Leggja til umfangsmiklar breytingar á staðgreiðslukerfinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. febrúar 2019 18:36 Axel Hall, formaður sérfræðingahóps kynnti nýja skýrslu um tekjuskatts- og bótakerfið í fjármálaráðuneytinu í dag. Vísir/Egill Vaxtabótakerfið er í eðli sínu flókið og ógangsætt samkvæmt nýrri skýrslu en sérfræðihópur á vegum fjármálaráðuneytisins leggur til að það verði einfaldað. Hópurinn leggur jafnframt til einhverjar mestu breyting á staðgreiðslukerfinu frá því að núverandi staðgreiðslukerfi var tekið upp. Hópur sem skipaður var af fjármálaráðherra í kynnti í dag niðurstöður umfangsmikillar skýrslu um endurskoðun tekjuskatts og bótakerfa hjá einstaklingum og fjölskyldum. Hópnum var falið að skoða hvernig nýta megi þá fjármuni sem markaðir eru í fjármálaáætlun 2019-2023 til hagsbóta fyrir þá sem hafa lágar og lægri tekjur og leggja til útfærslur í breytingu á skattkerfinu. „Það sem við leggjum til er að búið verði til nýtt neðsta þrep og þegar að aðlögunartíma þess líkur þá verði fyrsta þrep í skattkerfinu fjórum prósentustigum lægra en nú er,“ segir Axel Hall, formaður sérfræðingahópsins. Neðra þrepið myndi þannig nema 32,94%. Þá gerir hópurinn tillögur húsnæðisstuðningi í gegnum skattkerfið. Axel segir tvennt standa upp úr sem hópurinn skoðaði hvað varðar húsnæðismál.Húsnæðismarkaðurinn unga fólkinu erfiðastur „Vaxtabótakerfið er í eðli sínu flókið og ógagnsætt. Við skoðuðum einfaldaða útgáfu þess. Ef að stjórnvöld vilja halda áfram með stuðning í vaxtabótum þá leggjum við til að stuðningurinn verði tímabundinn og bundinn við fyrstu kaup. Enda er það þannig að ungt fólk á sífellt erfiðara með að fóta sig á fasteignamarkaði,“ útskýrir Axel. Þá er hins vegar lagt til að stjórnvöld mæti tekjulágum með skattaafslætti til að spara fasta fjárhæð til viðbótar við séreignasparnaðarúrræði til fyrstu fasteignakaupa. Vísir/EgillEin stærsta breytingin sem hópurinn leggur til er að skattleysismörk og persónuafsláttur og tekjumörk skattþrepa verði látin fylgja þróun breytinga á vísitölu neysluverðs og þróun framleiðni. Slík tenging myndi samkvæmt skýrslunni tryggja að tekjujöfnunareiginleikar skattkerfisins haldist yfir tíma, án þess að skerða hagstjórnaráhrif um of. „Það yrði veruleg breyting frá því sem nú er og ef að hún yrði tekin upp sú breyting þá yrði það ein sú mesta breyting á kerfi staðgreiðslunnar frá því að kerfið var tekið upp,“ segir Axel.Skattleysismörkin há hér á landi Hópurinn skoðaði einnig barnabótakerfið en í skýrslunni er meðal annars gerð grein fyrir því hvernig dregið hafi úr stuðningi við sambúðarfólk að undanförnu en greiðslur hafi í ríkari mæli farið til einstæðra foreldra. Þá var tekjuskattskerfið jafnframt borið saman við það sem gengur og gerist á Norðurlöndum. „Hvað heildarskattbyrðina varðar, þegar maður tekur launafólk og vinnuveitendur til samans, þá erum við yfir nær allt litróf tekna og fjölskyldutegunda lægst. En þegar horft er á launþegan einan og sér þá verður niðurstaðan ekki einhlít og samanburðurinn ekki alltaf hagfelldur,“ segir Axel. Þannig eru skattleysismorkin hér á landi há í norrænum samanburði, fyrsta grunnprósentan hæst og þrepin fæst. Skattbyrði launafólks hér á landi er mjög svipuð og í Noregi en heilt yfir eru jaðarskattar launafólks og heildarjaðarskattar lágir og oft lægstir hér á landi. Einstæðir foreldrar á lágum launum hafa lægri skattbyrði hér að því er fram kemur í skýrslunni en þeir búa ekki við tekjuskerðingu barnabóta og há skattleysismörk hér á landi vega þungt í því sambandi. Skýrslu sérfræðingahópsins í heild sinni má finna hér. Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira
