Seinni bylgjan: Óþolandi að þurfa að horfa á svona menn sem virðast ekki nenna þessu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2019 11:00 Viðureign Stjörnunnar og FH var til umfjöllunar í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi, eins og aðrir leikir síðustu umferðar í Olís-deild karla. FH vann öruggan sigur á Stjörnunni, þrátt fyrir að fimm mikilvægir leikmenn væru fjarverandi. Þurftu þeir lítið að hafa fyrir sigrinum en frammistaða Stjörnumanna afar máttlaus. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, var ósáttur við frammistöðu sinna manna eftir leik og óttaðist að liðið væri að sogast niður í fallbarátu. Gunnar Berg Viktorsson þekkir vel til í Garðabænum og hann sagði frammistöðuna hafa verið arfaslaka í leiknum gegn FH. „Stjarnan var ótrúlega léleg. Alveg ótrúlega staðir, það mætir enginn á boltann til að fara í árásina. Menn fá boltann alltaf í kyrrstöðu, stinga niður og leggja svo af stað,“ sagði hann meðal annars. „Af hverju fær boltinn ekki að fljóta og menn reyna að finna færin? Þetta var ótrúlega lélegt.“ Sebastian Alexandersson tók undir þetta og bætti við: „Það eru vond skilaboð til annarra liða í deildinni að menn ætli að bakka þegar það er spilað aðeins fast á þá. Það eru ekki góð skilaboð.“ Gunnar Berg hélt svo áfram og sagði að karaktersleysi hefði einkennt Stjörnumenn í leiknum. „Hausinn er niður í bringu, það vantar allan kraft og samheldni í liðið. Þetta skín af þeim, algerlega. Það er óþolandi að þurfa að horfa upp á svona menn sem virðast ekki nenna þessu,“ sagði Gunnar Berg sem var ekki búinn. „Maður spyr sig, æfðu þeir ekkert í fríinu [í janúar]. Hvaða hraði er á leiknum? Mér fannst þeir vera þreyttir eftir 5-10 mínútur,“ sagði hann. Allt innslagið má sjá hér efst í fréttinni. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 20-28 | Máttlausir Stjörnumenn engin fyrirstaða FH heldur áfram á góðri siglingu í Olísdeild karla eftir sigur á Stjörnunni í kvöld. Garðbæingar eru að sogast niður í botnbaráttu deildarinnar. 10. febrúar 2019 22:30 Rúnar: Þurfum að gyrða okkur í brók ef ekki á illa að fara Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að sínir menn séu að spila allt of hægan sóknarleik. Það hafi orðið liðinu að falli gegn FH í dag. 10. febrúar 2019 22:13 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Viðureign Stjörnunnar og FH var til umfjöllunar í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi, eins og aðrir leikir síðustu umferðar í Olís-deild karla. FH vann öruggan sigur á Stjörnunni, þrátt fyrir að fimm mikilvægir leikmenn væru fjarverandi. Þurftu þeir lítið að hafa fyrir sigrinum en frammistaða Stjörnumanna afar máttlaus. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, var ósáttur við frammistöðu sinna manna eftir leik og óttaðist að liðið væri að sogast niður í fallbarátu. Gunnar Berg Viktorsson þekkir vel til í Garðabænum og hann sagði frammistöðuna hafa verið arfaslaka í leiknum gegn FH. „Stjarnan var ótrúlega léleg. Alveg ótrúlega staðir, það mætir enginn á boltann til að fara í árásina. Menn fá boltann alltaf í kyrrstöðu, stinga niður og leggja svo af stað,“ sagði hann meðal annars. „Af hverju fær boltinn ekki að fljóta og menn reyna að finna færin? Þetta var ótrúlega lélegt.“ Sebastian Alexandersson tók undir þetta og bætti við: „Það eru vond skilaboð til annarra liða í deildinni að menn ætli að bakka þegar það er spilað aðeins fast á þá. Það eru ekki góð skilaboð.“ Gunnar Berg hélt svo áfram og sagði að karaktersleysi hefði einkennt Stjörnumenn í leiknum. „Hausinn er niður í bringu, það vantar allan kraft og samheldni í liðið. Þetta skín af þeim, algerlega. Það er óþolandi að þurfa að horfa upp á svona menn sem virðast ekki nenna þessu,“ sagði Gunnar Berg sem var ekki búinn. „Maður spyr sig, æfðu þeir ekkert í fríinu [í janúar]. Hvaða hraði er á leiknum? Mér fannst þeir vera þreyttir eftir 5-10 mínútur,“ sagði hann. Allt innslagið má sjá hér efst í fréttinni.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 20-28 | Máttlausir Stjörnumenn engin fyrirstaða FH heldur áfram á góðri siglingu í Olísdeild karla eftir sigur á Stjörnunni í kvöld. Garðbæingar eru að sogast niður í botnbaráttu deildarinnar. 10. febrúar 2019 22:30 Rúnar: Þurfum að gyrða okkur í brók ef ekki á illa að fara Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að sínir menn séu að spila allt of hægan sóknarleik. Það hafi orðið liðinu að falli gegn FH í dag. 10. febrúar 2019 22:13 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 20-28 | Máttlausir Stjörnumenn engin fyrirstaða FH heldur áfram á góðri siglingu í Olísdeild karla eftir sigur á Stjörnunni í kvöld. Garðbæingar eru að sogast niður í botnbaráttu deildarinnar. 10. febrúar 2019 22:30
Rúnar: Þurfum að gyrða okkur í brók ef ekki á illa að fara Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að sínir menn séu að spila allt of hægan sóknarleik. Það hafi orðið liðinu að falli gegn FH í dag. 10. febrúar 2019 22:13