Bönnuðu vinnu við City Park Hótel í október þar sem aðstæður þóttu lífshættulegar starfsmönnum Birgir Olgeirsson skrifar 25. febrúar 2019 14:40 Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tókust á í morgun. Vísir/Vilhelm Snörp orðaskipti eiganda City Park Hotel í Ármúla og formanns stéttarfélagsins Eflingar í hádeginu hafa vakið mikla athygli. Snerust deilur þeirra um að starfsmenn hótelsins fengju að greiða atkvæði um boðun verkfalls þeirra hótelstarfsmanna sem eru í Eflingu. Er þetta ekki í fyrsta skiptið sem málefni City Park Hotel rata í fjölmiðla en í október síðastliðnum ákvað Vinnueftirlitið að banna alla vinnu hjá City Park Hótel. Hafði eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins leitt í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna hefði ekki verið í samræmi við lög og reglur.Vinnueftirlitið mat það svo að veruleg hætta væri fyrir líf og heilbrigði starfsmanna á byggingarvinnustaðnum. Var um að ræða byggingarframkvæmdir við hótelið sem voru í gangi á verkstað án byggingarleyfis frá Reykjavíkurborg, að því er fram kom í ákvörðun Vinnueftirlitsins, og merki um að starfsmenn sofi og hafist við á verkstað.Framkvæmdastjórinn og formaðurinn deildu ansi harkalega fyrr í dag.Vísir/VilhelmVið heimsókn Vinnueftirlitsins á verkstað þann 12. október í fyrra var öryggis- og heilbrigðisáætlun fyrir verkið ekki til staðar. Ástand rafmagnsmála á verkstað var mjög hættulegt að mati Vinnueftirlitsins en rafmagnssnúrur voru hangandi niður úr loftum og ótryggir rafmagnskaplar á milli hæða og í rafmagnstöflu. Slysahætta var af þessu fyrir starfsmenn. Þá taldi Vinnueftirlitið umferðarleiðir á milli á verkstað ófullnægjandi. Starfsmenn þurftu að fara um brattan stiga án handriða. Voru óvarin op í gólfi og við umferðarleiðir og vantaði fallvarnir við op á gólfi. Skapaði þetta slysahættu fyrir starfsmenn að mati eftirlitsins. Þá var notkun persónuhlífa ábótavant þar sem starfsmenn voru ekki í öryggisskóm né með hjálma við vinnu sína. Kjaramál Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Segir ræstingafólk tilbúið í aðgerðir „Eins og ég sé stöðuna þurfa atvinnurekendur að finna fyrir þrýstingi, og finna fyrir því að við munum gera allt í okkar valdi til að breyta stöðunni,“ segir Zsófia Sidlovits, ræstitæknir á Hótel Borg og Apóteki hóteli. 25. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Snörp orðaskipti eiganda City Park Hotel í Ármúla og formanns stéttarfélagsins Eflingar í hádeginu hafa vakið mikla athygli. Snerust deilur þeirra um að starfsmenn hótelsins fengju að greiða atkvæði um boðun verkfalls þeirra hótelstarfsmanna sem eru í Eflingu. Er þetta ekki í fyrsta skiptið sem málefni City Park Hotel rata í fjölmiðla en í október síðastliðnum ákvað Vinnueftirlitið að banna alla vinnu hjá City Park Hótel. Hafði eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins leitt í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna hefði ekki verið í samræmi við lög og reglur.Vinnueftirlitið mat það svo að veruleg hætta væri fyrir líf og heilbrigði starfsmanna á byggingarvinnustaðnum. Var um að ræða byggingarframkvæmdir við hótelið sem voru í gangi á verkstað án byggingarleyfis frá Reykjavíkurborg, að því er fram kom í ákvörðun Vinnueftirlitsins, og merki um að starfsmenn sofi og hafist við á verkstað.Framkvæmdastjórinn og formaðurinn deildu ansi harkalega fyrr í dag.Vísir/VilhelmVið heimsókn Vinnueftirlitsins á verkstað þann 12. október í fyrra var öryggis- og heilbrigðisáætlun fyrir verkið ekki til staðar. Ástand rafmagnsmála á verkstað var mjög hættulegt að mati Vinnueftirlitsins en rafmagnssnúrur voru hangandi niður úr loftum og ótryggir rafmagnskaplar á milli hæða og í rafmagnstöflu. Slysahætta var af þessu fyrir starfsmenn. Þá taldi Vinnueftirlitið umferðarleiðir á milli á verkstað ófullnægjandi. Starfsmenn þurftu að fara um brattan stiga án handriða. Voru óvarin op í gólfi og við umferðarleiðir og vantaði fallvarnir við op á gólfi. Skapaði þetta slysahættu fyrir starfsmenn að mati eftirlitsins. Þá var notkun persónuhlífa ábótavant þar sem starfsmenn voru ekki í öryggisskóm né með hjálma við vinnu sína.
Kjaramál Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Segir ræstingafólk tilbúið í aðgerðir „Eins og ég sé stöðuna þurfa atvinnurekendur að finna fyrir þrýstingi, og finna fyrir því að við munum gera allt í okkar valdi til að breyta stöðunni,“ segir Zsófia Sidlovits, ræstitæknir á Hótel Borg og Apóteki hóteli. 25. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36
Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07
Segir ræstingafólk tilbúið í aðgerðir „Eins og ég sé stöðuna þurfa atvinnurekendur að finna fyrir þrýstingi, og finna fyrir því að við munum gera allt í okkar valdi til að breyta stöðunni,“ segir Zsófia Sidlovits, ræstitæknir á Hótel Borg og Apóteki hóteli. 25. febrúar 2019 07:00