Móðir fatlaðrar konu ósátt við vinnubrögð vegna meints kynferðisofbeldis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. febrúar 2019 19:00 Móðir fatlaðrar konu sem grunur leikur á að hafi verið beitt kynferðisofbeldi af starfsmanni á skammtímaheimili á vegum Reykjavíkurborgar er ósátt við vinnubrögð borgarinnar í málinu. Það hafi verið staðið ófagmannlega að skýrslutöku og ekki tekið tillit til fötlunarinnar. Dóttir hennar þurfi ekki aðstoð við að fara í bað eins og forsvarsmenn borgarinnar hafi gefið í skyn í fréttum í gær. Sjá einnig: Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Karlmaður sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn og ungt fólk er til rannsóknar hjá lögreglu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. Meint atvik á að hafa gerst fyrir tveimur vikum þegar starfsmaðurinn baðaði konuna sem er á þrítugsaldri en hún er flogaveik og með þroskaskerðingu. Maðurinn hefur starfað á heimilinu í rúmt ár en hefur starfað í nokkur ár með fötluðu fólki á vegum borgarinnar.Brynhildur Artúrsdóttir, móðir konunnar.Framkvæmdastjóri Miðgarðs, sem fer með umsjón með skammtímaheimilinu, sagði í viðtali í gær að um væri að ræða ósæmilega hegðun starfsmanns. Það sé óheppilegt að karlkyns starfsmaður baði skjólstæðing af gagnstæðu kyni en stundum sé það óhjákvæmilegt. Móður stúlkunnar segir að hér sé vægt til orða tekið enda konan ekki líkamlega fötluð og fullfær um að baða sig sjálf. „Í þessu tilfelli var engin þörf á að baða dóttur mína, engin. Hún hefur ekki verið böðuð síðan hún var lítil stúlka,“ segir Brynhildur Artúrsdóttir, móðir konunnar. Brynhildur segir að kvenkyns starfsmenn hafi verið úti með öðrum skjólstæðingum þegar atvikið hafi átt sér stað. Maðurinn hafi ítrekað hvatt dóttur hennar til að fara í sturtu en hún hafi ekki viljað það fyrr en konurnar kæmu. „Eins og hún sagði við: Mamma ég hafði ekki val svo ég fór í sturtu. Og svo byrjar hún bara að þvo sér í sturtunni eins og hún er vön að gera og þá kemur hann inn og lokar á eftir sér og fer að þvo henni,“ segir Brynhildur. Hann hafi þvegið henni um allan líkamann og á kynfærum. Þá hafi hann þurrkað henni eftir baðið og klætt.Maðurinn er starfsmaður Reykjavíkurborgar. Hann var sendur í leyfi frá störfum á meðan málið er til rannsóknar.Vísir/VilhelmDóttir Brynhildar sagði mömmu sinni frá síðar sama dag sem hún er mjög þakklát fyrir. Hún hafi í gegn um tíðina lagt áherslu á að kenna henni muninn á réttu og röngu og að segja frá. „Síðan hún var bara lítil stúlka. Ég er mjög meðvituð um að það er til fólk sem misnotar sé aðstöðu þessa fólks,“ segir Brynhildur. Eftir að Brynhildur lét forstöðumann heimilisins vita var manninum vikið tímabundið frá störfum og mæðgunar boðaðar í viðtal hjá þjónustumiðstöðinni. Brynhildur segir að ekki hafa verið staðið faglega að skýrslutökunni og ekki hafi verið kallaður til réttargæslumaður fatlaðra. „Þetta fór hratt fram, það var lítill undirbúningur. Hún var ekki undirbúin fyrir viðtalið. Mér fannst hugtakanotkun og málfar flókið fyrir einstakling með þrostafrávik og ég var hissa á því og fannst þar af leiðandi ekki faglega að þessu staðið. Þarna þarf hún að segja frá og þarna er oft gripið fram í fyrir henni í frásögninni.“ Einnig hafi komið á óvart að fá ekki meiri stuðning við að kæra til lögreglu en þeim var sagt að þær þyrftu sjálfar að sjá um það. Sviðsstjóri velferðarsvið segir að í ljósi þess hvað málið sé alvarlegt hefði átt að vísa þeim strax til lögreglu og farið verði yfir verkferla í kjölfarið. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. 