Lífið

Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maruv á sviðinu í Kænugarði um helgina. Lag hennar hefur notið mikilla vinsælda í Úkraínu síðustu misseri.
Maruv á sviðinu í Kænugarði um helgina. Lag hennar hefur notið mikilla vinsælda í Úkraínu síðustu misseri. Getty/Pavlo Gonchar
Úkraína hefur hætt við þátttöku í Eurovision í Tel Aviv í Ísrael í maí. Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag.

Greint hefur verið frá mikilli ólgu innan Eurovision-samfélagsins í Úkraínu síðustu daga. Framlag landsins í keppninni í ár var valið um síðustu helgi og vann söngkonan Maruv öruggan sigur með laginu Siren Song.

Í gær varð hins vegar ljóst að Maruv yrði ekki fulltrúi Úkraínu í Eurovision í ár þar sem hún neitaði að skrifa undir samning sem úkraínska ríkissjónvarpið fór fram á að hún skrifaði undir.

Samningurinn kvað m.a. á um að sá sem keppir fyrir hönd Úkraínu í Eurovision sé ekki aðeins flytjandi lags heldur einnig sendifulltrúi landsins. Maruv kvaðst ekki geta sætt sig við tiltekin ákvæði samningsins sem hún taldi vera ritskoðun.

Í frétt Eurovision-miðilsins ESC Today segir jafnframt að flytjendurnir sem höfnuðu í öðru og þriðja sæti í undankeppninni um helgina, Freedom Jazz og Kazka, hafi einnig hafnað boði úkraínska ríkissjónvarpsins um þátttöku í Eurovision.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×