Kristín fékk alvarlegt fæðingarþunglyndi: „Þrengdi að hálsinum á yngri stelpunni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2019 11:30 Kristín segir sögu sína í Íslandi í dag. Kristín Rut Eysteinsdóttir er 24 ára tveggja barna móðir sem býr á Selfossi. Kristín er ein fjölmargra kvenna sem varð þunglynd eftir fæðingu en aðeins eftir að seinni dóttirin kom í heiminn þann 10. júní 2017. „Daginn eftir finn ég ekki neitt, engar tilfinningar og það er bara eitthvað að,“ segir Kristín og vissi þarna ekki hvað væri að. Hún fann ekki þessa sæluvímu sem fylgdi þegar eldri dóttirin kom í heiminn. „Þá leið mér vel og blómstraði ég sem mamma. Boltinn rúllaði vel og ég var mjög félagslynd og sótti að fara í ungbarnasund og íþróttaskóla með eldri stelpuna. En með yngri stelpuna gerði ég ekkert af þessu.“ Eftir á segir Kristín að hún hafi verið í miklu sjokki og hissa á að gleðitilfinningin hafi ekki verið til staðar. Ekki hafi heldur hjálpað til að rétt fyrir fæðingu yngri dótturinnar hafi hún og barnsfaðirinn skilið.Hræðilegur tími „Ég skammaðist mín svo mikið fyrir þessar hugsanir og vildi ekkert með hana hafa og vildi hana bara alls ekki yfir höfuð. Mig langaði helst að drepa sjálfan mig og hana til að komast út úr þessari vanlíðan og þurfa ekki að díla við þessar tilfinningar. Þetta var hræðilegur tími.“ Ástandið átti síður en svo eftir að batna. Stuttu seinna var dóttirin skírð og fjórum dögum eftir skírnina sprakk allt. „Þá sendi ég ljósmóður minni sms og sagði henni hvernig mér leið og ég var mjög hrædd um hvernig viðbrögð ég myndi fá frá henni, en ég fékk mjög góð viðbrögð og hún sendi mig upp á spítala upp á Selfoss til að taka við aðra ljósmóðir. Þar áttum við gott samtal og ég var lögð inn á sængulegardeild í fjóra til fimm daga og svo rúllaði boltinn og þá fór ég inn á geðdeild með stelpuna með mér og við vorum þar í tvo mánuði sem var hræðilegur tími.“Kristín með stelpurnar sínar tvær.Þar var Kristín greind með alvarlegt fæðingarþunglyndi. Ástand Kristínar átti enn eftir að versna. „Ég borðaði ekki neitt í margar vikur og var að reyna halda mjólkinni til að geta gefið henni sína næringu. Það gekk ekki upp og ég var ótrúlega pirruð og reið þegar hún þurfti að fara á brjóst og gefa henni sína næringu. Þetta var ekki notalegt stund og bara og ég var bara viltu bara þegja krakki. Ég var bara brjáluð út í hana út af því hún þurfti alltaf að fara á brjóst. Þunglyndið var það mikið að ég gat ekki hugsað mér að sinna barninu mínu.“ Eftir tvo mánuði var Kristín útskrifuð, komin á lyf og aðeins farin að tengjast barninu. „Við förum bara heim og það gengur ekki vel,“ segir Kristín sem reyndi nokkrum sinnum að taka eigið líf á þessum tíma. Hún var þá lögð inn á geðdeild í enn eitt skiptið. „Það var ekki nóg fyrir mig að hugsa að ég ætti tvær stelpur til að lifa fyrir og þyrftu á mömmu sinni að halda.“ Seinna meir fóru stelpurnar í fóstur. „Þegar ég var inni á geðdeild fer ég í hálfgert geðrof og þrengdi að hálsinum að yngri stelpunni. Ég man varla eftir þessu en ég gerði það,“ segir Kristín en þá fór Barnavernd í málið og börnin voru bæði tekin af Kristínu. Stelpurnar voru báðar settar í fóstur hjá móður Kristínar. Kristín segir átakanlega sögu sína í Íslandi í dag og vill opnari umræðu um fæðingarþunglyndi sem hrjáir fleiri konur en fólk heldur. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Ísland í dag Mest lesið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Fleiri fréttir „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Sjá meira