Vaxtabótakerfið er í eðli sínu flókið og ógangsætt samkvæmt nýrri skýrslu en sérfræðihópur á vegum fjármálaráðuneytisins leggur til að það verði einfaldað. Hópurinn leggur jafnframt til einhverjar mestu breyting á staðgreiðslukerfinu frá því að núverandi staðgreiðslukerfi var tekið upp. Hópur sem skipaður var af fjármálaráðherra í kynnti í dag niðurstöður umfangsmikillar skýrslu um endurskoðun tekjuskatts og bótakerfa hjá einstaklingum og fjölskyldum. Hópnum var falið að skoða hvernig nýta megi þá fjármuni sem markaðir eru í fjármálaáætlun 2019-2023 til hagsbóta fyrir þá sem hafa lágar og lægri tekjur og leggja til útfærslur í breytingu á skattkerfinu. „Það sem við leggjum til er að búið verði til nýtt neðsta þrep og þegar að aðlögunartíma þess líkur þá verði fyrsta þrep í skattkerfinu fjórum prósentustigum lægra en nú er,“ segir Axel Hall, formaður sérfræðingahópsins. Neðra þrepið myndi þannig nema 32,94%. Þá gerir hópurinn tillögur húsnæðisstuðningi í gegnum skattkerfið. Axel segir tvennt standa upp úr sem hópurinn skoðaði hvað varðar húsnæðismál.Húsnæðismarkaðurinn unga fólkinu erfiðastur „Vaxtabótakerfið er í eðli sínu flókið og ógagnsætt. Við skoðuðum einfaldaða útgáfu þess. Ef að stjórnvöld vilja halda áfram með stuðning í vaxtabótum þá leggjum við til að stuðningurinn verði tímabundinn og bundinn við fyrstu kaup. Enda er það þannig að ungt fólk á sífellt erfiðara með að fóta sig á fasteignamarkaði,“ útskýrir Axel. Þá er hins vegar lagt til að stjórnvöld mæti tekjulágum með skattaafslætti til að spara fasta fjárhæð til viðbótar við séreignasparnaðarúrræði til fyrstu fasteignakaupa. Vísir/EgillEin stærsta breytingin sem hópurinn leggur til er að skattleysismörk og persónuafsláttur og tekjumörk skattþrepa verði látin fylgja þróun breytinga á vísitölu neysluverðs og þróun framleiðni. Slík tenging myndi samkvæmt skýrslunni tryggja að tekjujöfnunareiginleikar skattkerfisins haldist yfir tíma, án þess að skerða hagstjórnaráhrif um of. „Það yrði veruleg breyting frá því sem nú er og ef að hún yrði tekin upp sú breyting þá yrði það ein sú mesta breyting á kerfi staðgreiðslunnar frá því að kerfið var tekið upp,“ segir Axel.Skattleysismörkin há hér á landi Hópurinn skoðaði einnig barnabótakerfið en í skýrslunni er meðal annars gerð grein fyrir því hvernig dregið hafi úr stuðningi við sambúðarfólk að undanförnu en greiðslur hafi í ríkari mæli farið til einstæðra foreldra. Þá var tekjuskattskerfið jafnframt borið saman við það sem gengur og gerist á Norðurlöndum. „Hvað heildarskattbyrðina varðar, þegar maður tekur launafólk og vinnuveitendur til samans, þá erum við yfir nær allt litróf tekna og fjölskyldutegunda lægst. En þegar horft er á launþegan einan og sér þá verður niðurstaðan ekki einhlít og samanburðurinn ekki alltaf hagfelldur,“ segir Axel. Þannig eru skattleysismorkin hér á landi há í norrænum samanburði, fyrsta grunnprósentan hæst og þrepin fæst. Skattbyrði launafólks hér á landi er mjög svipuð og í Noregi en heilt yfir eru jaðarskattar launafólks og heildarjaðarskattar lágir og oft lægstir hér á landi. Einstæðir foreldrar á lágum launum hafa lægri skattbyrði hér að því er fram kemur í skýrslunni en þeir búa ekki við tekjuskerðingu barnabóta og há skattleysismörk hér á landi vega þungt í því sambandi. Skýrslu sérfræðingahópsins í heild sinni má finna hér.
Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira