Draga fyrirhugaðar hækkanir á leigu til baka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. febrúar 2019 17:18 Fulltrúar VR og Almenna leigufélagsins hafa fundað undanfarna daga. Mynd/VR Almenna leigufélagið mun draga til baka fyrirhugaðar hækkanir leigu sem áttu að koma til framkvæmda á næstu mánuðum og mun nú hefja viðræður við VR hvernig tryggja megi betur stöðu leigjenda.Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Almenna leigufélagsins og VR en forsvarsmenn félaganna hafa fundað að undanförnu eftir harða gagnrýni VR á hinar fyrirhuguð hækkanir.Almenna leigufélagið sendi tilteknum hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn.Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku.Skömmu síðar gerði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, kröfu um að Kvika banki drægi til baka ákvörðun Almenna leigufélagsins um að hækka leiguverð. Ragnar stóð í þeirri trú að Kvika ætti Gamma þegar hann setti kröfuna fram en hótaði því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, um 4,2 milljarða króna, yrði Kvika ekki við kröfunni.Kaup Kviku á Gamma ganga þó ekki í gegn fyrr en grænt ljós fæst frá eftirlitinu. Þegar Ármann Þorvaldsson forstjóri Kviku benti á þetta setti Ragnar fram nýja kröfu um að Kvika myndi rifta fyrirhuguðum kaupum á Gamma, ellegar drægi VR áðurnefnda 4,2 milljarða úr eignastýringu bankans. Eftir fund Ragnars og Ármanns var þó ákveðið að milljarðarnir yrðu ekki dregnir úr eignastýringu Kviku.Í síðustu viku baðst Almenna leigufélagið svo leigjendur afsökunar á hinum stutta fyrirvara sem gefinn var, var sá fyrirvari rakinn til mannlegra mistaka. Undanfarna daga hafa svo forsvarsmenn VR og Almenna leigufélagsins fundað vegna málsins og í sameiginlegri yfirlýsingu segir að þær viðræður hafi verið uppbyggilegar.„Almenna leigufélagið lýsir því yfir að það muni draga til baka fyrirhugaðar hækkanir leigu sem áttu að koma til framkvæmda á næstu þremur mánuðum. Auk þess að vinna að breytingum á leigusamningum félagsins með það að markmiði að bjóða samninga til lengri tíma en þekkst hefur á almenna markaðnum, þar sem tryggt er húsnæðisöryggi og stöðugra leiguverð. Lengri leigusamningar verða kynntir sérstaklega í byrjun mars á þessu ári,“ segir í yfirlýsingunni sem lesa má í heild sinni hér. Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. 21. febrúar 2019 16:17 Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07 VR hreyfir ekki sjóði sína úr Kviku í bili Formaður VR segir jákvætt að á sé komið samtal milli VR og Almenna leigufélagsins. 22. febrúar 2019 18:58 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Almenna leigufélagið mun draga til baka fyrirhugaðar hækkanir leigu sem áttu að koma til framkvæmda á næstu mánuðum og mun nú hefja viðræður við VR hvernig tryggja megi betur stöðu leigjenda.Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Almenna leigufélagsins og VR en forsvarsmenn félaganna hafa fundað að undanförnu eftir harða gagnrýni VR á hinar fyrirhuguð hækkanir.Almenna leigufélagið sendi tilteknum hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn.Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku.Skömmu síðar gerði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, kröfu um að Kvika banki drægi til baka ákvörðun Almenna leigufélagsins um að hækka leiguverð. Ragnar stóð í þeirri trú að Kvika ætti Gamma þegar hann setti kröfuna fram en hótaði því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, um 4,2 milljarða króna, yrði Kvika ekki við kröfunni.Kaup Kviku á Gamma ganga þó ekki í gegn fyrr en grænt ljós fæst frá eftirlitinu. Þegar Ármann Þorvaldsson forstjóri Kviku benti á þetta setti Ragnar fram nýja kröfu um að Kvika myndi rifta fyrirhuguðum kaupum á Gamma, ellegar drægi VR áðurnefnda 4,2 milljarða úr eignastýringu bankans. Eftir fund Ragnars og Ármanns var þó ákveðið að milljarðarnir yrðu ekki dregnir úr eignastýringu Kviku.Í síðustu viku baðst Almenna leigufélagið svo leigjendur afsökunar á hinum stutta fyrirvara sem gefinn var, var sá fyrirvari rakinn til mannlegra mistaka. Undanfarna daga hafa svo forsvarsmenn VR og Almenna leigufélagsins fundað vegna málsins og í sameiginlegri yfirlýsingu segir að þær viðræður hafi verið uppbyggilegar.„Almenna leigufélagið lýsir því yfir að það muni draga til baka fyrirhugaðar hækkanir leigu sem áttu að koma til framkvæmda á næstu þremur mánuðum. Auk þess að vinna að breytingum á leigusamningum félagsins með það að markmiði að bjóða samninga til lengri tíma en þekkst hefur á almenna markaðnum, þar sem tryggt er húsnæðisöryggi og stöðugra leiguverð. Lengri leigusamningar verða kynntir sérstaklega í byrjun mars á þessu ári,“ segir í yfirlýsingunni sem lesa má í heild sinni hér.
Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. 21. febrúar 2019 16:17 Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07 VR hreyfir ekki sjóði sína úr Kviku í bili Formaður VR segir jákvætt að á sé komið samtal milli VR og Almenna leigufélagsins. 22. febrúar 2019 18:58 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. 21. febrúar 2019 16:17
Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07
VR hreyfir ekki sjóði sína úr Kviku í bili Formaður VR segir jákvætt að á sé komið samtal milli VR og Almenna leigufélagsins. 22. febrúar 2019 18:58