Alda bar ömmu frá Íslandsströndum Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 11:16 Alda hrifsaði ísjakann með sér og bar ömmu Catherine Streng með sér út á Atlantshafið. Catherine Streng Bandarískur ferðamaður komst í hann krappan við Jökulsárlón á þriðjudag þegar ísjaki sem hann hafði sest á flaut á haf út. Konan hafði tyllt sér á ísinn fyrir ljósmyndatöku, áður en alda hrifsaði ísinn með sér og bar konuna út á sjó. Bandarískur ferðamaður bar konuna aftur á land. Barnabarn konunnar, Catherine Streng, birti ljósmyndir af atburðarásinni á Twitter-síðu sinni í gær, við góðar undirtektir. Hún var sjálf ekki viðstödd en segir í skilaboðum til Vísis að amma hennar og faðir hafi komið til Íslands síðastliðinn laugardag. „Pabbi þolir reyndar ekki frostið en honum líður engu að síður vel [á Íslandi] og þykir landið fallegt. Þar að auki elskar hann alla hreinu orkuna!“ segir Streng. „Hann segist vilja flytja til Íslands!“Catherine Streng segir pabba sinn hafa hrifist af Íslandi, þrátt fyrir kuldann. Hér má sjá hann skammt frá Jökulsárlóni á þriðjudag.Catherine StrengHún segir föður sinn og ömmu hafa ekið eftir suðurströndinni og komið við á Jökulsárlóni þann 26. febrúar, þriðjudaginn síðastliðinn. Þau hafi ákveðið að líta í flæðarmálið þar sem þau komu auga á fyrrnefndan ísjaka, sem Streng segir föður sinn hafa lýst sem „hásæti.“ Amma hennar hafi ákveðið að setjast á ísinn og segir Streng að hið minnsta fimm ferðamenn hafi orðið fyrri til. „Hún bað um leyfi [til að setjast á ísinn] og fékk það,“ segir Streng en útskýrir ekki nánar hvern amma hennar spurði eða hver veitti leyfið. Hún lýsir því hvernig ísjakinn, með ömmu hennar ofan á, vaggaði í öllum ölduganginum. Ekki hafi liðið á löngu áður en einni öldunni tókst að losa ísjakann og bera hann með sér út á haf, með ömmu Streng meðferðis. Henni varð þó ekki meint af, að sögn Streng. Annar bandarískur ferðamaður hafi komið henni til bjargar. Hún segir bjargvættinn, Flórídamann að nafni Randy LaCount, vera með skipstjóraréttindi og kunni því að bjarga sér og öðrum á sjó. „Hann var fyrir algjöra tilviljun í fjörunni þegar þetta gerðist svo að hann óð út í ólgandi hafið og togaði hana af ísjakanum áður en hann flaut lengra út á hafi,“ segir Streng. Amma hennar sé því hestaheilsu og munu hún og faðir Catherine Streng halda aftur heim til Bandaríkjanna í dag. Hér að neðan má sjá tíst Catherine Streng, sem vakið hefur mikla athygli.Vísir sendi skilaboð á fyrrnefndan Randy Lacount, sem hafði ekki svarað þegar fréttin var birt. Berist viðbrögð frá honum verður fréttin uppfærð.My grandmother almost got lost at sea in Iceland today lmaoooo pic.twitter.com/osHrwTEkyr— babygirl, u dont know (@Xiushook) February 25, 2019 Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Bandarískur ferðamaður komst í hann krappan við Jökulsárlón á þriðjudag þegar ísjaki sem hann hafði sest á flaut á haf út. Konan hafði tyllt sér á ísinn fyrir ljósmyndatöku, áður en alda hrifsaði ísinn með sér og bar konuna út á sjó. Bandarískur ferðamaður bar konuna aftur á land. Barnabarn konunnar, Catherine Streng, birti ljósmyndir af atburðarásinni á Twitter-síðu sinni í gær, við góðar undirtektir. Hún var sjálf ekki viðstödd en segir í skilaboðum til Vísis að amma hennar og faðir hafi komið til Íslands síðastliðinn laugardag. „Pabbi þolir reyndar ekki frostið en honum líður engu að síður vel [á Íslandi] og þykir landið fallegt. Þar að auki elskar hann alla hreinu orkuna!“ segir Streng. „Hann segist vilja flytja til Íslands!“Catherine Streng segir pabba sinn hafa hrifist af Íslandi, þrátt fyrir kuldann. Hér má sjá hann skammt frá Jökulsárlóni á þriðjudag.Catherine StrengHún segir föður sinn og ömmu hafa ekið eftir suðurströndinni og komið við á Jökulsárlóni þann 26. febrúar, þriðjudaginn síðastliðinn. Þau hafi ákveðið að líta í flæðarmálið þar sem þau komu auga á fyrrnefndan ísjaka, sem Streng segir föður sinn hafa lýst sem „hásæti.“ Amma hennar hafi ákveðið að setjast á ísinn og segir Streng að hið minnsta fimm ferðamenn hafi orðið fyrri til. „Hún bað um leyfi [til að setjast á ísinn] og fékk það,“ segir Streng en útskýrir ekki nánar hvern amma hennar spurði eða hver veitti leyfið. Hún lýsir því hvernig ísjakinn, með ömmu hennar ofan á, vaggaði í öllum ölduganginum. Ekki hafi liðið á löngu áður en einni öldunni tókst að losa ísjakann og bera hann með sér út á haf, með ömmu Streng meðferðis. Henni varð þó ekki meint af, að sögn Streng. Annar bandarískur ferðamaður hafi komið henni til bjargar. Hún segir bjargvættinn, Flórídamann að nafni Randy LaCount, vera með skipstjóraréttindi og kunni því að bjarga sér og öðrum á sjó. „Hann var fyrir algjöra tilviljun í fjörunni þegar þetta gerðist svo að hann óð út í ólgandi hafið og togaði hana af ísjakanum áður en hann flaut lengra út á hafi,“ segir Streng. Amma hennar sé því hestaheilsu og munu hún og faðir Catherine Streng halda aftur heim til Bandaríkjanna í dag. Hér að neðan má sjá tíst Catherine Streng, sem vakið hefur mikla athygli.Vísir sendi skilaboð á fyrrnefndan Randy Lacount, sem hafði ekki svarað þegar fréttin var birt. Berist viðbrögð frá honum verður fréttin uppfærð.My grandmother almost got lost at sea in Iceland today lmaoooo pic.twitter.com/osHrwTEkyr— babygirl, u dont know (@Xiushook) February 25, 2019
Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira