Snjallsímar ekki öryggistæki í kulda Sighvatur Jónsson skrifar 11. febrúar 2019 19:00 Slysavarnafélagið Landsbjörg varar fólk við að líta á snjallsíma sem öryggistæki við erfiðar aðstæður í óbyggðum. Rafhlöður í símunum endast skemur þegar kalt er í veðri. Göngugarpar eru hvattir til að nota GPS búnað eða neyðarsenda í staðinn. Í snjallsímum er hægt að skoða ástand rafhlöðu símans. Stefán Andri Björgólfsson, tæknimaður og verslunarstjóri hjá IcePhone í Kringlunni, segir ágætt að miða við að skipta um rafhlöðu þegar afkastageta hennar er komin niður í 85%. Það geti gerst eftir um tveggja ára notkun símans. Stefán Andri segir að rafhlaða sem er orðin léleg endist mun styttra en áður ef síminn er notaður í frosti.Apple segir að snjalltæki frá fyrirtækinu virki best í lofthita á bilinu 0-35 stig.Vísir/TótlaVirka best í 0-35 stiga hita Apple, framleiðandi iPhone, segir að síminn og önnur snjalltæki fyrirtækisins virki best í hita á bilinu 0-35 stig á Celsíus. Rafhlaðan er sögð endast verr í mjög köldum aðstæðum. „Þetta er allt prófað í Kaliforníu og þar er allt annað hitastig,“ segir Stefán Andri hjá IcePhone. Rafhlöður endast betur í nýjum símum en þeim eldri, meðal annars vegna þess að nú er bakhlið margra síma úr gleri. Aldís Ragnarsdóttir, verslunarstjóri hjá Vodafone í Kringlunni, nefnir iPhone 6 sem dæmi um eldri síma sem hafa verið til vandræða varðandi líftíma rafhlöðu í miklum kulda. „Á baki símans er málmþynna sem kólnar og kælir rafhlöðuna of mikið niður,“ segir Aldís.Landsbjörg mælir með því að fólk noti fleiri öryggistæki en snjallsíma.Vísir/FriðrikSnjallsímar ekki nóg Jónas Guðmundsson, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, bendir ferðalöngum á að setja ferðaáætlun sína inn á vefinn safetravel.is. Hann telur snjallsíma ekki næg fjarskiptatæki á ferðalögum við erfiðar aðstæður. „Í kulda eins og er núna á veturna þegar þú ert úti í marga klukkutíma þá getur rafhlaðan klárast hratt, tvisvar til fjórum sinnum hraðar,“ segir Jónas. Hann bendir á að aukarafhlöður og svokallaðir hleðslubankar geti lengt líftíma rafhlöðu. Jónas mælir þó frekar með GPS búnaði eða neyðarsendum sem geta komið sér vel ef fólk týnist, til að mynda á fjöllum eða í óbyggðum. „Allt byggir þetta á því að þú getur sent frá þér skilaboð og staðsetninguna. Ef það er komið í óefni þá berst þessi staðsetning til okkar og er nokkuð nákvæm, munar kannski 100-200 metrum. Þá getum við sótt viðkomandi í staðinn fyrir að fara í mikla leit eins og var í Skaftafelli í síðustu viku,“ segir Jónas. Hann vísar til leitar að erlendri konu á sextugsaldri sem fannst heil á húfi eftir að hún varð viðskila við fjölskyldu sína. Björgunarsveitir Fjarskipti Tækni Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Slysavarnafélagið Landsbjörg varar fólk við að líta á snjallsíma sem öryggistæki við erfiðar aðstæður í óbyggðum. Rafhlöður í símunum endast skemur þegar kalt er í veðri. Göngugarpar eru hvattir til að nota GPS búnað eða neyðarsenda í staðinn. Í snjallsímum er hægt að skoða ástand rafhlöðu símans. Stefán Andri Björgólfsson, tæknimaður og verslunarstjóri hjá IcePhone í Kringlunni, segir ágætt að miða við að skipta um rafhlöðu þegar afkastageta hennar er komin niður í 85%. Það geti gerst eftir um tveggja ára notkun símans. Stefán Andri segir að rafhlaða sem er orðin léleg endist mun styttra en áður ef síminn er notaður í frosti.Apple segir að snjalltæki frá fyrirtækinu virki best í lofthita á bilinu 0-35 stig.Vísir/TótlaVirka best í 0-35 stiga hita Apple, framleiðandi iPhone, segir að síminn og önnur snjalltæki fyrirtækisins virki best í hita á bilinu 0-35 stig á Celsíus. Rafhlaðan er sögð endast verr í mjög köldum aðstæðum. „Þetta er allt prófað í Kaliforníu og þar er allt annað hitastig,“ segir Stefán Andri hjá IcePhone. Rafhlöður endast betur í nýjum símum en þeim eldri, meðal annars vegna þess að nú er bakhlið margra síma úr gleri. Aldís Ragnarsdóttir, verslunarstjóri hjá Vodafone í Kringlunni, nefnir iPhone 6 sem dæmi um eldri síma sem hafa verið til vandræða varðandi líftíma rafhlöðu í miklum kulda. „Á baki símans er málmþynna sem kólnar og kælir rafhlöðuna of mikið niður,“ segir Aldís.Landsbjörg mælir með því að fólk noti fleiri öryggistæki en snjallsíma.Vísir/FriðrikSnjallsímar ekki nóg Jónas Guðmundsson, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, bendir ferðalöngum á að setja ferðaáætlun sína inn á vefinn safetravel.is. Hann telur snjallsíma ekki næg fjarskiptatæki á ferðalögum við erfiðar aðstæður. „Í kulda eins og er núna á veturna þegar þú ert úti í marga klukkutíma þá getur rafhlaðan klárast hratt, tvisvar til fjórum sinnum hraðar,“ segir Jónas. Hann bendir á að aukarafhlöður og svokallaðir hleðslubankar geti lengt líftíma rafhlöðu. Jónas mælir þó frekar með GPS búnaði eða neyðarsendum sem geta komið sér vel ef fólk týnist, til að mynda á fjöllum eða í óbyggðum. „Allt byggir þetta á því að þú getur sent frá þér skilaboð og staðsetninguna. Ef það er komið í óefni þá berst þessi staðsetning til okkar og er nokkuð nákvæm, munar kannski 100-200 metrum. Þá getum við sótt viðkomandi í staðinn fyrir að fara í mikla leit eins og var í Skaftafelli í síðustu viku,“ segir Jónas. Hann vísar til leitar að erlendri konu á sextugsaldri sem fannst heil á húfi eftir að hún varð viðskila við fjölskyldu sína.
Björgunarsveitir Fjarskipti Tækni Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira