Rúnar: Þurfum að gyrða okkur í brók ef ekki á illa að fara Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2019 22:13 Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar. vísir/daníel Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að sínir menn séu að spila allt of hægan sóknarleik. Það hafi orðið liðinu að falli gegn FH í dag. Stjarnan tapaði með átta marka mun fyrir FH í Olísdeild karla í kvöld. „Þetta var nokkuð sannfærandi tap. Við vorum alltof hægir og fellur allt í sundur hjá okkur, eitt af öðru. Varnarleikurinn var ágætur í fyrri hálfleik en það fjaraði undan honum líka,“ sagði Rúnar. „Við gerum líka allt of mörg mistök í seinni hálfleik sem gefur FH færi á að skora mörk úr hraðaupphlaupum sem er þeirra sterkasta vopn. Þeir stjórnuðu leiknum frá a til ö.“ Rúnar segir að það sé sérstakt áhyggjuefni hversu lítill hraði það er í leik Stjörnumanna. „Við spilum boltanum illa á milli okkar, viljinn til að hlaupa er nánast enginn, allt er gert á hálfum hraða og menn reikna frekar með því að einhver annar geri hlutina fyrir þá. Þetta er í grunninn of hægt og of lélegt.“ Fram undan er bikarhlé á deildinni og Rúnar fagnar því. „Einhvern tímann hefði maður blótað því en það er ágætt að fá það núna. Strákarnir hafa sýnt að þeir geta spilað hraðan bolta og þeir þurfa að gera það aftur. Við þurfum að laga það í þessari pásu.“ Stjarnan hefur nú tapað fjórum leikjum í röð og Rúnar segir ljóst að það er fallbarátta framundan, nema að eitthvað breytist verulega hjá hans mönnum. „Mér varð ljóst eftir tapið gegn ÍBV fyrir jól að þetta væri ekki bara spurning um að komast í úrslitakeppnina, heldur að losna við fallbaráttu. Nú höfum við ekki verið að spila vel í nokkuð langan tíma og við þurfum að gyrða okkur í brók ef ekki á illa að fara.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 20-28 | Máttlausir Stjörnumenn engin fyrirstaða FH heldur áfram á góðri siglingu í Olísdeild karla eftir sigur á Stjörnunni í kvöld. Garðbæingar eru að sogast niður í botnbaráttu deildarinnar. 10. febrúar 2019 22:30 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Stólarnir fastir í München Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að sínir menn séu að spila allt of hægan sóknarleik. Það hafi orðið liðinu að falli gegn FH í dag. Stjarnan tapaði með átta marka mun fyrir FH í Olísdeild karla í kvöld. „Þetta var nokkuð sannfærandi tap. Við vorum alltof hægir og fellur allt í sundur hjá okkur, eitt af öðru. Varnarleikurinn var ágætur í fyrri hálfleik en það fjaraði undan honum líka,“ sagði Rúnar. „Við gerum líka allt of mörg mistök í seinni hálfleik sem gefur FH færi á að skora mörk úr hraðaupphlaupum sem er þeirra sterkasta vopn. Þeir stjórnuðu leiknum frá a til ö.“ Rúnar segir að það sé sérstakt áhyggjuefni hversu lítill hraði það er í leik Stjörnumanna. „Við spilum boltanum illa á milli okkar, viljinn til að hlaupa er nánast enginn, allt er gert á hálfum hraða og menn reikna frekar með því að einhver annar geri hlutina fyrir þá. Þetta er í grunninn of hægt og of lélegt.“ Fram undan er bikarhlé á deildinni og Rúnar fagnar því. „Einhvern tímann hefði maður blótað því en það er ágætt að fá það núna. Strákarnir hafa sýnt að þeir geta spilað hraðan bolta og þeir þurfa að gera það aftur. Við þurfum að laga það í þessari pásu.“ Stjarnan hefur nú tapað fjórum leikjum í röð og Rúnar segir ljóst að það er fallbarátta framundan, nema að eitthvað breytist verulega hjá hans mönnum. „Mér varð ljóst eftir tapið gegn ÍBV fyrir jól að þetta væri ekki bara spurning um að komast í úrslitakeppnina, heldur að losna við fallbaráttu. Nú höfum við ekki verið að spila vel í nokkuð langan tíma og við þurfum að gyrða okkur í brók ef ekki á illa að fara.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 20-28 | Máttlausir Stjörnumenn engin fyrirstaða FH heldur áfram á góðri siglingu í Olísdeild karla eftir sigur á Stjörnunni í kvöld. Garðbæingar eru að sogast niður í botnbaráttu deildarinnar. 10. febrúar 2019 22:30 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Stólarnir fastir í München Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 20-28 | Máttlausir Stjörnumenn engin fyrirstaða FH heldur áfram á góðri siglingu í Olísdeild karla eftir sigur á Stjörnunni í kvöld. Garðbæingar eru að sogast niður í botnbaráttu deildarinnar. 10. febrúar 2019 22:30