26. febrúar 2019 18:30 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Móðir fatlaðrar konu sem grunur leikur á að hafi verið beitt kynferðisofbeldi af starfsmanni á skammtímaheimili á vegum Reykjavíkurborgar er ósátt við vinnubrögð borgarinnar í málinu. Það hafi verið staðið ófagmannlega að skýrslutöku og ekki tekið tillit til fötlunarinnar. Dóttir hennar þurfi ekki aðstoð við að fara í bað eins og forsvarsmenn borgarinnar hafi gefið í skyn í fréttum í gær. Sjá einnig: Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Karlmaður sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn og ungt fólk er til rannsóknar hjá lögreglu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. Meint atvik á að hafa gerst fyrir tveimur vikum þegar starfsmaðurinn baðaði konuna sem er á þrítugsaldri en hún er flogaveik og með þroskaskerðingu. Maðurinn hefur starfað á heimilinu í rúmt ár en hefur starfað í nokkur ár með fötluðu fólki á vegum borgarinnar.Brynhildur Artúrsdóttir, móðir konunnar.Framkvæmdastjóri Miðgarðs, sem fer með umsjón með skammtímaheimilinu, sagði í viðtali í gær að um væri að ræða ósæmilega hegðun starfsmanns. Það sé óheppilegt að karlkyns starfsmaður baði skjólstæðing af gagnstæðu kyni en stundum sé það óhjákvæmilegt. Móður stúlkunnar segir að hér sé vægt til orða tekið enda konan ekki líkamlega fötluð og fullfær um að baða sig sjálf. „Í þessu tilfelli var engin þörf á að baða dóttur mína, engin. Hún hefur ekki verið böðuð síðan hún var lítil stúlka,“ segir Brynhildur Artúrsdóttir, móðir konunnar. Brynhildur segir að kvenkyns starfsmenn hafi verið úti með öðrum skjólstæðingum þegar atvikið hafi átt sér stað. Maðurinn hafi ítrekað hvatt dóttur hennar til að fara í sturtu en hún hafi ekki viljað það fyrr en konurnar kæmu. „Eins og hún sagði við: Mamma ég hafði ekki val svo ég fór í sturtu. Og svo byrjar hún bara að þvo sér í sturtunni eins og hún er vön að gera og þá kemur hann inn og lokar á eftir sér og fer að þvo henni,“ segir Brynhildur. Hann hafi þvegið henni um allan líkamann og á kynfærum. Þá hafi hann þurrkað henni eftir baðið og klætt.Maðurinn er starfsmaður Reykjavíkurborgar. Hann var sendur í leyfi frá störfum á meðan málið er til rannsóknar.Vísir/VilhelmDóttir Brynhildar sagði mömmu sinni frá síðar sama dag sem hún er mjög þakklát fyrir. Hún hafi í gegn um tíðina lagt áherslu á að kenna henni muninn á réttu og röngu og að segja frá. „Síðan hún var bara lítil stúlka. Ég er mjög meðvituð um að það er til fólk sem misnotar sé aðstöðu þessa fólks,“ segir Brynhildur. Eftir að Brynhildur lét forstöðumann heimilisins vita var manninum vikið tímabundið frá störfum og mæðgunar boðaðar í viðtal hjá þjónustumiðstöðinni. Brynhildur segir að ekki hafa verið staðið faglega að skýrslutökunni og ekki hafi verið kallaður til réttargæslumaður fatlaðra. „Þetta fór hratt fram, það var lítill undirbúningur. Hún var ekki undirbúin fyrir viðtalið. Mér fannst hugtakanotkun og málfar flókið fyrir einstakling með þrostafrávik og ég var hissa á því og fannst þar af leiðandi ekki faglega að þessu staðið. Þarna þarf hún að segja frá og þarna er oft gripið fram í fyrir henni í frásögninni.“ Einnig hafi komið á óvart að fá ekki meiri stuðning við að kæra til lögreglu en þeim var sagt að þær þyrftu sjálfar að sjá um það. Sviðsstjóri velferðarsvið segir að í ljósi þess hvað málið sé alvarlegt hefði átt að vísa þeim strax til lögreglu og farið verði yfir verkferla í kjölfarið.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. 26. febrúar 2019 18:30 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. 26. febrúar 2019 18:30