aðstæður.“ Hennar fyrstu viðbrögð voru að hringja í lögreglu. Ragna Sara, sem greindi frá atburðinum í Facebook-hópnum Vesturbærinn, segir viðbrögðin hjá lögreglu hafa komið sér á óvart. Lögregla hafi bent á að nærtækara væri að hafa samband við skólann eða borgaryfirvöld. Það hafi komið henni á óvart að lítið væri gert úr hættunni. Hún hélt rakleiðis í Melaskóla, hitti þar traustan starfsmann sem fór að skoða aðstæður. Fleiri bættust í hópinn og fóru að taka saman plöturnar. Starfsmaður á skrifstofu Hagaskóla upplýsti fréttastofu um að framkvæmdir hefðu staðið yfir á þaki Hagaskóla undanfarið. Búið væri að hafa samband við verktakann sem væri örugglega á vettvangi. Reykjavík Skóla - og menntamál Veður Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Fleiri fréttir Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjá meira
Fjöldi þakplatna fauk af þaki íþróttahúss Hagaskóla í vesturbæ Reykjavíkur á níunda tímanum í morgun. Móðir á leið heim eftir að hafa fylgt börnum sínum í leik- og grunnskóla í næsta nágrenni varð vitni að því þegar plöturnar fuku hver á fætur annarri. Hún vill ekki hugsa það til enda hvað hefði gerst ef plöturnar hefðu fokið fimmtán mínútum fyrr þegar fjöldi barna var á leið í skólann. Afar hvasst er á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Ragna Sara Jónsdóttir var á leiðinni fram hjá íþróttahúsi Hagaskóla um klukkan korter eða tíu mínútur í níu. „Ég heyrði einhverja skruðninga, lít við og sé svo tvær þakplötur koma fjúkandi. Svo þrjár, svo fjórar. Þær voru risastórar og komu fljúgandi ofan af þakinu,“ segir Ragna Sara. Stærðin sé líklega sjö til átta metrar á lengd sinnum einn metri. Í strætóskýli á Neshaga, beint fyrir framan íþróttahús Hagaskóla, hafi staðið tvær manneskjur. „Það munaði svo litlu að plöturnar hefðu getað lent á skýlinu, og þá allt brotnað. Ég held að þessar manneskjur hafi verið með heyrnartól því þær stóðu kyrrar. Ég var einhvern veginn að reyna að gera þeim viðvart.“ Hún hafi sjálf átt fótum fjör að launa undan plötum sem fuku í áttina að henni við gangbrautina yfir Neshagann, milli íþróttahússins og Melaskóla. „Ímyndaðu þér ef það hefðu verið lítil börn á leiðinni í skólann. Þetta voru mjög hættulegar aðstæður.“ Hennar fyrstu viðbrögð voru að hringja í lögreglu. Ragna Sara, sem greindi frá atburðinum í Facebook-hópnum Vesturbærinn, segir viðbrögðin hjá lögreglu hafa komið sér á óvart. Lögregla hafi bent á að nærtækara væri að hafa samband við skólann eða borgaryfirvöld. Það hafi komið henni á óvart að lítið væri gert úr hættunni. Hún hélt rakleiðis í Melaskóla, hitti þar traustan starfsmann sem fór að skoða aðstæður. Fleiri bættust í hópinn og fóru að taka saman plöturnar. Starfsmaður á skrifstofu Hagaskóla upplýsti fréttastofu um að framkvæmdir hefðu staðið yfir á þaki Hagaskóla undanfarið. Búið væri að hafa samband við verktakann sem væri örugglega á vettvangi.
Reykjavík Skóla - og menntamál Veður Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Fleiri fréttir Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjá meira