Varnarorð Seðlabankans um aflandskrónufrumvarpið ekki orðin að veruleika Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. febrúar 2019 12:15 Seðlabankinn mælir með að frumvarp um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum verði samþykkt sem fyrst. VÍSIR/STEFÁN Seðlabankinn hefur varað við hættunni á því að aflandskrónueigendur tiltekinna ríkisskuldabréfa taki fjárfestingu sína út ef frumvarp um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál verður ekki samþykkt. Seðlabankinn sagði í umsögn um frumvarpið að það hefði þurft að vera samþykkt í gær en umrædd ríkisskuldabréf komust á gjalddaga þá. Til stóð að samþykkja frumvarpið í gær en það var ekki afgreitt eftir 14 klukkustunda málþóf Miðflokksins. Í svari við fyrirspurn fréttastofu um hvort varnarorð Seðlabankans hafi raungerst kemur fram að svo sé ekki en hættan sé þó enn til staðar og mælir bankinn með að frumvarpið verði samþykkt sem fyrst. „Málið snýst m.a. um stóra eign aflandskrónueigenda í ríkisskuldabréfum og hættu á að hún verði ekki endurfjárfest. Hættan hefur ekki raungerst enn og ef samþykkt frumvarps dregst ekki um of er ekki víst að það gerist. Því fyrr sem frumvarpið verður að lögum því minni líkur eru á að hættan raungerist,“ segir í svari Seðlabankans. Um er að ræða um 25 milljarða aflandskrónueignir sem losnuðu í gær. Seðlabankinn hefur áhyggjur af því að eigendur þeirra endurfjárfesti ekki í íslenskum skuldabréfum og leiti frekar út. Við þær aðstæður þyrfti Seðlabankinn eyða mun meiri gjaldeyrisforða til að koma í veg fyrir gengisfall í tengslum við losun aflandskróna. Einnig þyrfti að draga meira úr framboði erlends fjár á innlendum skuldabréfamarkaði en reiknað var með þegar frumvarpið var samið. Efnahagsmál Tengdar fréttir Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Þingmenn Miðflokks á eintali við sjálfa sig Þingmenn í endurnýjuðum og fjölmennari þingflokki Miðflokksins mættu tvíefldir til leiks í umræðum á Alþingi í gær og héldu um þrjú hundruð ræður um frumvarp fjármálaráðherra um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. 27. febrúar 2019 12:15 Þingfundi slitið í morgun eftir 14 tíma málþóf Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. 27. febrúar 2019 06:24 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Seðlabankinn hefur varað við hættunni á því að aflandskrónueigendur tiltekinna ríkisskuldabréfa taki fjárfestingu sína út ef frumvarp um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál verður ekki samþykkt. Seðlabankinn sagði í umsögn um frumvarpið að það hefði þurft að vera samþykkt í gær en umrædd ríkisskuldabréf komust á gjalddaga þá. Til stóð að samþykkja frumvarpið í gær en það var ekki afgreitt eftir 14 klukkustunda málþóf Miðflokksins. Í svari við fyrirspurn fréttastofu um hvort varnarorð Seðlabankans hafi raungerst kemur fram að svo sé ekki en hættan sé þó enn til staðar og mælir bankinn með að frumvarpið verði samþykkt sem fyrst. „Málið snýst m.a. um stóra eign aflandskrónueigenda í ríkisskuldabréfum og hættu á að hún verði ekki endurfjárfest. Hættan hefur ekki raungerst enn og ef samþykkt frumvarps dregst ekki um of er ekki víst að það gerist. Því fyrr sem frumvarpið verður að lögum því minni líkur eru á að hættan raungerist,“ segir í svari Seðlabankans. Um er að ræða um 25 milljarða aflandskrónueignir sem losnuðu í gær. Seðlabankinn hefur áhyggjur af því að eigendur þeirra endurfjárfesti ekki í íslenskum skuldabréfum og leiti frekar út. Við þær aðstæður þyrfti Seðlabankinn eyða mun meiri gjaldeyrisforða til að koma í veg fyrir gengisfall í tengslum við losun aflandskróna. Einnig þyrfti að draga meira úr framboði erlends fjár á innlendum skuldabréfamarkaði en reiknað var með þegar frumvarpið var samið.
Efnahagsmál Tengdar fréttir Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Þingmenn Miðflokks á eintali við sjálfa sig Þingmenn í endurnýjuðum og fjölmennari þingflokki Miðflokksins mættu tvíefldir til leiks í umræðum á Alþingi í gær og héldu um þrjú hundruð ræður um frumvarp fjármálaráðherra um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. 27. febrúar 2019 12:15 Þingfundi slitið í morgun eftir 14 tíma málþóf Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. 27. febrúar 2019 06:24 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11
Þingmenn Miðflokks á eintali við sjálfa sig Þingmenn í endurnýjuðum og fjölmennari þingflokki Miðflokksins mættu tvíefldir til leiks í umræðum á Alþingi í gær og héldu um þrjú hundruð ræður um frumvarp fjármálaráðherra um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. 27. febrúar 2019 12:15
Þingfundi slitið í morgun eftir 14 tíma málþóf Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. 27. febrúar 2019 06:24