„Ég vil að þú fjarlægir það sem gamli maðurinn setti inn í mig“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 21:44 Stuðningsmenn frumvarps um lögleiðingu þungunarrofs voru daufir í dálkinn þegar frumvarpinu var hafnað í argentínska þinginu í ágúst í fyrra. Getty/Gustavo Basso Ellefu ára stúlka sem varð ófrísk eftir nauðgara sinn var neydd til þess að fæða barnið eftir að yfirvöld í Argentínu neituðu henni um þungunarrof, sem henni átti að bjóðast samkvæmt lögum. Barnið var tekið með keisaraskurði eftir 23 vikna meðgöngu en stúlkan hafði þá gert tvær sjálfsvígstilraunir.Nauðgað af kærasta ömmu sinnar Stúlkan, sem hefur verið kölluð Lucía í umfjöllun um málið, varð ólétt eftir sextíu og fimm ára kærasta ömmu sinnar. Henni var komið í umsjá ömmunnar árið 2015 eftir að eldri systur hennar tvær voru misnotaðar af kærasta móður þeirra. Yfirvöld hunsuðu ítrekaðar þungunarrofsbeiðnir Lucíu, móður hennar og kvenréttindasamtaka í Argentínu, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Afskiptaleysi yfirvalda hefur verið sagt grimmileg og lýsandi fyrir stefnu stjórnvalda í Argentínu, sem kúgi stúlkur til að eignast börn sem þær vilji ekki. Barninu ekki hugað líf Þungunarrof er bæði ólöglegt og refsivert í Argentínu, nema þegar þungun verður í kjölfar nauðgunar eða ógnar lífi móðurinnar. Læknir fullyrti fyrir dómi að hið síðarnefnda ætti við í tilfelli Lucíu en embættismaður í borginni Tucumán, þar sem Lucía býr, hélt því hins vegar fram að stúlkan vildi ekki fara í þungunarrof. Yfirvöld höfðu ekkert beitt sér í málinu þegar Lucía var gengin 23 vikur með barnið en þá var loks ákveðið að taka það með keisaraskurði. Ákvörðunin var tekin eftir tilskipun frá dómara, sem fyrirskipaði að grípa þyrfti strax til aðgerða. Barninu er ekki hugað líf. Hafði tvisvar reynt að fremja sjálfsvíg Haft er eftir Ceciliu Ousset, lækninum sem framkvæmdi keisaraskurðinn, að aðgerðin hafi bjargað lífi stúlkunnar. Hún hafi jafnframt sætt pyntingum innan heilbrigðiskerfisins í heilan mánuð vegna aðgerðaleysis stjórnvalda. Í frétt Guardian er einnig vitnað í samtal Lucíu við sálfræðing sem tók á móti henni þegar hún var lögð inn á spítala í lok janúar. Þá var vika liðin síðan Lucía uppgötvaði að hún væri ólétt en hún var loks lögð inn á sjúkrahús eftir tvær sjálfsvígstilraunir. „Ég vil að þú fjarlægir það sem gamli maðurinn setti inn í mig,“ er Lucía sögð hafa sagt við sálfræðinginn við innlögnina. Argentína Kynferðisofbeldi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Ellefu ára stúlka sem varð ófrísk eftir nauðgara sinn var neydd til þess að fæða barnið eftir að yfirvöld í Argentínu neituðu henni um þungunarrof, sem henni átti að bjóðast samkvæmt lögum. Barnið var tekið með keisaraskurði eftir 23 vikna meðgöngu en stúlkan hafði þá gert tvær sjálfsvígstilraunir.Nauðgað af kærasta ömmu sinnar Stúlkan, sem hefur verið kölluð Lucía í umfjöllun um málið, varð ólétt eftir sextíu og fimm ára kærasta ömmu sinnar. Henni var komið í umsjá ömmunnar árið 2015 eftir að eldri systur hennar tvær voru misnotaðar af kærasta móður þeirra. Yfirvöld hunsuðu ítrekaðar þungunarrofsbeiðnir Lucíu, móður hennar og kvenréttindasamtaka í Argentínu, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Afskiptaleysi yfirvalda hefur verið sagt grimmileg og lýsandi fyrir stefnu stjórnvalda í Argentínu, sem kúgi stúlkur til að eignast börn sem þær vilji ekki. Barninu ekki hugað líf Þungunarrof er bæði ólöglegt og refsivert í Argentínu, nema þegar þungun verður í kjölfar nauðgunar eða ógnar lífi móðurinnar. Læknir fullyrti fyrir dómi að hið síðarnefnda ætti við í tilfelli Lucíu en embættismaður í borginni Tucumán, þar sem Lucía býr, hélt því hins vegar fram að stúlkan vildi ekki fara í þungunarrof. Yfirvöld höfðu ekkert beitt sér í málinu þegar Lucía var gengin 23 vikur með barnið en þá var loks ákveðið að taka það með keisaraskurði. Ákvörðunin var tekin eftir tilskipun frá dómara, sem fyrirskipaði að grípa þyrfti strax til aðgerða. Barninu er ekki hugað líf. Hafði tvisvar reynt að fremja sjálfsvíg Haft er eftir Ceciliu Ousset, lækninum sem framkvæmdi keisaraskurðinn, að aðgerðin hafi bjargað lífi stúlkunnar. Hún hafi jafnframt sætt pyntingum innan heilbrigðiskerfisins í heilan mánuð vegna aðgerðaleysis stjórnvalda. Í frétt Guardian er einnig vitnað í samtal Lucíu við sálfræðing sem tók á móti henni þegar hún var lögð inn á spítala í lok janúar. Þá var vika liðin síðan Lucía uppgötvaði að hún væri ólétt en hún var loks lögð inn á sjúkrahús eftir tvær sjálfsvígstilraunir. „Ég vil að þú fjarlægir það sem gamli maðurinn setti inn í mig,“ er Lucía sögð hafa sagt við sálfræðinginn við innlögnina.
Argentína Kynferðisofbeldi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila