Getur ómögulega lifað af launum sem ræstitæknir Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 22. febrúar 2019 18:14 Zsófia hefur unnið í fullu starfi sem ræstitæknir í tæp tvö ár en hún var í hálfu starfi þar á undan. Hún er trúnaðarmaður starfsfólks í þrifum á Hótel Borg. Vísir/Baldur Zsófia Sidlovits, ungverskur ræstitæknir og trúnaðarmaður félagsmanna Eflingar á Hótel Borg, segir það ómögulegt að lifa af laununum þar og að hún eigi jafnvel erfitt með að kaupa matvörur þegar líður á mánuðinn. Hún segist nokkuð viss um að félagar hennar greiði atkvæði með vinnustöðvun 8. mars. Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að efna til atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun í veitinga- og gistiþjónustu. Atkvæðagreiðslan fer fram í næstu viku. Félagar í Eflingu leggja niður störf 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi verkakvenna, verði vinnustöðvunin samþykkt. Zsófia hefur unnið sem ræstitæknir í fullu starfi í næstum tvö ár. Hún segir að hún og félagar hennar séu á lágmarkslaunum. Stefna fyrirtækisins sé að starfsmenn vinni ekki yfirvinnu og því beri þeir lítið úr bítum, jafnvel þó að þeir vinni helgar. Launin segir hún á bilinu 220 til 240 þúsund krónur á mánuði. Erfitt sé fyrir fólk að lifa á því, ekki síst þau sem á börn og er á leigumarkaði. Flestir sem hætta í vinnunni geri það vegna lágra launa og vegna þess að þeim finnist störf sín lítils metin. „Nei, það er ómögulegt fyrir mig. Ég held að ég geti talað fyrir hönd félaga minna að strax í annarri eða þriðju viku mánaðarins á ég jafnvel erfitt með að kaupa matvörur,“ segir Zsófia sem er þó barnlaus. Í samanburði við heimalandið Ungverjaland segir Zsófia launin á Íslandi mun hærri. Á móti komi að verðlag sé einnig hærra. „En ég kem frá Ungverjalandi, það er ekki mjög lífvænlegt land. Ég myndi vilja búa hér ef ég fengi skikkanlega borgað,“ segir hún.Hrædd við að missa vinnuna Atkvæðagreiðslan um vinnustöðvunina hefst á mánudag. Zsófia segist næstum viss um að niðurstaðan verði afgerandi já. Trúnaðarmenn sem fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við í dag töldu að allt að 95% félagsmanna gætu greitt atkvæði með vinnustöðvuninni. Einhverjir eru þó hræddir segir Zsófia. Fólk frá fátækum löndum, sem á börn, þarf að greiða leigu eða af húsnæðislánum, sé hrætt við að missa vinnuna. „Sumt fólk er hrætt en ég er að reyna að stappa í það stálinu. Ég held að við ættum samt að láta í okkur heyra gegn þessu því þetta getur ekki verið svona áfram,“ segir hún. Spurð um hvaða áhrif vinnustöðvun myndi hafa á vinnustað hennar segir Zsófia að hún myndi skapa mikil vandræði. „Vegna þess að við erum undirstaða hótelsins. Við búum um rúmin, undirbúum herbergin, þrífum þau fyrir gestina. Við veitum þeim þjónustu og ég býst við að þau verði að finna út úr þessu vegna þess að við leggjum hart að okkur og ef það er ekki metið að verðleikum verðum við að sýna að svo er ekki,“ segir hún.Klippa: Ræstitæknir á Hótel Borg segist ekki geta lifað af laununum Kjaramál Tengdar fréttir Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59 Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45 Segir vinnustöðvun í hótel- og gistiþjónustu áhyggjuefni Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu. 21. febrúar 2019 22:56 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Zsófia Sidlovits, ungverskur ræstitæknir og trúnaðarmaður félagsmanna Eflingar á Hótel Borg, segir það ómögulegt að lifa af laununum þar og að hún eigi jafnvel erfitt með að kaupa matvörur þegar líður á mánuðinn. Hún segist nokkuð viss um að félagar hennar greiði atkvæði með vinnustöðvun 8. mars. Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að efna til atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun í veitinga- og gistiþjónustu. Atkvæðagreiðslan fer fram í næstu viku. Félagar í Eflingu leggja niður störf 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi verkakvenna, verði vinnustöðvunin samþykkt. Zsófia hefur unnið sem ræstitæknir í fullu starfi í næstum tvö ár. Hún segir að hún og félagar hennar séu á lágmarkslaunum. Stefna fyrirtækisins sé að starfsmenn vinni ekki yfirvinnu og því beri þeir lítið úr bítum, jafnvel þó að þeir vinni helgar. Launin segir hún á bilinu 220 til 240 þúsund krónur á mánuði. Erfitt sé fyrir fólk að lifa á því, ekki síst þau sem á börn og er á leigumarkaði. Flestir sem hætta í vinnunni geri það vegna lágra launa og vegna þess að þeim finnist störf sín lítils metin. „Nei, það er ómögulegt fyrir mig. Ég held að ég geti talað fyrir hönd félaga minna að strax í annarri eða þriðju viku mánaðarins á ég jafnvel erfitt með að kaupa matvörur,“ segir Zsófia sem er þó barnlaus. Í samanburði við heimalandið Ungverjaland segir Zsófia launin á Íslandi mun hærri. Á móti komi að verðlag sé einnig hærra. „En ég kem frá Ungverjalandi, það er ekki mjög lífvænlegt land. Ég myndi vilja búa hér ef ég fengi skikkanlega borgað,“ segir hún.Hrædd við að missa vinnuna Atkvæðagreiðslan um vinnustöðvunina hefst á mánudag. Zsófia segist næstum viss um að niðurstaðan verði afgerandi já. Trúnaðarmenn sem fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við í dag töldu að allt að 95% félagsmanna gætu greitt atkvæði með vinnustöðvuninni. Einhverjir eru þó hræddir segir Zsófia. Fólk frá fátækum löndum, sem á börn, þarf að greiða leigu eða af húsnæðislánum, sé hrætt við að missa vinnuna. „Sumt fólk er hrætt en ég er að reyna að stappa í það stálinu. Ég held að við ættum samt að láta í okkur heyra gegn þessu því þetta getur ekki verið svona áfram,“ segir hún. Spurð um hvaða áhrif vinnustöðvun myndi hafa á vinnustað hennar segir Zsófia að hún myndi skapa mikil vandræði. „Vegna þess að við erum undirstaða hótelsins. Við búum um rúmin, undirbúum herbergin, þrífum þau fyrir gestina. Við veitum þeim þjónustu og ég býst við að þau verði að finna út úr þessu vegna þess að við leggjum hart að okkur og ef það er ekki metið að verðleikum verðum við að sýna að svo er ekki,“ segir hún.Klippa: Ræstitæknir á Hótel Borg segist ekki geta lifað af laununum
Kjaramál Tengdar fréttir Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59 Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45 Segir vinnustöðvun í hótel- og gistiþjónustu áhyggjuefni Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu. 21. febrúar 2019 22:56 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59
Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45
Segir vinnustöðvun í hótel- og gistiþjónustu áhyggjuefni Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu. 21. febrúar 2019 22:56