Veðurfræðingur um óveðrið: „Allsvakalegar hamfarir“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. febrúar 2019 15:30 Einn af þeim bílum þar sem rúður höfðu sprungið á veginum um Hvalsnes í morgun. Björgunarfélag Hornafjarðar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segist ekki hissa á þeim hamförum sem hafa átt sér stað í veðurofsanum í morgun þar sem rúður hafa sprungið í bílum og klæðning rifnað af vegum. Veðrið var hvað verst á Suðausturlandi þar sem björgunarsveitarmenn höfðu í nógu að snúast í morgun. Strax um hálf fimm í morgun barst útkall vegna erlendra ferðamanna sem voru í vanda við Hvalsnes þar sem stormurinn var svo öflugur að möl tókst á loft og sprengdi rúður í bíl sem þeir höfðu á leigu. Það sama gerðist síðan aftur upp úr klukkan níu en heilt yfir sprungu rúður í fimm bílum á veginum um Hvalnes. Klæðning fauk einnig af veginum í Lóni við gangnamunna undir Almannaskarð.Frá veginum að Almannaskarðsgöngum í Lónssveit.Björgunarfélag HornafjarðarEinar segir að suðvestanáttin hafi komið í loftköstum af fjallgarðinum sem skilur að Nes og Lón, líkast til ofan af skarðinu sjálfu. „Hann var heldur ekki árennilegur strengurinn í fjallhæð um það leyti sem veður náði hámarki fyrir hádegi. 850 hPa vindurinn kl. 8 í morgun sést á litskrúðuga kortinu og má lesa þegar glöggt er skoðað 48-50 m/s í fjallahæð á þessum slóðum,“ skrifar Einar á Facebook-síðu sína. Um svipað leyti náði meðalvindur í Papey um 41 metra á sekúndu að sögn Einars sem bætir við að það sé óskaplega mikill vindur á alla mælikvarða. „Enda er maður ekki hissa í þessum hamförum að grjót hafi flogið í Hvalnesskriðum úr öllum áttum og að byggingarhlutar á Höfn jafnframt gefið sig, sbr. bræðslu Skinney-Þinganess.“ Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir Rúður sprungu í fimm bílum í veðurofsanum Klæðning fauk af veginum í Lónssveit. 26. febrúar 2019 13:00 Klæðning rifnaði af veginum í storminum Mikill ofsi í veðrinu austanlands í morgun. 26. febrúar 2019 14:16 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segist ekki hissa á þeim hamförum sem hafa átt sér stað í veðurofsanum í morgun þar sem rúður hafa sprungið í bílum og klæðning rifnað af vegum. Veðrið var hvað verst á Suðausturlandi þar sem björgunarsveitarmenn höfðu í nógu að snúast í morgun. Strax um hálf fimm í morgun barst útkall vegna erlendra ferðamanna sem voru í vanda við Hvalsnes þar sem stormurinn var svo öflugur að möl tókst á loft og sprengdi rúður í bíl sem þeir höfðu á leigu. Það sama gerðist síðan aftur upp úr klukkan níu en heilt yfir sprungu rúður í fimm bílum á veginum um Hvalnes. Klæðning fauk einnig af veginum í Lóni við gangnamunna undir Almannaskarð.Frá veginum að Almannaskarðsgöngum í Lónssveit.Björgunarfélag HornafjarðarEinar segir að suðvestanáttin hafi komið í loftköstum af fjallgarðinum sem skilur að Nes og Lón, líkast til ofan af skarðinu sjálfu. „Hann var heldur ekki árennilegur strengurinn í fjallhæð um það leyti sem veður náði hámarki fyrir hádegi. 850 hPa vindurinn kl. 8 í morgun sést á litskrúðuga kortinu og má lesa þegar glöggt er skoðað 48-50 m/s í fjallahæð á þessum slóðum,“ skrifar Einar á Facebook-síðu sína. Um svipað leyti náði meðalvindur í Papey um 41 metra á sekúndu að sögn Einars sem bætir við að það sé óskaplega mikill vindur á alla mælikvarða. „Enda er maður ekki hissa í þessum hamförum að grjót hafi flogið í Hvalnesskriðum úr öllum áttum og að byggingarhlutar á Höfn jafnframt gefið sig, sbr. bræðslu Skinney-Þinganess.“
Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir Rúður sprungu í fimm bílum í veðurofsanum Klæðning fauk af veginum í Lónssveit. 26. febrúar 2019 13:00 Klæðning rifnaði af veginum í storminum Mikill ofsi í veðrinu austanlands í morgun. 26. febrúar 2019 14:16 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Rúður sprungu í fimm bílum í veðurofsanum Klæðning fauk af veginum í Lónssveit. 26. febrúar 2019 13:00
Klæðning rifnaði af veginum í storminum Mikill ofsi í veðrinu austanlands í morgun. 26. febrúar 2019 14:16