Kristín Rut Eysteinsdóttir er 24 ára tveggja barna móðir sem býr á Selfossi. Kristín er ein fjölmargra kvenna sem varð þunglynd eftir fæðingu en aðeins eftir að seinni dóttirin kom í heiminn þann 10. júní 2017. „Daginn eftir finn ég ekki neitt, engar tilfinningar og það er bara eitthvað að,“ segir Kristín og vissi þarna ekki hvað væri að. Hún fann ekki þessa sæluvímu sem fylgdi þegar eldri dóttirin kom í heiminn. „Þá leið mér vel og blómstraði ég sem mamma. Boltinn rúllaði vel og ég var mjög félagslynd og sótti að fara í ungbarnasund og íþróttaskóla með eldri stelpuna. En með yngri stelpuna gerði ég ekkert af þessu.“ Eftir á segir Kristín að hún hafi verið í miklu sjokki og hissa á að gleðitilfinningin hafi ekki verið til staðar. Ekki hafi heldur hjálpað til að rétt fyrir fæðingu yngri dótturinnar hafi hún og barnsfaðirinn skilið.Hræðilegur tími „Ég skammaðist mín svo mikið fyrir þessar hugsanir og vildi ekkert með hana hafa og vildi hana bara alls ekki yfir höfuð. Mig langaði helst að drepa sjálfan mig og hana til að komast út úr þessari vanlíðan og þurfa ekki að díla við þessar tilfinningar. Þetta var hræðilegur tími.“ Ástandið átti síður en svo eftir að batna. Stuttu seinna var dóttirin skírð og fjórum dögum eftir skírnina sprakk allt. „Þá sendi ég ljósmóður minni sms og sagði henni hvernig mér leið og ég var mjög hrædd um hvernig viðbrögð ég myndi fá frá henni, en ég fékk mjög góð viðbrögð og hún sendi mig upp á spítala upp á Selfoss til að taka við aðra ljósmóðir. Þar áttum við gott samtal og ég var lögð inn á sængulegardeild í fjóra til fimm daga og svo rúllaði boltinn og þá fór ég inn á geðdeild með stelpuna með mér og við vorum þar í tvo mánuði sem var hræðilegur tími.“Kristín með stelpurnar sínar tvær.Þar var Kristín greind með alvarlegt fæðingarþunglyndi. Ástand Kristínar átti enn eftir að versna. „Ég borðaði ekki neitt í margar vikur og var að reyna halda mjólkinni til að geta gefið henni sína næringu. Það gekk ekki upp og ég var ótrúlega pirruð og reið þegar hún þurfti að fara á brjóst og gefa henni sína næringu. Þetta var ekki notalegt stund og bara og ég var bara viltu bara þegja krakki. Ég var bara brjáluð út í hana út af því hún þurfti alltaf að fara á brjóst. Þunglyndið var það mikið að ég gat ekki hugsað mér að sinna barninu mínu.“ Eftir tvo mánuði var Kristín útskrifuð, komin á lyf og aðeins farin að tengjast barninu. „Við förum bara heim og það gengur ekki vel,“ segir Kristín sem reyndi nokkrum sinnum að taka eigið líf á þessum tíma. Hún var þá lögð inn á geðdeild í enn eitt skiptið. „Það var ekki nóg fyrir mig að hugsa að ég ætti tvær stelpur til að lifa fyrir og þyrftu á mömmu sinni að halda.“ Seinna meir fóru stelpurnar í fóstur. „Þegar ég var inni á geðdeild fer ég í hálfgert geðrof og þrengdi að hálsinum að yngri stelpunni. Ég man varla eftir þessu en ég gerði það,“ segir Kristín en þá fór Barnavernd í málið og börnin voru bæði tekin af Kristínu. Stelpurnar voru báðar settar í fóstur hjá móður Kristínar. Kristín segir átakanlega sögu sína í Íslandi í dag og vill opnari umræðu um fæðingarþunglyndi sem hrjáir fleiri konur en fólk heldur.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Ísland í dag Mest lesið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Fleiri fréttir „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Sjá meira