Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. febrúar 2019 17:59 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra furðar sig á launahækkun sem bankaráð Landsbankans veitti Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra bankans. Laun Lilju hafa hækkað um tæp 82 prósent frá árinu 2017 en frá 1. júlí 2017 hefur bankaráð hækkað laun hennar þrisvar sinnum. Forsætisráðherrann var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún sagði launahækkunina ekki endurspegla þróun launa annars staðar í samfélaginu. „Samkvæmt fréttum er þetta 82 prósenta hækkun frá árinu 2017 sem er auðvitað úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu, hvort sem litið er til almenna eða opinbera markaðarins.“ Katrín segir þingið vera með til meðferðar frumvarp frá Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, þar sem gert sé ráð fyrir því að laun æðstu embættismanna ríkisins fylgi opinberri launaþróun. „Það er tilraun til þess að marka skýra stefnu um það að hið opinbera eigi ekki að vera leiðandi í launaþróun. Við erum hér með starfskjarastefnu fyrir opinber fyrirtæki þar sem er talað um það að laun eigi að vera hófleg og samkeppnishæf. Ég hlýt að spyrja hvort að 82 prósenta launahækkun teljist hófleg í einhverjum veruleika og sömuleiðis ef við erum að tala um að laun séu samkeppnishæf, við hvað er þá verið að miða?“ spyr Katrín og bendir á að laun Lilju séu mun hærri en laun fjármála- og efnahagsráðherra sem fari þó með stjórn bankamála í landinu.Lilja Björk Einarsdóttir var ráðin bankastjóri í mars 2017. Síðan þá hefur bankaráð hækkað mánaðarlaun hennar um 1,7 milljónir.Fréttablaðið/EyþórAðspurð hvort einhverjar skýringar á launahækkuninni hafi borist hinu opinbera frá ríkisfyrirtækinu Landsbankanum sagði Katrín að tilmæli hafi verið send út til Landsbankans og annarra ríkisfyrirtækja um að stjórnir skyldu gæta hófs í ákvörðunum sínum, til að mynda þeim sem tengist launamálum. „Ég tel að stjórnvöld þurfi að setja sér skýrari starfskjarastefnu þar sem það er hreinlega skrifað út hvaða starfskjarastefnu þessi opinberu fyrirtæki eigi að fylgja, í ljósi þess að fyrirkomulagið er þannig að það er einhver armslengd frá ríki til stjórnar þessa fyrirtækja. Ef þau telja að þetta sé í samræmi við hóflega og samkeppnishæfa launastefnu þá þarf ríkið greinilega að endurskoða þessa starfskjarastefnu,“ sagði Katrín.Viðtalið við Katrínu í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan. Alþingi Kjaramál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra furðar sig á launahækkun sem bankaráð Landsbankans veitti Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra bankans. Laun Lilju hafa hækkað um tæp 82 prósent frá árinu 2017 en frá 1. júlí 2017 hefur bankaráð hækkað laun hennar þrisvar sinnum. Forsætisráðherrann var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún sagði launahækkunina ekki endurspegla þróun launa annars staðar í samfélaginu. „Samkvæmt fréttum er þetta 82 prósenta hækkun frá árinu 2017 sem er auðvitað úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu, hvort sem litið er til almenna eða opinbera markaðarins.“ Katrín segir þingið vera með til meðferðar frumvarp frá Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, þar sem gert sé ráð fyrir því að laun æðstu embættismanna ríkisins fylgi opinberri launaþróun. „Það er tilraun til þess að marka skýra stefnu um það að hið opinbera eigi ekki að vera leiðandi í launaþróun. Við erum hér með starfskjarastefnu fyrir opinber fyrirtæki þar sem er talað um það að laun eigi að vera hófleg og samkeppnishæf. Ég hlýt að spyrja hvort að 82 prósenta launahækkun teljist hófleg í einhverjum veruleika og sömuleiðis ef við erum að tala um að laun séu samkeppnishæf, við hvað er þá verið að miða?“ spyr Katrín og bendir á að laun Lilju séu mun hærri en laun fjármála- og efnahagsráðherra sem fari þó með stjórn bankamála í landinu.Lilja Björk Einarsdóttir var ráðin bankastjóri í mars 2017. Síðan þá hefur bankaráð hækkað mánaðarlaun hennar um 1,7 milljónir.Fréttablaðið/EyþórAðspurð hvort einhverjar skýringar á launahækkuninni hafi borist hinu opinbera frá ríkisfyrirtækinu Landsbankanum sagði Katrín að tilmæli hafi verið send út til Landsbankans og annarra ríkisfyrirtækja um að stjórnir skyldu gæta hófs í ákvörðunum sínum, til að mynda þeim sem tengist launamálum. „Ég tel að stjórnvöld þurfi að setja sér skýrari starfskjarastefnu þar sem það er hreinlega skrifað út hvaða starfskjarastefnu þessi opinberu fyrirtæki eigi að fylgja, í ljósi þess að fyrirkomulagið er þannig að það er einhver armslengd frá ríki til stjórnar þessa fyrirtækja. Ef þau telja að þetta sé í samræmi við hóflega og samkeppnishæfa launastefnu þá þarf ríkið greinilega að endurskoða þessa starfskjarastefnu,“ sagði Katrín.Viðtalið við Katrínu í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Kjaramál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47
Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00