Lagið flutti hún undir píanóleik Sveins Rúnars eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi hér að neðan.
„Já, þetta lag skiptir mig miklu máli. Ég hef átt mjög erfitt ár og tengi mikið við þetta lag. Ég vildi syngja það fyrir mig og fyrir alla sem tengja við tilfinninguna sem er í því,“ segir Kristina.
Þær Íris Lind og Rakel Páls syngja bakraddir við lagið. Kristina Bærendsen syngur lagið Mama Said á úrslitakvöldi í Söngvakeppninni á laugardagskvöldið.