Hætt kominn á hálum ís við selfie-töku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2019 14:18 Aldan kom aftan að ferðamanninum. Mynd/Kristján E.K. Hann var hætt kominn ferðamaðurinn sem klöngrast hafði upp á ísjaka á Demantaströndinni svokölluðu við Jökulsárlón í gær. Alda skall fyrirvarlaust á jakann þegar ferðamaðurinn var taka mynd af sjálfum sér. Það var leiðsögumaðurinn Kristján E. Karlsson sem náði myndunum sem fylgja þessari frétt og líkt og sjá má ekki miklu muna að illa hafi farið. „Hann var með myndavél þarna og var að taka selfie. Það gengur allt út á það,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Jakinn ruggaðist fram og til baka í flæðarmálinu á meðan ferðamaðurinn, af asísku bergi brotinn, stóð upp á honum. Að sögn Kristjáns komst hann hvorki lönd né strönd í nokkrar mínútur og þurfti hann að bíða eftir því að sjórinn flæddi út á nýjan leik til þess að komast aftur niður og upp á ströndina.Líkt og sjá má þurfti ferðamaðurinn að reyna sitt ítrasta til þess að halda jafnvægi.Mynd/Kristján E.K.„Hættan sem sést ekki þarna er að þessir klakar eru á hreyfingu,“ segir Kristján sem telur að ferðamaðurinn hafi í þessu tilviki ekki áttað sig á hættunni sem fylgt hafi því að klifra upp á jakann. „Þetta var ofurhugi, ungur maður, sem var fífldjarfur,“ segir Kristján og bætir við að ferðamanninum hafi verið brugðið þegar hann komst niður af jakanum.Að lokum gat hann hlaupið í burtu.Mynd/Kristján E.K.„Hann var skelfdur, aldan skellur á honum og jakinn hreyfist. Það er hættuspilið, öldurnar eru að hreyfa jakann og ef þú dettur þarna og þá skellur jaki á þér þá ertu bara kraminn eins og fluga. Þetta er tonn sem hann stendur á.“ Leiðsögumaðurinn Kristján segir það algenga sjón að sjá ferðamenn fara út á ystu nöf. „Umgengi við íslenska náttúru, það er bara eitthvað sem er ekki öllum gefið.“ Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Þjóðgarðar Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fleiri fréttir Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Sjá meira
Hann var hætt kominn ferðamaðurinn sem klöngrast hafði upp á ísjaka á Demantaströndinni svokölluðu við Jökulsárlón í gær. Alda skall fyrirvarlaust á jakann þegar ferðamaðurinn var taka mynd af sjálfum sér. Það var leiðsögumaðurinn Kristján E. Karlsson sem náði myndunum sem fylgja þessari frétt og líkt og sjá má ekki miklu muna að illa hafi farið. „Hann var með myndavél þarna og var að taka selfie. Það gengur allt út á það,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Jakinn ruggaðist fram og til baka í flæðarmálinu á meðan ferðamaðurinn, af asísku bergi brotinn, stóð upp á honum. Að sögn Kristjáns komst hann hvorki lönd né strönd í nokkrar mínútur og þurfti hann að bíða eftir því að sjórinn flæddi út á nýjan leik til þess að komast aftur niður og upp á ströndina.Líkt og sjá má þurfti ferðamaðurinn að reyna sitt ítrasta til þess að halda jafnvægi.Mynd/Kristján E.K.„Hættan sem sést ekki þarna er að þessir klakar eru á hreyfingu,“ segir Kristján sem telur að ferðamaðurinn hafi í þessu tilviki ekki áttað sig á hættunni sem fylgt hafi því að klifra upp á jakann. „Þetta var ofurhugi, ungur maður, sem var fífldjarfur,“ segir Kristján og bætir við að ferðamanninum hafi verið brugðið þegar hann komst niður af jakanum.Að lokum gat hann hlaupið í burtu.Mynd/Kristján E.K.„Hann var skelfdur, aldan skellur á honum og jakinn hreyfist. Það er hættuspilið, öldurnar eru að hreyfa jakann og ef þú dettur þarna og þá skellur jaki á þér þá ertu bara kraminn eins og fluga. Þetta er tonn sem hann stendur á.“ Leiðsögumaðurinn Kristján segir það algenga sjón að sjá ferðamenn fara út á ystu nöf. „Umgengi við íslenska náttúru, það er bara eitthvað sem er ekki öllum gefið.“
Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Þjóðgarðar Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fleiri fréttir Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Sjá meira